Fé til höfuðs eiturlyfjabaróns rúmlega 170 milljónir króna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2018 22:26 Mexíkóska lögreglan vinnur nú með bandarísku fíkniefnalögreglunni að því að knésetja einn aldræmdasta eiturlyfjabarón síðari ára. Vísir/Getty Yfirvöld í Mexíkó hafa tilkynnt að fé til höfuðs einum mest eftirlýsta glæpamanni landsins, Nemesio Oseguera Cervantes, einnig þekktur sem „El Mencho,“ sé nú orðið 30 milljón pesóar. Sú upphæð jafngildir rúmlega 171 milljón íslenskra króna. Hin himinháa upphæð stendur til boða hverjum þeim sem getur veitt yfirvöldum upplýsingar um eiturlyfjabaróninn, en hann er höfuðpaur Jalisco New Generation eiturlyfjahringsins, sem hefur á síðustu misserum beitt miklu ofbeldi í tilraunum til að koma í veg fyrir að yfirvöld nái í skottið á Oseguera, meðal annars með því að þvera vegi og stöðva þannig umferð, auk þess að stela farartækjum þegar yfirvöld hafa verið að nálgast höfuðpaurinn. Tilkynningin kom í kjölfar þess að yfirvöld í Mexíkó ákváðu að vinna nánar með bandarísku fíkniefnalögreglunni að því að uppræta eiturlyfjasmygl. Þá munu aðilarnir leggja meiri áherslu á alþjóðlegar rannsónir á málum sem snúa að fíkniefnasmygli og öðru slíku athæfi. Oseguera er einn allra valdamesti eiturlyfjasmyglari sem enn gengur laus, en hann hefur forðast handtöku í tæpan áratug. Erlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Yfirvöld í Mexíkó hafa tilkynnt að fé til höfuðs einum mest eftirlýsta glæpamanni landsins, Nemesio Oseguera Cervantes, einnig þekktur sem „El Mencho,“ sé nú orðið 30 milljón pesóar. Sú upphæð jafngildir rúmlega 171 milljón íslenskra króna. Hin himinháa upphæð stendur til boða hverjum þeim sem getur veitt yfirvöldum upplýsingar um eiturlyfjabaróninn, en hann er höfuðpaur Jalisco New Generation eiturlyfjahringsins, sem hefur á síðustu misserum beitt miklu ofbeldi í tilraunum til að koma í veg fyrir að yfirvöld nái í skottið á Oseguera, meðal annars með því að þvera vegi og stöðva þannig umferð, auk þess að stela farartækjum þegar yfirvöld hafa verið að nálgast höfuðpaurinn. Tilkynningin kom í kjölfar þess að yfirvöld í Mexíkó ákváðu að vinna nánar með bandarísku fíkniefnalögreglunni að því að uppræta eiturlyfjasmygl. Þá munu aðilarnir leggja meiri áherslu á alþjóðlegar rannsónir á málum sem snúa að fíkniefnasmygli og öðru slíku athæfi. Oseguera er einn allra valdamesti eiturlyfjasmyglari sem enn gengur laus, en hann hefur forðast handtöku í tæpan áratug.
Erlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira