Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 10:51 Vigfús starfaði sem boccia-þjálfari á Akureyri um árabil. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Guðrúnu Karítas Garðarsdóttur af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum. Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. Eins og greint hefur verið frá hefur Vigfús verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.„Ég skal drepa þig helvítið þitt“ Í dómi héraðsdóms kemur fram að þann 17. ágúst 2017 leitaði Guðrún Karítas til lögreglunnar og lýsti áhyggjum sínum yfir því að Vigfús hefði sent dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms skilaboð. Hún óttaðist að hann myndi reyna að fá stúlkuna til að hitta sig. Þá hafi Guðrún Karítas einnig skýrt frá því að hún hefði farið á vinnustað Vigfúsar sama dag, „misst sig“ við hann og öskrað á hann að hann skyldi láta dóttur hennar í friði. Var Guðrún Karítas ákærð fyrir að hóta Vigfúsi með eftirfarandi ummælum: „Ég skal drepa þig helvítið þitt“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“, að því er segir í dómi héraðsdóms.Sjá einnig: Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun GuðrúnarVigfús við aðalmeðferð málsins í júní.Fréttablaðið/AuðunnÞá liggur fyrir að daginn eftir, 18. ágúst 2017, leitaði Vigfús til lögreglu og vildi tilkynna að ákærða hefði komið á vinnustað hans, mjög æst, ausið hann skömmum og sagst myndu drepa hann eða fá menn til að drepa hann. Þetta hafi verið vegna þess að hann hefði þennan morgun sent dóttur ákærðu skilaboð og spurt hvað hún segði gott.Talið fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir Í dómnum kemur fram að Guðrún Karítas játaði að hafa komið í afgreiðsluna og hafa sagst myndu drepa Vigfús. Það hafi hún þó misst út úr sér í reiði en ekki meint bókstaflega. Þá staðfesti Vigfús að hótunin hefði verið skilyrt á þann veg að Guðrún Karítas hefði sagt að hún myndi drepa hann ef hann hefði samband við dóttur hennar og verður við það miðað. Þá verður talið ósannað að Guðrún Karítas hafi með ummælum sínum vakið ótta Vigfúsar. Einnig var litið til þess að augljóst hlýtur að hafa verið að Guðrún Karítas var í reiðikasti og fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir. Hún verði því sýknuð. Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Guðrúnu Karítas Garðarsdóttur af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum. Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. Eins og greint hefur verið frá hefur Vigfús verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.„Ég skal drepa þig helvítið þitt“ Í dómi héraðsdóms kemur fram að þann 17. ágúst 2017 leitaði Guðrún Karítas til lögreglunnar og lýsti áhyggjum sínum yfir því að Vigfús hefði sent dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms skilaboð. Hún óttaðist að hann myndi reyna að fá stúlkuna til að hitta sig. Þá hafi Guðrún Karítas einnig skýrt frá því að hún hefði farið á vinnustað Vigfúsar sama dag, „misst sig“ við hann og öskrað á hann að hann skyldi láta dóttur hennar í friði. Var Guðrún Karítas ákærð fyrir að hóta Vigfúsi með eftirfarandi ummælum: „Ég skal drepa þig helvítið þitt“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“, að því er segir í dómi héraðsdóms.Sjá einnig: Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun GuðrúnarVigfús við aðalmeðferð málsins í júní.Fréttablaðið/AuðunnÞá liggur fyrir að daginn eftir, 18. ágúst 2017, leitaði Vigfús til lögreglu og vildi tilkynna að ákærða hefði komið á vinnustað hans, mjög æst, ausið hann skömmum og sagst myndu drepa hann eða fá menn til að drepa hann. Þetta hafi verið vegna þess að hann hefði þennan morgun sent dóttur ákærðu skilaboð og spurt hvað hún segði gott.Talið fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir Í dómnum kemur fram að Guðrún Karítas játaði að hafa komið í afgreiðsluna og hafa sagst myndu drepa Vigfús. Það hafi hún þó misst út úr sér í reiði en ekki meint bókstaflega. Þá staðfesti Vigfús að hótunin hefði verið skilyrt á þann veg að Guðrún Karítas hefði sagt að hún myndi drepa hann ef hann hefði samband við dóttur hennar og verður við það miðað. Þá verður talið ósannað að Guðrún Karítas hafi með ummælum sínum vakið ótta Vigfúsar. Einnig var litið til þess að augljóst hlýtur að hafa verið að Guðrún Karítas var í reiðikasti og fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir. Hún verði því sýknuð.
Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37