Ég á mér draum Eva H. Baldursdóttir skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Ein frægasta ræða stjórnmálasögunnar er kennd við orðin; ég á mér draum. Orð þessi mælti Martin L. King, brautryðjandi friðsamlegrar mannréttindabaráttu. Draumur hans var að samfélagið tæki mið af þeirri staðreynd að allir menn væru skapaðir jafnir. Barátta hans í þeim efnum hefur fært okkur nær jafnrétti, ekki aðeins á grundvelli kynþáttar heldur í víðara samhengi. Alla daga erum við að stöðva eigin drauma – hinn sanna sköpunarkraft samfélagsins – með neikvæðni á borð við að eitthvað sé ekki hægt eða hafi áður verið reynt án árangurs. En við eigum að leyfa okkur að dreyma og beita ímyndunaraflinu en ekki takmarka það. Allt sem er til var í upphafi aðeins hugsjón eða draumur einhvers, sem svo framkvæmdi draum sinn. Það er ekkert sem ekki er hægt. Við sköpum heiminn á hverri stundu. Frumleiki eða andleysi, hvort sem við veljum, þá mótum við umhverfi okkar og örlög og það eina sem stoppar okkur í að sjá hversu máttug við erum eru okkar eigin takmörkuðu viðhorf. Ég geri orð Martins L. King að mínum: Ég á mér draum. Ég á mér draum um að Ísland verði umhverfisvænasta land í heimi. Náttúran kallar. Hún er alltaf að senda okkur skilaboð. En við virðumst ekki heyra nógu vel né skynja þó það hafi batnað. Við búum saman á þessari jörð. Og á smærri skala. Við búum saman á þessu landi með eina mögnuðustu náttúru heims. Náttúran gefur og gefur í formi auðlinda sem standa undir okkar efnahagslegu velsæld. Hér heima og að heiman. Við vitum hins vegar að við mennirnir, erum að ganga á jörðina að því marki að við ógnum tilvist, ekki bara okkar, heldur annarra dýra og vistkerfisins í heild sinni. Með öðrum orðum – við erum að taka miklu meira en við gefum og enn fremur – miklu meira en við þurfum. Rannsóknir birtast á hverjum degi sem vitna um þetta. Alþjóðasamfélagið er svo sem að gera eitthvað – en allt í viðbragði. Alþjóðasamningar eru gerðir á diplómatískum vettvangi. Parísarsáttmálinn – einhver framför í loftslagsmálum en þó óbindandi. Hægfara þróun við að banna einnota plast víða um heim, orkuskipti í samgöngum, fleiri að verða grænmetisætur o.s.frv. En þetta er allt, allt of hægt. Neysla og sóun er of mikil. Við erum mögulega ekki eins meðvitundarlaus og fyrir 10 árum en það er ljóst að við erum enn jafn ofurseld neyslu. Ég vil ekki dæma stöðuna heldur spyrja gagnrýnna spurninga á borð við: Hvaðan kemur allt þetta drasl sem við erum að kaupa? Hvernig er það framleitt? Þurfum við öll að eiga grill og trampólín í garðinum? Þurfti ég að eiga fjórfaldan fataskáp? Nei. Þurfum við öll að eiga bíla, jafnvel tvo? Hvernig ætlum við að skilja við veru okkar á þessari jörð? Á þessu landi sem við eigum hreint ekki, heldur fáum lánuð afnot af og erum svo lánsöm að fæðast á. Er okkur kannski alveg sama? Eða er það of mikið vesen að breyta lifnaðarháttum? Hvernig sýnum við þakklæti? Fyrst og fremst. Látum okkur dreyma stóra drauma fyrir umhverfið. Elskum jörðina. Ég býð upp á drauminn um umhverfisvænasta land í heimi. Þar sem rauði þráður hagkerfisins er grænn. Við erum fá, einangruð og eigum efnahagslega allt undir auðlindum okkar. Því er það í senn bæði auðvelt fyrir okkur í framkvæmd og rökrétt í efnahagslegu tilliti að vera græn. Byrjum á að fylgja þó því sem hefur verið gert á alþjóðavettvangi, á vettvangi Evrópusambandsins og göngum svo miklu lengra. Gerum það í sameiningu – einstaklingar, atvinnulífið og ríkið. Hugsum 100% orkuskipti í samgöngum og bönnum jarðefnaeldsneyti. Algjört bann á einnota plast. Græna skatta. Ívilnanir fyrir græna innlenda og sjálfbæra framleiðslu. Kolefnishlutlausa ferðaþjónustu. Fleiri gróðurhús – minni innflutningur. Endurvinna allt. Endurheimta votlendi algjörlega. Planta fleiri trjám – planta á sterum – og allt það sem mér dettur ekki í hug enda enginn sérfræðingur annar en að hafa ástríðu fyrir jörðinni og áframhaldandi tilveru mannkyns. Allar þær aðgerðir sem er búið að sýna fram á að virki, framkvæmum þær. Styðjum við alla nýsköpun í atvinnulífinu í átt að grænna hagkerfi og þróum hátæknistörf í þá veru. Látum ást okkar á umhverfinu móta flottustu atvinnustefnu veraldar. Ef það er eitthvað sem við getum lært af HM ævintýrinu er að sem þjóð kunnum við að hugsa og eiga stóra drauma. Því hvernig kemst ein minnsta þjóð í heimi á HM? Með því að láta neikvæðni ekki stoppa sig. Með því að eiga draum. Á vettvangi stjórnmálanna eigum við að tefla fram hugsjónum okkar, enda er staðreyndin sú að með áframhaldandi hlýnun jarðar verður enda fátt að gera annað en að bregðast við náttúrunni. Ég kalla eftir draumnum þar sem Ísland er fyrirmynd, fremst meðal þjóða í umhverfismálum. Við kunnum það. Græna liðið sem keppir í riðlinum umhverfisvænasta land heims – leidd af okkur saman, fyrir sameiginlegri ást á náttúrunni.Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Ein frægasta ræða stjórnmálasögunnar er kennd við orðin; ég á mér draum. Orð þessi mælti Martin L. King, brautryðjandi friðsamlegrar mannréttindabaráttu. Draumur hans var að samfélagið tæki mið af þeirri staðreynd að allir menn væru skapaðir jafnir. Barátta hans í þeim efnum hefur fært okkur nær jafnrétti, ekki aðeins á grundvelli kynþáttar heldur í víðara samhengi. Alla daga erum við að stöðva eigin drauma – hinn sanna sköpunarkraft samfélagsins – með neikvæðni á borð við að eitthvað sé ekki hægt eða hafi áður verið reynt án árangurs. En við eigum að leyfa okkur að dreyma og beita ímyndunaraflinu en ekki takmarka það. Allt sem er til var í upphafi aðeins hugsjón eða draumur einhvers, sem svo framkvæmdi draum sinn. Það er ekkert sem ekki er hægt. Við sköpum heiminn á hverri stundu. Frumleiki eða andleysi, hvort sem við veljum, þá mótum við umhverfi okkar og örlög og það eina sem stoppar okkur í að sjá hversu máttug við erum eru okkar eigin takmörkuðu viðhorf. Ég geri orð Martins L. King að mínum: Ég á mér draum. Ég á mér draum um að Ísland verði umhverfisvænasta land í heimi. Náttúran kallar. Hún er alltaf að senda okkur skilaboð. En við virðumst ekki heyra nógu vel né skynja þó það hafi batnað. Við búum saman á þessari jörð. Og á smærri skala. Við búum saman á þessu landi með eina mögnuðustu náttúru heims. Náttúran gefur og gefur í formi auðlinda sem standa undir okkar efnahagslegu velsæld. Hér heima og að heiman. Við vitum hins vegar að við mennirnir, erum að ganga á jörðina að því marki að við ógnum tilvist, ekki bara okkar, heldur annarra dýra og vistkerfisins í heild sinni. Með öðrum orðum – við erum að taka miklu meira en við gefum og enn fremur – miklu meira en við þurfum. Rannsóknir birtast á hverjum degi sem vitna um þetta. Alþjóðasamfélagið er svo sem að gera eitthvað – en allt í viðbragði. Alþjóðasamningar eru gerðir á diplómatískum vettvangi. Parísarsáttmálinn – einhver framför í loftslagsmálum en þó óbindandi. Hægfara þróun við að banna einnota plast víða um heim, orkuskipti í samgöngum, fleiri að verða grænmetisætur o.s.frv. En þetta er allt, allt of hægt. Neysla og sóun er of mikil. Við erum mögulega ekki eins meðvitundarlaus og fyrir 10 árum en það er ljóst að við erum enn jafn ofurseld neyslu. Ég vil ekki dæma stöðuna heldur spyrja gagnrýnna spurninga á borð við: Hvaðan kemur allt þetta drasl sem við erum að kaupa? Hvernig er það framleitt? Þurfum við öll að eiga grill og trampólín í garðinum? Þurfti ég að eiga fjórfaldan fataskáp? Nei. Þurfum við öll að eiga bíla, jafnvel tvo? Hvernig ætlum við að skilja við veru okkar á þessari jörð? Á þessu landi sem við eigum hreint ekki, heldur fáum lánuð afnot af og erum svo lánsöm að fæðast á. Er okkur kannski alveg sama? Eða er það of mikið vesen að breyta lifnaðarháttum? Hvernig sýnum við þakklæti? Fyrst og fremst. Látum okkur dreyma stóra drauma fyrir umhverfið. Elskum jörðina. Ég býð upp á drauminn um umhverfisvænasta land í heimi. Þar sem rauði þráður hagkerfisins er grænn. Við erum fá, einangruð og eigum efnahagslega allt undir auðlindum okkar. Því er það í senn bæði auðvelt fyrir okkur í framkvæmd og rökrétt í efnahagslegu tilliti að vera græn. Byrjum á að fylgja þó því sem hefur verið gert á alþjóðavettvangi, á vettvangi Evrópusambandsins og göngum svo miklu lengra. Gerum það í sameiningu – einstaklingar, atvinnulífið og ríkið. Hugsum 100% orkuskipti í samgöngum og bönnum jarðefnaeldsneyti. Algjört bann á einnota plast. Græna skatta. Ívilnanir fyrir græna innlenda og sjálfbæra framleiðslu. Kolefnishlutlausa ferðaþjónustu. Fleiri gróðurhús – minni innflutningur. Endurvinna allt. Endurheimta votlendi algjörlega. Planta fleiri trjám – planta á sterum – og allt það sem mér dettur ekki í hug enda enginn sérfræðingur annar en að hafa ástríðu fyrir jörðinni og áframhaldandi tilveru mannkyns. Allar þær aðgerðir sem er búið að sýna fram á að virki, framkvæmum þær. Styðjum við alla nýsköpun í atvinnulífinu í átt að grænna hagkerfi og þróum hátæknistörf í þá veru. Látum ást okkar á umhverfinu móta flottustu atvinnustefnu veraldar. Ef það er eitthvað sem við getum lært af HM ævintýrinu er að sem þjóð kunnum við að hugsa og eiga stóra drauma. Því hvernig kemst ein minnsta þjóð í heimi á HM? Með því að láta neikvæðni ekki stoppa sig. Með því að eiga draum. Á vettvangi stjórnmálanna eigum við að tefla fram hugsjónum okkar, enda er staðreyndin sú að með áframhaldandi hlýnun jarðar verður enda fátt að gera annað en að bregðast við náttúrunni. Ég kalla eftir draumnum þar sem Ísland er fyrirmynd, fremst meðal þjóða í umhverfismálum. Við kunnum það. Græna liðið sem keppir í riðlinum umhverfisvænasta land heims – leidd af okkur saman, fyrir sameiginlegri ást á náttúrunni.Höfundur er lögfræðingur
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun