Hafa rætt við Hamrén Ingvi Þór skrifar 3. ágúst 2018 06:15 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að viðræður við Hamrén hafi átt sér stað. Vísir/Getty Knattspyrnusamband Íslands hefur rætt við Svíann Erik Hamrén um að taka við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Leitin að nýjum landsliðsþjálfara hefur staðið yfir síðan Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann væri hættur um miðjan síðasta mánuð. Fótbolti.net greindi fyrst frá því að KSÍ hefði átt í viðræðum við Hamrén. Í frétt vefmiðilsins kom fram að viðræðurnar væru langt á veg komnar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að viðræður við Hamrén hafi átt sér stað. „Við höfum rætt við Erik Hamrén,“ sagði Guðni en vildi ekki tjá sig nánar um hversu langt viðræðurnar væru komnar. Hann sagði þó að Hamrén væri ekki sá eini sem KSÍ hefði rætt við um að taka við landsliðinu. „Við höfum ekki bara rætt við hann heldur fleiri,“ sagði Guðni. Hamrén, sem er 61 árs, þjálfaði sænska landsliðið á árunum 2009-16. Hann tók við þjálfun þess af Lars Lagerbäck sem stýrði seinna íslenska landsliðinu ásamt Heimi með frábærum árangri. Undir stjórn Hamréns komst Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Sænska liðið vann 45 af 83 leikjum sínum með Hamrén við stjórnvölinn. Auk þess að hafa verið landsliðsþjálfari Svíþjóðar hefur Hamrén stýrt félagsliðum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á 30 ára þjálfaraferli. Hann gerði AaB að dönskum meisturum 2008 og Rosenborg að Noregsmeisturum 2009 og 2010. Þá gerði hann bæði AIK og Örgryte að bikarmeisturum í Svíþjóð á sínum tíma. Hamrén hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með sænska landsliðið eftir EM í Frakklandi 2016. Á morgun eru fimm vikur í næsta leik íslenska landsliðsins. Það mætir þá Sviss í St. Gallen í fyrsta leik sínum í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Guðni vonast til að ráða nýjan landsliðsþjálfara áður en langt um líður. „Ég vona að það verði fljótlega. En fæst orð bera minnsta ábyrgð í þessu,“ sagði formaðurinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur rætt við Svíann Erik Hamrén um að taka við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Leitin að nýjum landsliðsþjálfara hefur staðið yfir síðan Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann væri hættur um miðjan síðasta mánuð. Fótbolti.net greindi fyrst frá því að KSÍ hefði átt í viðræðum við Hamrén. Í frétt vefmiðilsins kom fram að viðræðurnar væru langt á veg komnar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að viðræður við Hamrén hafi átt sér stað. „Við höfum rætt við Erik Hamrén,“ sagði Guðni en vildi ekki tjá sig nánar um hversu langt viðræðurnar væru komnar. Hann sagði þó að Hamrén væri ekki sá eini sem KSÍ hefði rætt við um að taka við landsliðinu. „Við höfum ekki bara rætt við hann heldur fleiri,“ sagði Guðni. Hamrén, sem er 61 árs, þjálfaði sænska landsliðið á árunum 2009-16. Hann tók við þjálfun þess af Lars Lagerbäck sem stýrði seinna íslenska landsliðinu ásamt Heimi með frábærum árangri. Undir stjórn Hamréns komst Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Sænska liðið vann 45 af 83 leikjum sínum með Hamrén við stjórnvölinn. Auk þess að hafa verið landsliðsþjálfari Svíþjóðar hefur Hamrén stýrt félagsliðum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á 30 ára þjálfaraferli. Hann gerði AaB að dönskum meisturum 2008 og Rosenborg að Noregsmeisturum 2009 og 2010. Þá gerði hann bæði AIK og Örgryte að bikarmeisturum í Svíþjóð á sínum tíma. Hamrén hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með sænska landsliðið eftir EM í Frakklandi 2016. Á morgun eru fimm vikur í næsta leik íslenska landsliðsins. Það mætir þá Sviss í St. Gallen í fyrsta leik sínum í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Guðni vonast til að ráða nýjan landsliðsþjálfara áður en langt um líður. „Ég vona að það verði fljótlega. En fæst orð bera minnsta ábyrgð í þessu,“ sagði formaðurinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Sjá meira