Vonir og veðrabrigði Þorvaldur Gylfason skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Bangkok – Hann hét fullu nafni Phra Bat Somdet Phra Poraminthra Maha Chulalongkorn Phra Chunla Chom Klao Chao Yu Hua og var konungur Síams 1868-1910. Hann er betur þekktur sem Rama konungur V. Hann innleiddi nýja stjórnarhætti í Síam, sem heitir nú Taíland, afnam þrælahald og forðaði landinu undan ásælni erlendra nýlenduherra. Frökkum tókst að leggja undir sig Kambódíu, Laos og Víetnam í næsta nágrenni en ekki Síam. Bretar réðu Búrmu og Malasíu. Síam var því umkringt brezkum og frönskum nýlendum á alla vegu, eina sjálfstæða ríkið í Indókína.Kannski Noreg? Rama V fór til Evrópu 1897 að sækja sér fyrirmyndir og heimsótti þá m.a. Ítalíu, Sviss, Pólland, Rússland, Danmörku og Svíþjóð. Vel fór á með honum og Óskari II Svíakonungi, svo vel að Rama færði Óskari fíl að gjöf í kveðjuskyni. Hvernig endurgeldur maður svo veglega gjöf? spurði Óskar konungur æðstaráðgjafa sinn. Hvað get ég gefið Rama í staðinn? Kannski Noreg? spurði ráðgjafinn á móti. Norðmenn rufu konungssambandið við Svíþjóð 1905, tveim árum áður en Rama V kom aftur til Svíþjóðar 1907 á síðari yfirreið sinni um Evrópu og fór þá m.a. norður fyrir heimskautsbaug. Fyrsti háskóli Taílands, Chulalongkorn-háskóli, stofnaður 1917, heitir í höfuðið á Rama V en Rama V er þó trúlega frægastur í Evrópu og Ameríku fyrir söngleik Rodgers og Hammersteins, The King and I, og samnefnda kvikmynd þar sem Yul Brynner leikur Rama IV og Deborah Kerr leikur (fráskilda!) brezka kennslukonu sem kóngurinn fékk til að uppfræða konur sínar, Rama V og systkini hans. Tveir heimar takast á, þar er dramað, ástin blómstrar, börnin eru engin fyrirstaða, en allar þessar eiginkonur kóngsins í höllinni flækja stöðuna. Markaðsbúskapur og lýðræði Taíland er margfalt ríkara en grannlöndin mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann. Höfuðskýringin á þessum mikla mun er að Taíland var aldrei kommúnistaríki eins og Kambódía, Laos og Víetnam fyrir austan og Búrma sem heitir núna Mjanmar fyrir vestan. Taílendingar kusu heldur að stunda markaðsbúskap og fríverzlun að vestrænni fyrirmynd og vöktu heimsathygli fyrir góðan árangur í efnahagsmálum ásamt nokkrum öðrum löndum í Asíu og annars staðar. Herinn tók völdin í Taílandi 1932 og hélt þeim til 1973. Síðan þá hafa Taílendingar búið við lýðræði og herforingjaræði á víxl, t.d. við lýðræði 1995-2005 og aftur frá 2008 til 2013 þegar herinn tók völdin enn á ný. Búrma, Kambódía, Laos og Víetnam hafa á hinn bóginn ekki fengið að kynnast lýðræði nema í afskræmdri mynd. Bilin mjókka mishratt Menn tóku eftir miklum árangri Asíu-landanna um svipað leyti og kommúnisminn hrundi í Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra í Mið- og Austur-Evrópu 1989-1991. Hvort tveggja fyllti menn bjartsýni um efnahags- og lýðræðishorfur þessara landa. Sumar vonir rættust, aðrar ekki. Eistar drógu á Finna. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Eistlandi nam þriðjungi af kaupmætti þjóðartekna á mann í Finnlandi 2000 og tveim þriðju 2017. Eistar munu með sama áframhaldi standa jafnfætis Finnum innan tíðar eins og þeir gerðu árin milli heimsstyrjaldanna tveggja. Sumir áttu jafnvel von á að Taíland myndi sigla fram úr mörgum Evrópulöndum fyrir 2020 eða jafnvel fyrr líkt og t.d. Suður-Kórea, en svo fór ekki. Tökum Ísland. Munurinn á kaupmætti þjóðartekna á mann á Íslandi og í Taílandi var fimmfaldur 1990, fjórfaldur 2000 og þrefaldur 2017. Munurinn á Íslandi og Taílandi nú er því hinn sami og munurinn á Finnlandi og Eistlandi um aldamótin 2000. Bilið hefur mjókkað. Með sama áframhaldi mun það taka Taílendinga a.m.k. mannsaldur enn að loka gapinu. Mörg gömlu kommúnistaríkjanna hafa með líku lagi valdið vonbrigðum. Sums staðar, einkum í suðurríkjum Sovétríkjanna sálugu, hafa kommúnistar haldið áfram að deila og drottna eins og ekkert hafi í skorizt. Annars staðar, einkum í Póllandi og Ungverjalandi, daðra stjórnvöld við fasisma langt umfram leyfilega ESB-staðla. Í Póllandi var lögum breytt á þann veg að einstök framboð þurfa 5% kjörfylgi til að ná fulltrúum á þing og samsteypuframboð þurfa 8%. Þannig duttu 16% atkvæða niður dauð í kosningunum 2015 svo að stjórnarflokknum sem kennir sig við lög og rétt tókst að halda meiri hluta í þinginu með 38% atkvæða að baki sér. Allt var þetta með ráðum gert. Hljómar þetta kannski kunnuglega? Í alþingiskosningunum 2013 duttu 12% atkvæða niður dauð svo að gömlu helmingaskiptaflokkarnir náðu 60% þingsæta með 51% atkvæða að baki sér. Menn ganga mislangt Lýðræði á nú undir högg að sækja um allan heim. Bandaríkin eru ekki lengur óskorað lýðræðisríki, og það eru Ísland, Pólland og Ungverjaland ekki heldur. Bandarískir repúblikanar ganga langt til að svipta blökkumenn atkvæðisrétti. Báðir flokkarnir vestra breyta kjördæmamörkum frá einum þingkosningum til annarra í eiginhagsmunaskyni. Báðir ganga fyrir síauknum fjárstyrkjum auðmanna. Sumir ganga enn lengra. Hun Sen forsætisráðherra Kambódíu sl. 33 ár tryggði sér eitt kjörtímabil enn í kosningum á sunnudaginn var með því að loka sjálfstæðum fjölmiðlum og fangelsa leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Hæstiréttur bannaði stjórnarandstöðuflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Bangkok – Hann hét fullu nafni Phra Bat Somdet Phra Poraminthra Maha Chulalongkorn Phra Chunla Chom Klao Chao Yu Hua og var konungur Síams 1868-1910. Hann er betur þekktur sem Rama konungur V. Hann innleiddi nýja stjórnarhætti í Síam, sem heitir nú Taíland, afnam þrælahald og forðaði landinu undan ásælni erlendra nýlenduherra. Frökkum tókst að leggja undir sig Kambódíu, Laos og Víetnam í næsta nágrenni en ekki Síam. Bretar réðu Búrmu og Malasíu. Síam var því umkringt brezkum og frönskum nýlendum á alla vegu, eina sjálfstæða ríkið í Indókína.Kannski Noreg? Rama V fór til Evrópu 1897 að sækja sér fyrirmyndir og heimsótti þá m.a. Ítalíu, Sviss, Pólland, Rússland, Danmörku og Svíþjóð. Vel fór á með honum og Óskari II Svíakonungi, svo vel að Rama færði Óskari fíl að gjöf í kveðjuskyni. Hvernig endurgeldur maður svo veglega gjöf? spurði Óskar konungur æðstaráðgjafa sinn. Hvað get ég gefið Rama í staðinn? Kannski Noreg? spurði ráðgjafinn á móti. Norðmenn rufu konungssambandið við Svíþjóð 1905, tveim árum áður en Rama V kom aftur til Svíþjóðar 1907 á síðari yfirreið sinni um Evrópu og fór þá m.a. norður fyrir heimskautsbaug. Fyrsti háskóli Taílands, Chulalongkorn-háskóli, stofnaður 1917, heitir í höfuðið á Rama V en Rama V er þó trúlega frægastur í Evrópu og Ameríku fyrir söngleik Rodgers og Hammersteins, The King and I, og samnefnda kvikmynd þar sem Yul Brynner leikur Rama IV og Deborah Kerr leikur (fráskilda!) brezka kennslukonu sem kóngurinn fékk til að uppfræða konur sínar, Rama V og systkini hans. Tveir heimar takast á, þar er dramað, ástin blómstrar, börnin eru engin fyrirstaða, en allar þessar eiginkonur kóngsins í höllinni flækja stöðuna. Markaðsbúskapur og lýðræði Taíland er margfalt ríkara en grannlöndin mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann. Höfuðskýringin á þessum mikla mun er að Taíland var aldrei kommúnistaríki eins og Kambódía, Laos og Víetnam fyrir austan og Búrma sem heitir núna Mjanmar fyrir vestan. Taílendingar kusu heldur að stunda markaðsbúskap og fríverzlun að vestrænni fyrirmynd og vöktu heimsathygli fyrir góðan árangur í efnahagsmálum ásamt nokkrum öðrum löndum í Asíu og annars staðar. Herinn tók völdin í Taílandi 1932 og hélt þeim til 1973. Síðan þá hafa Taílendingar búið við lýðræði og herforingjaræði á víxl, t.d. við lýðræði 1995-2005 og aftur frá 2008 til 2013 þegar herinn tók völdin enn á ný. Búrma, Kambódía, Laos og Víetnam hafa á hinn bóginn ekki fengið að kynnast lýðræði nema í afskræmdri mynd. Bilin mjókka mishratt Menn tóku eftir miklum árangri Asíu-landanna um svipað leyti og kommúnisminn hrundi í Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra í Mið- og Austur-Evrópu 1989-1991. Hvort tveggja fyllti menn bjartsýni um efnahags- og lýðræðishorfur þessara landa. Sumar vonir rættust, aðrar ekki. Eistar drógu á Finna. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Eistlandi nam þriðjungi af kaupmætti þjóðartekna á mann í Finnlandi 2000 og tveim þriðju 2017. Eistar munu með sama áframhaldi standa jafnfætis Finnum innan tíðar eins og þeir gerðu árin milli heimsstyrjaldanna tveggja. Sumir áttu jafnvel von á að Taíland myndi sigla fram úr mörgum Evrópulöndum fyrir 2020 eða jafnvel fyrr líkt og t.d. Suður-Kórea, en svo fór ekki. Tökum Ísland. Munurinn á kaupmætti þjóðartekna á mann á Íslandi og í Taílandi var fimmfaldur 1990, fjórfaldur 2000 og þrefaldur 2017. Munurinn á Íslandi og Taílandi nú er því hinn sami og munurinn á Finnlandi og Eistlandi um aldamótin 2000. Bilið hefur mjókkað. Með sama áframhaldi mun það taka Taílendinga a.m.k. mannsaldur enn að loka gapinu. Mörg gömlu kommúnistaríkjanna hafa með líku lagi valdið vonbrigðum. Sums staðar, einkum í suðurríkjum Sovétríkjanna sálugu, hafa kommúnistar haldið áfram að deila og drottna eins og ekkert hafi í skorizt. Annars staðar, einkum í Póllandi og Ungverjalandi, daðra stjórnvöld við fasisma langt umfram leyfilega ESB-staðla. Í Póllandi var lögum breytt á þann veg að einstök framboð þurfa 5% kjörfylgi til að ná fulltrúum á þing og samsteypuframboð þurfa 8%. Þannig duttu 16% atkvæða niður dauð í kosningunum 2015 svo að stjórnarflokknum sem kennir sig við lög og rétt tókst að halda meiri hluta í þinginu með 38% atkvæða að baki sér. Allt var þetta með ráðum gert. Hljómar þetta kannski kunnuglega? Í alþingiskosningunum 2013 duttu 12% atkvæða niður dauð svo að gömlu helmingaskiptaflokkarnir náðu 60% þingsæta með 51% atkvæða að baki sér. Menn ganga mislangt Lýðræði á nú undir högg að sækja um allan heim. Bandaríkin eru ekki lengur óskorað lýðræðisríki, og það eru Ísland, Pólland og Ungverjaland ekki heldur. Bandarískir repúblikanar ganga langt til að svipta blökkumenn atkvæðisrétti. Báðir flokkarnir vestra breyta kjördæmamörkum frá einum þingkosningum til annarra í eiginhagsmunaskyni. Báðir ganga fyrir síauknum fjárstyrkjum auðmanna. Sumir ganga enn lengra. Hun Sen forsætisráðherra Kambódíu sl. 33 ár tryggði sér eitt kjörtímabil enn í kosningum á sunnudaginn var með því að loka sjálfstæðum fjölmiðlum og fangelsa leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Hæstiréttur bannaði stjórnarandstöðuflokkinn.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar