Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 18:39 Landsréttur staðfesti á þriðjudag framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manni sem grunaður er um að hafa framið gróf kynferðisbrot á tveimur börnum. Hinum kærða verður gert að sæta gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 18. september. RÚV greindi fyrst frá þessu. Kona mannsins hefur þegar sætt gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna málsins. Í skýrslutöku lögreglu játaði hún að þau hafðu bæði brotið gegn öðru barninu. Eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í níu daga gekkst karlmaðurinn við að hafa brotið á sama barni.Börnin á grunnskólaaldri Gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum var kveðinn upp á þriðjudag en birtur í dag. Í úrskurðinum kemur fram að hann hafi verið í varðhaldi og einangrun síðan 11. júlí að kröfu Lögreglunnar á Suðurnesjum.Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV eru börnin tvö á grunnskólaaldri og tengd fólkinu fjölskylduböndum. Þá eiga brotin að hafa verið framin á árinu 2017. Rannsakar hvort hinn kærði eigi sér samverkamenn Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á umtalsvert magn muna í eigu hins kærða og þar á meðal nokkra minniskubba, myndavélar, síma, nokkra UBS-kubba ásamt myndbandsspólum. Lögreglan rannsakar einnig hvort kærði hafi átt sér samverkamenn og þá þarf hún að leita af sér allan grun um hvort kærði hafi ekki brotið á fleiri aðilum. Myndi særa réttarvitund almennings gangi hann laus Hin meintu brot mannsins þykja jög alvarleg og með tilliti til hagsmuna almennings og brotaþola í málinu þykir lögreglu nauðsynlegt að hann sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er enn til meðferðar. Það er mat lögreglu að ef sakborningurinn gengur laus áður en máli lýkur með dómi muni það valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings. Dómsúrskurður Landsréttar hér: Dómur/úrskurður Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Landsréttur staðfesti á þriðjudag framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manni sem grunaður er um að hafa framið gróf kynferðisbrot á tveimur börnum. Hinum kærða verður gert að sæta gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 18. september. RÚV greindi fyrst frá þessu. Kona mannsins hefur þegar sætt gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna málsins. Í skýrslutöku lögreglu játaði hún að þau hafðu bæði brotið gegn öðru barninu. Eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í níu daga gekkst karlmaðurinn við að hafa brotið á sama barni.Börnin á grunnskólaaldri Gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum var kveðinn upp á þriðjudag en birtur í dag. Í úrskurðinum kemur fram að hann hafi verið í varðhaldi og einangrun síðan 11. júlí að kröfu Lögreglunnar á Suðurnesjum.Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV eru börnin tvö á grunnskólaaldri og tengd fólkinu fjölskylduböndum. Þá eiga brotin að hafa verið framin á árinu 2017. Rannsakar hvort hinn kærði eigi sér samverkamenn Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á umtalsvert magn muna í eigu hins kærða og þar á meðal nokkra minniskubba, myndavélar, síma, nokkra UBS-kubba ásamt myndbandsspólum. Lögreglan rannsakar einnig hvort kærði hafi átt sér samverkamenn og þá þarf hún að leita af sér allan grun um hvort kærði hafi ekki brotið á fleiri aðilum. Myndi særa réttarvitund almennings gangi hann laus Hin meintu brot mannsins þykja jög alvarleg og með tilliti til hagsmuna almennings og brotaþola í málinu þykir lögreglu nauðsynlegt að hann sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er enn til meðferðar. Það er mat lögreglu að ef sakborningurinn gengur laus áður en máli lýkur með dómi muni það valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings. Dómsúrskurður Landsréttar hér: Dómur/úrskurður
Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira