Rítalín best við barna-ADHD Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Notað við ADHD. Fréttablaðið/Stefán Heppilegast og öruggast er að nota Rítalín og önnur skyld lyf með virka efnið meþílfenídat, til að meðhöndla athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) hjá börnum. Aftur á móti er það vænlegast til árangurs hjá fullorðnum að nota lyf eins og Adderral sem innihalda virka efnið amfetamín. Þetta er meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindaritinu Lancet Psychiatry fyrr í vikunni. Rannsóknin var umfangsmikil og tók til gagna úr 133 tvíblindum slembirannsóknum þar sem virkni mismunandi tegunda lyfja við ADHD, þar á meðal meþílfenídats og amfetamíns, var borin saman við lyfleysu. Rannsóknarhöfundar benda á að börnum sem fái lyf við ADHD hafi fjölgað undanfarin ár. Sú þróun hafi orðið á sama tíma og vísindamenn og almenningur hafi öðlast dýpri þekkingu á sjúkdóminum. Því sé mikilvægt að börn með greiningu fái viðeigandi lyf. Niðurstöðurnar séu mikilvægur liður í því að tryggja gæði meðferðar. Í kringum fimm prósent allra barna þjást af ADHD. „Niðurstöður okkar verða vonandi til þess að fólk með ADHD fái viðeigandi meðferð,“ sagði Andrea Cipriani, prófessor við Oxford háskóla og einn rannsóknarhöfunda. Aukin lyfjanotkun í tengslum við ADHD hefur oft sætt mikilli gagnrýni, sérstaklega þeirra sem telja aðrar leiðir heppilegri, eins og til dæmis hugræna athyglismeðferð eða athafnasemismeðferð. Rannsóknarhöfundar segja þetta rangt. Slík meðferð geti sannarlega hjálpað en hún slái ekki á einkenni ADHD eins og eftirtektarleysi, hvatvísi og ofvirkni. Lyfin þjóni þeim tilgangi að virkja þá líffræðilegu ferla sem stuðla að eðlilegri virkni heilans. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Sjá meira
Heppilegast og öruggast er að nota Rítalín og önnur skyld lyf með virka efnið meþílfenídat, til að meðhöndla athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) hjá börnum. Aftur á móti er það vænlegast til árangurs hjá fullorðnum að nota lyf eins og Adderral sem innihalda virka efnið amfetamín. Þetta er meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindaritinu Lancet Psychiatry fyrr í vikunni. Rannsóknin var umfangsmikil og tók til gagna úr 133 tvíblindum slembirannsóknum þar sem virkni mismunandi tegunda lyfja við ADHD, þar á meðal meþílfenídats og amfetamíns, var borin saman við lyfleysu. Rannsóknarhöfundar benda á að börnum sem fái lyf við ADHD hafi fjölgað undanfarin ár. Sú þróun hafi orðið á sama tíma og vísindamenn og almenningur hafi öðlast dýpri þekkingu á sjúkdóminum. Því sé mikilvægt að börn með greiningu fái viðeigandi lyf. Niðurstöðurnar séu mikilvægur liður í því að tryggja gæði meðferðar. Í kringum fimm prósent allra barna þjást af ADHD. „Niðurstöður okkar verða vonandi til þess að fólk með ADHD fái viðeigandi meðferð,“ sagði Andrea Cipriani, prófessor við Oxford háskóla og einn rannsóknarhöfunda. Aukin lyfjanotkun í tengslum við ADHD hefur oft sætt mikilli gagnrýni, sérstaklega þeirra sem telja aðrar leiðir heppilegri, eins og til dæmis hugræna athyglismeðferð eða athafnasemismeðferð. Rannsóknarhöfundar segja þetta rangt. Slík meðferð geti sannarlega hjálpað en hún slái ekki á einkenni ADHD eins og eftirtektarleysi, hvatvísi og ofvirkni. Lyfin þjóni þeim tilgangi að virkja þá líffræðilegu ferla sem stuðla að eðlilegri virkni heilans.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent