Líður eins og barni á jólunum Kristinn Páll skrifar 25. ágúst 2018 07:30 Þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins kynnti í gær leikmannahópinn fyrir fyrsta leikinn undir stjórn Eriks Hamrén. Sá sænski gat ekki beðið eftir því að koma til móts við liðið og hefja vegferðina saman. vísir/vilhelm Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, kynntu í gær hvaða 23 leikmenn þeir hefðu valið í fyrsta landsliðsverkefnið undir stjórn Hamrén gegn Sviss og Belgíu. Fram undan eru tveir leikir, einn ytra gegn Sviss og einn á Laugardalsvelli gegn bronsliðinu frá HM, Belgíu, í Þjóðadeild UEFA. Þeir gera alls fimm breytingar á leikmannahópnum sem fór til Rússlands í sumar, hvorki Alfreð Finnbogason né Aron Einar Gunnarson gátu gefið kost á sér vegna meiðsla en endurkoma Kolbeins Sigþórssonar er fagnaðarefni fyrir landsliðið. Kynntu þeir landsliðshópinn í gær, rúmum tveimur vikum eftir að hafa tekið við liðinu, og vakti það athygli að þeir virtust hafa tekist að fá Ragnar Sigurðsson aftur inn í landsliðið. Miðvörðurinn sterki gaf það út eftir HM að hann væri hættur með landsliðinu en Hamrén hafði undir eins orð á því að hann hefði áhuga á að fá Ragnar aftur inn í hópinn. „Það er enginn aldur á honum, 32 ára gamall og líkamlega vel á sig kominn, laus við stórvægileg meiðsli. Hann er mikill fagmaður og hugsar rétt um líkama sinn og ætti að eiga nóg eftir á tanknum en hann þurfti að finna þetta með sjálfum sér. Hann fann það með hjartanu að hann langaði að halda áfram með landsliðinu og vinna áfram í þessari vegferð sem við erum á,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari liðsins, eftir blaðamannafundinn í gær. Fyrsta verkefni landsliðsins er brösugt og fær Ísland stuttan undirbúningstíma.Öll púslin að koma saman „Það er góð tilfinning að vera búnir að ganga frá þessu. Við erum búnir að eyða miklum tíma saman að skoða leikmenn og hann verið að mynda sér skoðun á leikmönnum. Ég vildi ekki hafa of mikil áhrif á skoðun hans í byrjun svo að hann kæmi að hreinu borði. Við fórum að þrengja hópinn og teljum að þetta séu bestu 23 leikmennirnir í þetta verkefni þótt það séu margir að banka á dyrnar. Við erum eins vel undirbúnir og hægt er miðað við stuttan undirbúning og nú eru öll púslin að koma saman,“ sagði Freyr og tók Erik í sama streng. „Það er heilmikil vinna að baki, því að ég þurfti að skoða marga leikmenn. Ég ræddi mikið við Frey um leikmenn en þetta hefur verið ánægjulegt og ég er spenntur að hefja æfingar og hitta leikmennina og starfsfólkið í fyrsta sinn. Mér líður eins og barni á jólunum, ég er það spenntur. Vegferð okkar saman fer að hefjast,“ sagði Hamrén og bætti við: „Það er alltaf erfitt að velja leikmannahóp, ekki bara þegar þú ert að gera það í fyrsta sinn. Það eru alltaf einhverjir leikmenn sem eru á mörkunum að komast í liðið en við erum búnir að taka ákvörðun og erum ánægðir með niðurstöðuna.“ Hamrén sagðist ekki geta tekið leikmenn í þetta verkefni sem tilraunastarfsemi og hafa allir leikmennirnir verið í kringum landsliðið á síðustu árum. „Leikmennirnir sem koma inn í hópinn hafa verið í kringum hópinn á síðustu árum og þekkja umhverfið. Við erum ekki að taka marga leikmenn í tilraunastarfsemi í dag enda að fara í keppnisleiki en það verður skoðað betur í æfingarleikjum. Það verða einhverjar breytingar en ekki of margar. Ísland er búið að gera frábæra hluti undir stjórn Lars og Heimis og það væri heimskulegt að gjörbreyta öllu. Það má fínpússa hluti en við munum halda áfram að notast við sömu gildi.“ Freyr talaði af virðingu um lið Sviss og Belgíu enda tvö gríðarlega sterk lið. „Þetta eru tvö frábær lið sem er eðlilegt þar sem við erum í efstu deild. Þetta verður krefjandi og eðlilega ættum við að lenda í neðsta sæti en hugarfarið hjá íslensku þjóðinni og þessum strákum er að þeir geti unnið alla, hvar sem er og hvenær sem er. Við vitum hvaða styrkleika þessi lið hafa og þau þekkja okkar en þau taka okkur alvarlega og hræðast okkur á ýmsan hátt.“ Þjóðin spennt að sjá Kolbein Kolbeinn Sigþórsson snýr aftur í landsliðið og gæti fengið fyrstu mínútur sínar fyrir landsliðið í rúm tvö ár. Freyr var afar sáttur að geta kallað hann til og sagði hann í góðu standi líkamlega þó að hann sé út í kuldanum hjá félagsliði sínu, Nantes í Frakklandi. „Það eru frábærar fréttir að Kolbeinn sé heill heilsu, við erum spenntir að vinna með honum og ég held að þjóðin sé spennt að sjá hann. Það vita allir hvað hann getur, hann hefur verið duglegur að skora fyrir landsliðið og ef við náum honum í sitt besta stand erum við að fá frábæran leikmann í liðið. Strákarnir þekkja flestir að spila með honum og þekkja styrkleika hans. Hann tekur mikið til sín á vellinum og þegar hann fær færi nýtir hann þau yfirleitt.“ Það eru erfið tvö ár að baki hjá Kolbeini sem hefur glímt við þrálát meiðsli. „Fyrsta símtalið var bara til að kanna stöðuna á honum, hvernig heilsan væri. Ég fékk senda skýrslu um að hann væri í flottu standi en fær bara ekki að spila hjá félaginu sínu sem er að reyna að selja hann. Þá heyrði Erik í honum um hlutverkið sem við ætlum honum, að koma inn og valda usla í 15-20 mínútur sem gekk vel.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, kynntu í gær hvaða 23 leikmenn þeir hefðu valið í fyrsta landsliðsverkefnið undir stjórn Hamrén gegn Sviss og Belgíu. Fram undan eru tveir leikir, einn ytra gegn Sviss og einn á Laugardalsvelli gegn bronsliðinu frá HM, Belgíu, í Þjóðadeild UEFA. Þeir gera alls fimm breytingar á leikmannahópnum sem fór til Rússlands í sumar, hvorki Alfreð Finnbogason né Aron Einar Gunnarson gátu gefið kost á sér vegna meiðsla en endurkoma Kolbeins Sigþórssonar er fagnaðarefni fyrir landsliðið. Kynntu þeir landsliðshópinn í gær, rúmum tveimur vikum eftir að hafa tekið við liðinu, og vakti það athygli að þeir virtust hafa tekist að fá Ragnar Sigurðsson aftur inn í landsliðið. Miðvörðurinn sterki gaf það út eftir HM að hann væri hættur með landsliðinu en Hamrén hafði undir eins orð á því að hann hefði áhuga á að fá Ragnar aftur inn í hópinn. „Það er enginn aldur á honum, 32 ára gamall og líkamlega vel á sig kominn, laus við stórvægileg meiðsli. Hann er mikill fagmaður og hugsar rétt um líkama sinn og ætti að eiga nóg eftir á tanknum en hann þurfti að finna þetta með sjálfum sér. Hann fann það með hjartanu að hann langaði að halda áfram með landsliðinu og vinna áfram í þessari vegferð sem við erum á,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari liðsins, eftir blaðamannafundinn í gær. Fyrsta verkefni landsliðsins er brösugt og fær Ísland stuttan undirbúningstíma.Öll púslin að koma saman „Það er góð tilfinning að vera búnir að ganga frá þessu. Við erum búnir að eyða miklum tíma saman að skoða leikmenn og hann verið að mynda sér skoðun á leikmönnum. Ég vildi ekki hafa of mikil áhrif á skoðun hans í byrjun svo að hann kæmi að hreinu borði. Við fórum að þrengja hópinn og teljum að þetta séu bestu 23 leikmennirnir í þetta verkefni þótt það séu margir að banka á dyrnar. Við erum eins vel undirbúnir og hægt er miðað við stuttan undirbúning og nú eru öll púslin að koma saman,“ sagði Freyr og tók Erik í sama streng. „Það er heilmikil vinna að baki, því að ég þurfti að skoða marga leikmenn. Ég ræddi mikið við Frey um leikmenn en þetta hefur verið ánægjulegt og ég er spenntur að hefja æfingar og hitta leikmennina og starfsfólkið í fyrsta sinn. Mér líður eins og barni á jólunum, ég er það spenntur. Vegferð okkar saman fer að hefjast,“ sagði Hamrén og bætti við: „Það er alltaf erfitt að velja leikmannahóp, ekki bara þegar þú ert að gera það í fyrsta sinn. Það eru alltaf einhverjir leikmenn sem eru á mörkunum að komast í liðið en við erum búnir að taka ákvörðun og erum ánægðir með niðurstöðuna.“ Hamrén sagðist ekki geta tekið leikmenn í þetta verkefni sem tilraunastarfsemi og hafa allir leikmennirnir verið í kringum landsliðið á síðustu árum. „Leikmennirnir sem koma inn í hópinn hafa verið í kringum hópinn á síðustu árum og þekkja umhverfið. Við erum ekki að taka marga leikmenn í tilraunastarfsemi í dag enda að fara í keppnisleiki en það verður skoðað betur í æfingarleikjum. Það verða einhverjar breytingar en ekki of margar. Ísland er búið að gera frábæra hluti undir stjórn Lars og Heimis og það væri heimskulegt að gjörbreyta öllu. Það má fínpússa hluti en við munum halda áfram að notast við sömu gildi.“ Freyr talaði af virðingu um lið Sviss og Belgíu enda tvö gríðarlega sterk lið. „Þetta eru tvö frábær lið sem er eðlilegt þar sem við erum í efstu deild. Þetta verður krefjandi og eðlilega ættum við að lenda í neðsta sæti en hugarfarið hjá íslensku þjóðinni og þessum strákum er að þeir geti unnið alla, hvar sem er og hvenær sem er. Við vitum hvaða styrkleika þessi lið hafa og þau þekkja okkar en þau taka okkur alvarlega og hræðast okkur á ýmsan hátt.“ Þjóðin spennt að sjá Kolbein Kolbeinn Sigþórsson snýr aftur í landsliðið og gæti fengið fyrstu mínútur sínar fyrir landsliðið í rúm tvö ár. Freyr var afar sáttur að geta kallað hann til og sagði hann í góðu standi líkamlega þó að hann sé út í kuldanum hjá félagsliði sínu, Nantes í Frakklandi. „Það eru frábærar fréttir að Kolbeinn sé heill heilsu, við erum spenntir að vinna með honum og ég held að þjóðin sé spennt að sjá hann. Það vita allir hvað hann getur, hann hefur verið duglegur að skora fyrir landsliðið og ef við náum honum í sitt besta stand erum við að fá frábæran leikmann í liðið. Strákarnir þekkja flestir að spila með honum og þekkja styrkleika hans. Hann tekur mikið til sín á vellinum og þegar hann fær færi nýtir hann þau yfirleitt.“ Það eru erfið tvö ár að baki hjá Kolbeini sem hefur glímt við þrálát meiðsli. „Fyrsta símtalið var bara til að kanna stöðuna á honum, hvernig heilsan væri. Ég fékk senda skýrslu um að hann væri í flottu standi en fær bara ekki að spila hjá félaginu sínu sem er að reyna að selja hann. Þá heyrði Erik í honum um hlutverkið sem við ætlum honum, að koma inn og valda usla í 15-20 mínútur sem gekk vel.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti