Stödd á Balí í brúðkaupsferð þegar skjálftinn reið yfir: „Það erfiðasta sem ég hef lent í“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. ágúst 2018 13:02 Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir og Ómar Jökull Ómarsson eru stödd í brúðkaupsferð á Balí. Mynd/Samsett Utanríkisráðuneytið hefur fengið spurn af tveimur Íslendingum sem staddir eru á eyjunni Lombok í Indónesíu. Þeir eru báðir óhultir. Öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gær og varð hátt í hundrað manns að bana. Íslensk kona stödd á Balí segir mikla ringulreið hafa skapast á eyjunni þegar skjálftinn gekk yfir. Skjálfti af stærðinni 6,9 reið yfir Indónesísku eyjuna Lombok í gær sem er vinsæll sumardvalarstaður. Mannvirki skemmdust í skjálftanum og hafa um tíu þúsund manns verið brottfluttir af eyjunni. Þá hafa yfir 90 dauðsföll verið staðfest. Aldrei verið eins hrædd á ævinni Skjálftinn fannst einnig á öðrum nærliggjandi eyjum. Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir er stödd ásamt eiginmanni sínum á Balí þar sem þau eru í brúðkaupsferð og fundu þau vel fyrir skjálftanum. „Við vorum inni á veitingastað við hliðina á hótelinu og hann er allur gerður úr svona bambustrjám og svo allt í einu fór bara allt að titra og nötra og starfsfólkið sagði okkur að hlaupa bara út,“ segir Jóhanna í samtali við fréttastofu. Hún segir mikla ringulreið og örvæntingu hafa gripið um sig. „Ég bara hljóp út á strönd en mér var bannað að fara þangað þannig að við vorum bara þarna á götunni fyrir framan og ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni.“Eyðilegging í kjölfar skjálftans er mikil. Þessi mynd er frá Balí.Vísir/GEttyÞau hjónin eru nýlega komin til eyjunnar og eiga að óbreyttu eftir að vera í tvær vikur í Indónesíu en skoða nú hvort þau muni færa sig um set. „Við fórum upp á hótel en gátum ekki farið strax upp í herbergi af því það kom eftirskjálfti og við sváfum bara nánast ekki neitt um nóttina. Vorum bara með allt tilbúið við rúmið, peningana, vegabréfin, föt til þess að hlaupa út. Ég svaf í fötunum. Þannig að maður var mjög hræddur, þetta er bara það erfiðasta sem ég hef lent í,“ segir Jóhanna. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við fréttastofu að ráðuneytið hafi fengið spurn af tveimur Íslendingum á eyjunni Lombok. Þeir eru óhultir en hafa ekki verið nafngreindir.Frusu og allt varð svart Íslensk kona, Margrét Helgadóttir, var stödd á Gili-eyjum ásamt Katrínu Ingibjörgu Kristófersdóttur þegar skjálftinn varð á nágrannaeyjunni Lombok. Margrét hefur birt myndbönd á Facebook þar sem hún lýsir atburðarás gærdagsins. Hún segir þær Katrínu hafa orðið logandi hræddar þegar allt byrjaði að hristast. Þá séu þær „aumar á sálinni“ og langi heim. Eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Margrét ræðir einnig við AFP-fréttastofuna um skjálftann. „Við frusum bara, sem betur fer vorum við utandyra. Allt varð svart, það var hræðilegt,“ er haft eftir Margréti í viðtalinu. Asía - hamfarir Tengdar fréttir Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta 91 manns hafa látið lífið og 10.000 brottflutir af eyjunni Lombok í Indonesíu. 6. ágúst 2018 10:15 Tugir látnir eftir skjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 7,0 reið yfir indónesísku eyjuna Lombok í nótt. 5. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur fengið spurn af tveimur Íslendingum sem staddir eru á eyjunni Lombok í Indónesíu. Þeir eru báðir óhultir. Öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gær og varð hátt í hundrað manns að bana. Íslensk kona stödd á Balí segir mikla ringulreið hafa skapast á eyjunni þegar skjálftinn gekk yfir. Skjálfti af stærðinni 6,9 reið yfir Indónesísku eyjuna Lombok í gær sem er vinsæll sumardvalarstaður. Mannvirki skemmdust í skjálftanum og hafa um tíu þúsund manns verið brottfluttir af eyjunni. Þá hafa yfir 90 dauðsföll verið staðfest. Aldrei verið eins hrædd á ævinni Skjálftinn fannst einnig á öðrum nærliggjandi eyjum. Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir er stödd ásamt eiginmanni sínum á Balí þar sem þau eru í brúðkaupsferð og fundu þau vel fyrir skjálftanum. „Við vorum inni á veitingastað við hliðina á hótelinu og hann er allur gerður úr svona bambustrjám og svo allt í einu fór bara allt að titra og nötra og starfsfólkið sagði okkur að hlaupa bara út,“ segir Jóhanna í samtali við fréttastofu. Hún segir mikla ringulreið og örvæntingu hafa gripið um sig. „Ég bara hljóp út á strönd en mér var bannað að fara þangað þannig að við vorum bara þarna á götunni fyrir framan og ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni.“Eyðilegging í kjölfar skjálftans er mikil. Þessi mynd er frá Balí.Vísir/GEttyÞau hjónin eru nýlega komin til eyjunnar og eiga að óbreyttu eftir að vera í tvær vikur í Indónesíu en skoða nú hvort þau muni færa sig um set. „Við fórum upp á hótel en gátum ekki farið strax upp í herbergi af því það kom eftirskjálfti og við sváfum bara nánast ekki neitt um nóttina. Vorum bara með allt tilbúið við rúmið, peningana, vegabréfin, föt til þess að hlaupa út. Ég svaf í fötunum. Þannig að maður var mjög hræddur, þetta er bara það erfiðasta sem ég hef lent í,“ segir Jóhanna. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við fréttastofu að ráðuneytið hafi fengið spurn af tveimur Íslendingum á eyjunni Lombok. Þeir eru óhultir en hafa ekki verið nafngreindir.Frusu og allt varð svart Íslensk kona, Margrét Helgadóttir, var stödd á Gili-eyjum ásamt Katrínu Ingibjörgu Kristófersdóttur þegar skjálftinn varð á nágrannaeyjunni Lombok. Margrét hefur birt myndbönd á Facebook þar sem hún lýsir atburðarás gærdagsins. Hún segir þær Katrínu hafa orðið logandi hræddar þegar allt byrjaði að hristast. Þá séu þær „aumar á sálinni“ og langi heim. Eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Margrét ræðir einnig við AFP-fréttastofuna um skjálftann. „Við frusum bara, sem betur fer vorum við utandyra. Allt varð svart, það var hræðilegt,“ er haft eftir Margréti í viðtalinu.
Asía - hamfarir Tengdar fréttir Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta 91 manns hafa látið lífið og 10.000 brottflutir af eyjunni Lombok í Indonesíu. 6. ágúst 2018 10:15 Tugir látnir eftir skjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 7,0 reið yfir indónesísku eyjuna Lombok í nótt. 5. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta 91 manns hafa látið lífið og 10.000 brottflutir af eyjunni Lombok í Indonesíu. 6. ágúst 2018 10:15
Tugir látnir eftir skjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 7,0 reið yfir indónesísku eyjuna Lombok í nótt. 5. ágúst 2018 20:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent