Hátiðin hófst á svonefndu súpukvöldi þar sem Dalvíkingar bjóða gestum og gangandi inn á heimili sín til þess að þiggja fiskisúpu. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóra Fiskidagsins, segir fjölda fólks á svæðinu og gleðin hafi verið allsráðandi.
Í dag er gestum hátíðarinnar boðið upp á fiskrétti til klukkan 17:00 en Júlíus segir að fimm eða sex nýir réttir séu á matseðlinum í ár. Þá ber nú svo til að á fiskisýningu þar sem um tvö hundruð fiskar eru til sýnis er sjaldgæfur sleggjuháfur í aðalhlutverki. Slíkt dýr hefur ekki áður verið til sýnis á hátíðinni.
Veðrið á Dalvík er með besta móti að sögn Júlíusar, þar sjáist í heiðan himinn þó að þoka sé ekki fjarri.
„Það er þetta týpíska Fiskidagsveður. Við höfum verið afskaplega heppin öll þessi ári,“ segir hann.