Hið ófyrirsjáanlega Guðmundur Steingrímsson skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Ég er framtíðarnörd, svokallað. Mér finnst afskaplega gaman að tala um framtíðarspár, horfa á framtíðarmyndir, lesa framtíðarbækur og pæla í tækninýjungum sem eru handan við hornið. Sjónvarpsþættirnir Nýjasta tækni og vísindi voru alltaf í miklu uppáhaldi, þar sem Sigurður H. Richter sagði frá nýjustu uppgötvunum vísindamanna við Ohio-háskóla, og víðar, og kannaði kosti flugbíla. Ég get auðveldlega eyðilagt matarboð ef ég finn hjá öðrum gesti – einn nægir – áhuga á leyndardómum framtíðarinnar. Ég get orðið algerlega ónæmur fyrir leiða annarra gesta þegar við gjörsamlega gleymum okkur í óðamála samræðu um möguleika gervigreindar og hvað ofurtölva í náinni framtíð getur orðið rosalega öflug, jafnvel hættuleg. Ég skil ekki að fólki finnist þetta ekki spennandi. Þetta er augjóslega mjög spennandi.Þáið og núið Svo kemur allt í einu framtíðin. Það er hið skemmtilega og athyglisverða við það að vera framtíðarnörd. Skyndilega er framtíðin hér. Þá getur maður borið saman þáið og núið. Eftir því sem árin færast yfir og nútíðin býr til sífellt meiri raunveruleika safnast upp í hugarfylgsni framtíðarnördsins dálítið bitastæð vitneskja. Hvað segja gömlu framtíðarspárnar um okkur sem manneskjur og á hvaða hátt er raunveruleikinn öðruvísi en spárnar, draumarnir og væntingarnar? Það hvernig allt fer í raun og veru á annan veg, það er athyglisvert. Og það hvernig sumt rætist á lúmskan hátt, jafnvel án þess að maður taki eftir því, það er líka athyglisvert. Núna er 2018. Árið 1988 þegar ég var að byrja í menntaskóla – þar sem ég varð einmitt, nema hvað, forseti Framtíðarinnar – var árið 2018 stjarnfræðilega langt í burtu. Það var svo langt í burtu að maður náði ekki utan um það í hausnum. Maður gat bara ímyndað sér til aldamóta, og varla svo langt. Árið 2018 var handanheimur. Þá yrðu pottþétt allir komnir á flugbíla, eða einfaldlega hættir að vera til nema sem heilar í hangandi tölvutengdum sekkjum í geimvöruskemmum. Ekki bein lína Austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein hitti naglann á höfuðið þegar hann skilgreindi í skrifum sínum algenga hugsanavillu sem gætir mjög í pælingum fólks um framtíðina. Okkur hættir til að hugsa um framrás tímans sem beina línu, þar sem eitt leiðir skipulega af öðru. Heimur versnandi fer er dæmi um svona hugsunarhátt. Þá söfnum við saman í huganum öllu því slæma sem er í gangi í samtíma okkar og gerum ráð fyrir að það muni vaxa. En þannig eru hlutirnir alls ekki. Línan er alltaf að breytast. Óvæntar uppgötvanir geta gjörbreytt öllum forsendum og allt fer skyndilega á allt annan veg. Einhvern tímann gæti til dæmis einhver manneskja í meistaraprófsritgerð við kínverskan háskóla skyndilega fundið leið til þess að ferðast milli skammtafræðilegra vídda, eða eitthvað, og á þeirri stundu verður allt líf á jörðu og öll vitneskja okkar um heiminn gjörbreytt. Eða einfaldlega að hugsunarháttur breytist. Það er annað dæmi um ólínulaga þróun og oft fullkomlega ófyrirsjáanlega. Kem ég þá að því sem ég ætlaði í raun og veru að segja í þessari grein, áður en ég gleymdi mér í framtíðarnördaskap mínum: Maraþonið og Gay Pride Um næstu helgi er Reykjavíkurmaraþon. Fyrsta maraþonið var haldið árið 1984. Þá tóku um 200 manns þátt, mestmegnis sérvitringar auðvitað því í þá daga þótti fólk léttundarlegt ef það hljóp að ástæðulausu og án þess að nokkur væri að elta það. Talað var um að trimma eða jogga. Hugmyndir manna um framtíðina á þessum tíma endurspegluðust í kvikmyndum einsog til dæmis Escape From New York, Mad Max, Planet of the Apes og Blade Runner. Allt átti að þróast á versta veg. Framtíðin var kviksyndi, markviss og óhjákvæmileg þróun í átt að villimannslegum heimi glæpa og hnignunar. Enda voru margar stórborgir heimsins að þróast í þá átt. En svo gerist bara eitthvað allt annað. Ég held að enginn hafi spáð því fyrir þrjátíu árum að veruleikinn árið 2018 myndi til dæmis einkennast af mikilli heilsuvakningu. Fólk væri heilbrigðara, það hreyfði sig miklu meira, liti betur út og spáði rosalega mikið í mataræði og lífsstíl. Nú taka vel ríflega tíu þúsund manns þátt í öllum hlaupum Reykjavíkurmaraþonsins og á ári hverju eru haldnar fullt af alls konar öðrum keppnum í hinum og þessum útisportum sem fólk er sólgið í að spreyta sig á. Hvað gerðist? Af hverju erum við ekki öll í skítugum stakk í eyðimörk að berjast við tölvuvélmenni? Er árið ekki 2018? Það sem gerðist er ósköp einfalt en þó ótrúlega ófyrirsjáanlegt: Hugarfarsbreyting mannsandans. Þær eru magnaðar. Í þeim felst gífurleg von. Ein slík, kraftmikil og fögur, birtist okkur um liðna helgi í Gay Pride. Önnur mun birtast okkur um þá næstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Hinsegin Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er framtíðarnörd, svokallað. Mér finnst afskaplega gaman að tala um framtíðarspár, horfa á framtíðarmyndir, lesa framtíðarbækur og pæla í tækninýjungum sem eru handan við hornið. Sjónvarpsþættirnir Nýjasta tækni og vísindi voru alltaf í miklu uppáhaldi, þar sem Sigurður H. Richter sagði frá nýjustu uppgötvunum vísindamanna við Ohio-háskóla, og víðar, og kannaði kosti flugbíla. Ég get auðveldlega eyðilagt matarboð ef ég finn hjá öðrum gesti – einn nægir – áhuga á leyndardómum framtíðarinnar. Ég get orðið algerlega ónæmur fyrir leiða annarra gesta þegar við gjörsamlega gleymum okkur í óðamála samræðu um möguleika gervigreindar og hvað ofurtölva í náinni framtíð getur orðið rosalega öflug, jafnvel hættuleg. Ég skil ekki að fólki finnist þetta ekki spennandi. Þetta er augjóslega mjög spennandi.Þáið og núið Svo kemur allt í einu framtíðin. Það er hið skemmtilega og athyglisverða við það að vera framtíðarnörd. Skyndilega er framtíðin hér. Þá getur maður borið saman þáið og núið. Eftir því sem árin færast yfir og nútíðin býr til sífellt meiri raunveruleika safnast upp í hugarfylgsni framtíðarnördsins dálítið bitastæð vitneskja. Hvað segja gömlu framtíðarspárnar um okkur sem manneskjur og á hvaða hátt er raunveruleikinn öðruvísi en spárnar, draumarnir og væntingarnar? Það hvernig allt fer í raun og veru á annan veg, það er athyglisvert. Og það hvernig sumt rætist á lúmskan hátt, jafnvel án þess að maður taki eftir því, það er líka athyglisvert. Núna er 2018. Árið 1988 þegar ég var að byrja í menntaskóla – þar sem ég varð einmitt, nema hvað, forseti Framtíðarinnar – var árið 2018 stjarnfræðilega langt í burtu. Það var svo langt í burtu að maður náði ekki utan um það í hausnum. Maður gat bara ímyndað sér til aldamóta, og varla svo langt. Árið 2018 var handanheimur. Þá yrðu pottþétt allir komnir á flugbíla, eða einfaldlega hættir að vera til nema sem heilar í hangandi tölvutengdum sekkjum í geimvöruskemmum. Ekki bein lína Austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein hitti naglann á höfuðið þegar hann skilgreindi í skrifum sínum algenga hugsanavillu sem gætir mjög í pælingum fólks um framtíðina. Okkur hættir til að hugsa um framrás tímans sem beina línu, þar sem eitt leiðir skipulega af öðru. Heimur versnandi fer er dæmi um svona hugsunarhátt. Þá söfnum við saman í huganum öllu því slæma sem er í gangi í samtíma okkar og gerum ráð fyrir að það muni vaxa. En þannig eru hlutirnir alls ekki. Línan er alltaf að breytast. Óvæntar uppgötvanir geta gjörbreytt öllum forsendum og allt fer skyndilega á allt annan veg. Einhvern tímann gæti til dæmis einhver manneskja í meistaraprófsritgerð við kínverskan háskóla skyndilega fundið leið til þess að ferðast milli skammtafræðilegra vídda, eða eitthvað, og á þeirri stundu verður allt líf á jörðu og öll vitneskja okkar um heiminn gjörbreytt. Eða einfaldlega að hugsunarháttur breytist. Það er annað dæmi um ólínulaga þróun og oft fullkomlega ófyrirsjáanlega. Kem ég þá að því sem ég ætlaði í raun og veru að segja í þessari grein, áður en ég gleymdi mér í framtíðarnördaskap mínum: Maraþonið og Gay Pride Um næstu helgi er Reykjavíkurmaraþon. Fyrsta maraþonið var haldið árið 1984. Þá tóku um 200 manns þátt, mestmegnis sérvitringar auðvitað því í þá daga þótti fólk léttundarlegt ef það hljóp að ástæðulausu og án þess að nokkur væri að elta það. Talað var um að trimma eða jogga. Hugmyndir manna um framtíðina á þessum tíma endurspegluðust í kvikmyndum einsog til dæmis Escape From New York, Mad Max, Planet of the Apes og Blade Runner. Allt átti að þróast á versta veg. Framtíðin var kviksyndi, markviss og óhjákvæmileg þróun í átt að villimannslegum heimi glæpa og hnignunar. Enda voru margar stórborgir heimsins að þróast í þá átt. En svo gerist bara eitthvað allt annað. Ég held að enginn hafi spáð því fyrir þrjátíu árum að veruleikinn árið 2018 myndi til dæmis einkennast af mikilli heilsuvakningu. Fólk væri heilbrigðara, það hreyfði sig miklu meira, liti betur út og spáði rosalega mikið í mataræði og lífsstíl. Nú taka vel ríflega tíu þúsund manns þátt í öllum hlaupum Reykjavíkurmaraþonsins og á ári hverju eru haldnar fullt af alls konar öðrum keppnum í hinum og þessum útisportum sem fólk er sólgið í að spreyta sig á. Hvað gerðist? Af hverju erum við ekki öll í skítugum stakk í eyðimörk að berjast við tölvuvélmenni? Er árið ekki 2018? Það sem gerðist er ósköp einfalt en þó ótrúlega ófyrirsjáanlegt: Hugarfarsbreyting mannsandans. Þær eru magnaðar. Í þeim felst gífurleg von. Ein slík, kraftmikil og fögur, birtist okkur um liðna helgi í Gay Pride. Önnur mun birtast okkur um þá næstu.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun