Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar íhugar málaferli gegn Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2018 19:02 John Brennan, fyrrum yfirmaður CIA, leitar nú ráða lögfróðra manna. Vísir/Getty John Brennan, fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, íhugar nú að höfða mál gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump afturkallaði öryggisheimild Brennans. Þegar fregnir bárust af því að forsetinn hefði ákveðið að afturkalla öryggisheimildina taldi Hvíta húsið til nokkrar ástæður fyrri ákvörðuninni, þar á meðal að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Þetta samræmist þó ekki því sem Trump sjálfur gaf upp í viðtali við Wall Street Journal, þar sem hann greindi frá því að ein af ástæðunum hafi verið sú staðreynd að Brennan var tengdur hinni svokölluðu Rússarannsókn sem nú stendur yfir. Nú segist Brennan vera að íhuga málaferli gegn Trump sökum ákvörðunarinnar eftir að margir málsmetandi lögmenn hafi sett sig í samband við hann. Þá sagði hann ákvörðun Trumps um að afturkalla öryggisheimildina vera leið forsetans til þess að hræða aðra ríkisstarfsmenn frá því að gagnrýna Trump. „Þetta voru augljós skilaboð um það að ef þú ferð gegn honum mun hann svífast einskis til þess að refsa þér,” sagði Brennan. Þá kallaði Brennan ákvörðunina dæmi um „svívirðilega“ nálgun Trumps á eigið vald. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að svona hlutir komi fyrir í framtíðinni og ef ég þarf að fara fyrir dómstóla til þess þá geri ég það.“ Erlent Tengdar fréttir Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Tólf leyniþjónustumenn úr báðum flokkum og aðmíráll sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn gagnrýna meðferð Trump forseta á fyrrverandi forstjóra CIA. 17. ágúst 2018 10:16 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
John Brennan, fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, íhugar nú að höfða mál gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump afturkallaði öryggisheimild Brennans. Þegar fregnir bárust af því að forsetinn hefði ákveðið að afturkalla öryggisheimildina taldi Hvíta húsið til nokkrar ástæður fyrri ákvörðuninni, þar á meðal að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Þetta samræmist þó ekki því sem Trump sjálfur gaf upp í viðtali við Wall Street Journal, þar sem hann greindi frá því að ein af ástæðunum hafi verið sú staðreynd að Brennan var tengdur hinni svokölluðu Rússarannsókn sem nú stendur yfir. Nú segist Brennan vera að íhuga málaferli gegn Trump sökum ákvörðunarinnar eftir að margir málsmetandi lögmenn hafi sett sig í samband við hann. Þá sagði hann ákvörðun Trumps um að afturkalla öryggisheimildina vera leið forsetans til þess að hræða aðra ríkisstarfsmenn frá því að gagnrýna Trump. „Þetta voru augljós skilaboð um það að ef þú ferð gegn honum mun hann svífast einskis til þess að refsa þér,” sagði Brennan. Þá kallaði Brennan ákvörðunina dæmi um „svívirðilega“ nálgun Trumps á eigið vald. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að svona hlutir komi fyrir í framtíðinni og ef ég þarf að fara fyrir dómstóla til þess þá geri ég það.“
Erlent Tengdar fréttir Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Tólf leyniþjónustumenn úr báðum flokkum og aðmíráll sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn gagnrýna meðferð Trump forseta á fyrrverandi forstjóra CIA. 17. ágúst 2018 10:16 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Tólf leyniþjónustumenn úr báðum flokkum og aðmíráll sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn gagnrýna meðferð Trump forseta á fyrrverandi forstjóra CIA. 17. ágúst 2018 10:16
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26