Hagkvæmara húsnæði Eyþór Arnalds skrifar 1. ágúst 2018 08:05 Húsnæðisvandinn í Reykjavík hefur orðið til þess að margir flytja í önnur sveitarfélög. Reykjanesbær og Árborg vaxa. Ungt fólk sem vill halda tryggð við hverfið sitt býr í meiri mæli enn í foreldrahúsum. Og svo hefur sá hópur vaxið hraðast sem hefur ekkert heimili; heimilislausir eru nú tvöfalt fleiri í Reykjavík en fyrir nokkrum árum síðan. Hvað veldur? Margt bendir til að vandinn sé heimatilbúinn. Skortur á hagkvæmum lóðum í Reykjavík, há byggingarréttargjöld og þungt stjórnkerfi hefur hækkað verð á íbúðum í borginni. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagt fram tillögur til úrbóta. Á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir kosningarnar lögðum við til að breytt væri skipulagi borgarinnar. Íbúðir væru leyfðar í Örfirisey, BSÍ reit, Keldum og Úlfarsárdal.Breytum kerfinu Bent hefur verið á að Reykjavík sé frekar dreifbýl borg. Það ætti því að vera tiltölulega ódýrt að þétta borgina. Sú leið að byggja nær eingöngu í grónum hverfum er hins vegar dýr. Með því að fara þá leið sem við höfum boðað myndi Reykjavík geta verið raunhæfur valkostur fyrir íbúðakaupendur. Og leigjendur. Annað sem við höfum lagt til er að byggingarréttargjaldi sé stillt í hóf. Þriðja atriðið er að kerfið verði einfaldara og skilvirkara. Með þessum þremur atriðum má lækka kostnað mikið, en talið er að eiginlegur byggingarkostnaður sé ekki nema rúmlega helmingur kostnaðarins. Hátt í helmingur fer í byggingarréttinn, hönnun, tafir samkvæmt tölum frá Samtökum Iðnaðarins. Rót vandans þarf að leysa. Samhliða þarf að fara í neyðarúrræði fyrir þá sem eru heimilislausir. Vandi þeirra er vandi okkar allra.Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjvík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Eyþór Arnalds Húsnæðismál Mest lesið Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Skoðun Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisvandinn í Reykjavík hefur orðið til þess að margir flytja í önnur sveitarfélög. Reykjanesbær og Árborg vaxa. Ungt fólk sem vill halda tryggð við hverfið sitt býr í meiri mæli enn í foreldrahúsum. Og svo hefur sá hópur vaxið hraðast sem hefur ekkert heimili; heimilislausir eru nú tvöfalt fleiri í Reykjavík en fyrir nokkrum árum síðan. Hvað veldur? Margt bendir til að vandinn sé heimatilbúinn. Skortur á hagkvæmum lóðum í Reykjavík, há byggingarréttargjöld og þungt stjórnkerfi hefur hækkað verð á íbúðum í borginni. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagt fram tillögur til úrbóta. Á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir kosningarnar lögðum við til að breytt væri skipulagi borgarinnar. Íbúðir væru leyfðar í Örfirisey, BSÍ reit, Keldum og Úlfarsárdal.Breytum kerfinu Bent hefur verið á að Reykjavík sé frekar dreifbýl borg. Það ætti því að vera tiltölulega ódýrt að þétta borgina. Sú leið að byggja nær eingöngu í grónum hverfum er hins vegar dýr. Með því að fara þá leið sem við höfum boðað myndi Reykjavík geta verið raunhæfur valkostur fyrir íbúðakaupendur. Og leigjendur. Annað sem við höfum lagt til er að byggingarréttargjaldi sé stillt í hóf. Þriðja atriðið er að kerfið verði einfaldara og skilvirkara. Með þessum þremur atriðum má lækka kostnað mikið, en talið er að eiginlegur byggingarkostnaður sé ekki nema rúmlega helmingur kostnaðarins. Hátt í helmingur fer í byggingarréttinn, hönnun, tafir samkvæmt tölum frá Samtökum Iðnaðarins. Rót vandans þarf að leysa. Samhliða þarf að fara í neyðarúrræði fyrir þá sem eru heimilislausir. Vandi þeirra er vandi okkar allra.Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjvík
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar