Í frétt BBC kemur frað að embættismenn í Venesúela segir sprengjurnar hafa sprungið ekki langt frá forsetanum og fleiri ráðamönnum. Forsetinn hafi þó sloppið ómeiddur, en að sjö hermenn hafi særst. Talsmaður yfirvalda segir að um morðtilræði gegn forsetanum hafi verið að ræða.
Nokkrum sekúndum áður en sjónvarpsútsending rofnaði mátti sjá Maduro og fleiri ráðamenn horfa til himins og var þeim mjög brugðið.
Hátíðarhöldin í Caracas voru til að minnast 81 árs afmæli stofnunar þjóðvarðsliðs landsins.
Sjá má þegar útsendingin var rofin að neðan.