Hvað gat Kaninn gert? Þorvaldur Gylfason skrifar 23. ágúst 2018 06:00 Stokkhólmur – Svíar lögðu niður herskyldu 2010, svo friðvænlegt sýndist þeim ástandið í álfunni. Sænski herinn varð þá atvinnuher, þ.e. her sem enginn þurfti lengur að ganga í gegn vilja sínum. Frelsi undan herskyldu var og er enn meginreglan í Evrópu. Herir Breta og Frakka, hryggjarstykkið í vörnum álfunnar, eru atvinnuherir þar eð herskylda var afnumin í Bretlandi 1963 og Frakklandi 2001. Þjóðverjar afnámu herskyldu 2011 þótt hún sé heimiluð í stjórnarskrá landsins. Herir Danmerkur og Noregs eru atvinnuherir að langmestu leyti. Finnland hefur þá sérstöðu að finnskir karlmenn 18 ára og eldri þurfa að gegna herskyldu í næstum heilt ár og vera síðan reiðubúnir til herþjónustu. Konur eru velkomnar í finnska herinn þótt herskyldan nái ekki til þeirra. Nábýlið við Rússa, vetrarstríðið 1939-1940 og framhaldsstríðið 1941-1944 bregða birtu á þessa sérstöðu Finna.Breytt viðhorf Svíar tóku aftur upp herskyldu 2017. Það voru viðbrigði. Sænska ríkisstjórnin gaf þá skýringu á breytingunni að Rússar létu ófriðlega. Þeir höfðu innlimað Krímskaga 2014 – ólöglega segja Svíar, Nató, Úkraínustjórn o.fl., löglega segja Rússar. Nokkru áður hafði Viktor Yanukovych, forseti landsins, horfið skyndilega frá að staðfesta frágengið samkomulag um viðskipti Úkraínu við ESB, hrakizt úr embætti og flúið til Rússlands þar sem hann hefur haldið sig síðan. Hann bíður nú dóms fyrir landráð í heimalandi sínu. Forsetabústað hans með einkadýragarði, gullklósettum o.fl. hefur verið breytt í safn. Úkraína er gerspillt. Forseti landsins nú, Petro Poroshenko, var í Panama-skjölunum, en þar fundust að vísu mun færri Úkraínumenn en Íslendingar. Borgarastríð með aðild Rússa geisar enn í austur-hluta Úkraínu. Áður höfðu Rússar ráðizt á Georgíu 2008. Rússneskar herþotur höfðu rofið lofthelgi Svíþjóðar og flogið hættulega nærri farþegaflugvélum SAS. Sænska leyniþjónustan sagðist einnig vita um árásir Rússa á tölvukerfi í Svíþjóð, sams konar árásir og Eistar höfðu orðið fyrir. Almenningur í Svíþjóð virtist líta málið sömu augum og stjórnvöld. Meiri hluti sænskra kjósenda 2014 var skv. skoðanakönnunum orðinn hlynntur inngöngu Svíþjóðar í Nató.Hver ber sökina? Mönnum ber ekki saman um skýringuna á þessum skyndilegu umskiptum. Sumir kenna Rússum um eða réttara sagt Pútín forseta og mönnum hans. Aðrir skella skuldinni á Kanann. Árin eftir 1991 þegar Kommúnistaflokkurinn missti völdin í Sovétríkjunum og landið leystist upp í frumeindir sínar, 15 sjálfstæð ríki, þóttust margir sjá hilla undir framfarir og frið í stað kalds stríðs og stöðnunar þar eystra. Margir töldu líklegt að Rússar og aðrar þjóðir sem kommúnisminn hafði haldið í fjötrum fátæktar hlytu að fagna nýfengnu frelsi með því að semja sig að háttum þeirra þjóða – Bandaríkin, Kanada, Bretland, Frakkland, Þýzkaland o.s.frv. – sem höfðu náð miklu betri árangri með markaðsbúskap og lýðræði. Hugsunin var að nýfrjálsar þjóðir hlytu að neyta lags. Til að flýta fyrir þeirri niðurstöðu kölluðu sumir eftir nýrri Marshall-aðstoð handa Rússum o.fl. í ljósi reynslunnar af því hvernig Evrópa var reist úr rústum heimsstyrjaldarinnar síðari eftir 1945.Versnandi samskipti Bandaríkjastjórn hlýddi ekki þessu kalli. Sumir töldu að Kaninn kærði sig ekki um að hjálpa Rússum, betra þætti að hafa Rússland veikt. Rússar létu þetta ekki á sig fá framan af en þeir segja nú margir að þeir hafi smám saman komizt að þeirri niðurstöðu að Kaninn væri ósannfærandi samherji. Rússar fordæmdu sprengjuárásir Nató á Júgóslavíu 1999 og sögðu þær brjóta gegn alþjóðalögum. Nató-ríkin sögðu árásirnar löglegar og nauðsynlegar til að stöðva þjóðarmorð. Rússum mislíkaði einnig að Eystrasalts- og Austur-Evrópuríkjum skyldi veitt innganga í Nató. Kaninn á einfalt svar við því atriði: Allar þessar þjóðir óskuðu eftir inngöngu. Það var ekki hægt að hafna umsóknum þeirra eftir það sem á undan var gengið. Samband Bandaríkjanna og Rússlands er að sumu leyti verra nú en í kalda stríðinu. Afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016 – nauðvörn, myndu margir Rússar segja – spilla ástandinu og það gera einnig morð á rússneskum blaðamönnum, stjórnarandstæðingum o.fl. og meðfylgjandi efnahagsþvinganir gegn Rússum í mótmælaskyni af hálfu Bandaríkjastjórnar. Bandaríkjamenn kalla Rússland þjófræðisríki og benda á ríkidæmi Pútíns forseta, Medvedevs forsætisráðherra o.fl. stjórnmálamanna og vina þeirra. Æ fleiri Bandaríkjamenn orða einnig eigið land við fáveldi (e. oligarchy) enda hefur lýðræði í Bandaríkjunum hrakað undangengin ár. Mörgum þykja horfurnar ískyggilegar.Það sést langar leiðir Trump Bandaríkjaforseti sætir rannsókn fyrir samskipti sín við Rússa, samskipti sem John Brennan fv. forstjóri leyniþjónustunnar CIA kallar næsta bæ við landráð. Aðrir benda á að Trump forseti hafi verið í slagtogi með rússnesku mafíunni í meira en 30 ár. Enn aðrir segja: Hlustið og horfið á manninn! Hann er eins og Berlusconi. Það sést á honum langar leiðir að hann er gangster. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Stokkhólmur – Svíar lögðu niður herskyldu 2010, svo friðvænlegt sýndist þeim ástandið í álfunni. Sænski herinn varð þá atvinnuher, þ.e. her sem enginn þurfti lengur að ganga í gegn vilja sínum. Frelsi undan herskyldu var og er enn meginreglan í Evrópu. Herir Breta og Frakka, hryggjarstykkið í vörnum álfunnar, eru atvinnuherir þar eð herskylda var afnumin í Bretlandi 1963 og Frakklandi 2001. Þjóðverjar afnámu herskyldu 2011 þótt hún sé heimiluð í stjórnarskrá landsins. Herir Danmerkur og Noregs eru atvinnuherir að langmestu leyti. Finnland hefur þá sérstöðu að finnskir karlmenn 18 ára og eldri þurfa að gegna herskyldu í næstum heilt ár og vera síðan reiðubúnir til herþjónustu. Konur eru velkomnar í finnska herinn þótt herskyldan nái ekki til þeirra. Nábýlið við Rússa, vetrarstríðið 1939-1940 og framhaldsstríðið 1941-1944 bregða birtu á þessa sérstöðu Finna.Breytt viðhorf Svíar tóku aftur upp herskyldu 2017. Það voru viðbrigði. Sænska ríkisstjórnin gaf þá skýringu á breytingunni að Rússar létu ófriðlega. Þeir höfðu innlimað Krímskaga 2014 – ólöglega segja Svíar, Nató, Úkraínustjórn o.fl., löglega segja Rússar. Nokkru áður hafði Viktor Yanukovych, forseti landsins, horfið skyndilega frá að staðfesta frágengið samkomulag um viðskipti Úkraínu við ESB, hrakizt úr embætti og flúið til Rússlands þar sem hann hefur haldið sig síðan. Hann bíður nú dóms fyrir landráð í heimalandi sínu. Forsetabústað hans með einkadýragarði, gullklósettum o.fl. hefur verið breytt í safn. Úkraína er gerspillt. Forseti landsins nú, Petro Poroshenko, var í Panama-skjölunum, en þar fundust að vísu mun færri Úkraínumenn en Íslendingar. Borgarastríð með aðild Rússa geisar enn í austur-hluta Úkraínu. Áður höfðu Rússar ráðizt á Georgíu 2008. Rússneskar herþotur höfðu rofið lofthelgi Svíþjóðar og flogið hættulega nærri farþegaflugvélum SAS. Sænska leyniþjónustan sagðist einnig vita um árásir Rússa á tölvukerfi í Svíþjóð, sams konar árásir og Eistar höfðu orðið fyrir. Almenningur í Svíþjóð virtist líta málið sömu augum og stjórnvöld. Meiri hluti sænskra kjósenda 2014 var skv. skoðanakönnunum orðinn hlynntur inngöngu Svíþjóðar í Nató.Hver ber sökina? Mönnum ber ekki saman um skýringuna á þessum skyndilegu umskiptum. Sumir kenna Rússum um eða réttara sagt Pútín forseta og mönnum hans. Aðrir skella skuldinni á Kanann. Árin eftir 1991 þegar Kommúnistaflokkurinn missti völdin í Sovétríkjunum og landið leystist upp í frumeindir sínar, 15 sjálfstæð ríki, þóttust margir sjá hilla undir framfarir og frið í stað kalds stríðs og stöðnunar þar eystra. Margir töldu líklegt að Rússar og aðrar þjóðir sem kommúnisminn hafði haldið í fjötrum fátæktar hlytu að fagna nýfengnu frelsi með því að semja sig að háttum þeirra þjóða – Bandaríkin, Kanada, Bretland, Frakkland, Þýzkaland o.s.frv. – sem höfðu náð miklu betri árangri með markaðsbúskap og lýðræði. Hugsunin var að nýfrjálsar þjóðir hlytu að neyta lags. Til að flýta fyrir þeirri niðurstöðu kölluðu sumir eftir nýrri Marshall-aðstoð handa Rússum o.fl. í ljósi reynslunnar af því hvernig Evrópa var reist úr rústum heimsstyrjaldarinnar síðari eftir 1945.Versnandi samskipti Bandaríkjastjórn hlýddi ekki þessu kalli. Sumir töldu að Kaninn kærði sig ekki um að hjálpa Rússum, betra þætti að hafa Rússland veikt. Rússar létu þetta ekki á sig fá framan af en þeir segja nú margir að þeir hafi smám saman komizt að þeirri niðurstöðu að Kaninn væri ósannfærandi samherji. Rússar fordæmdu sprengjuárásir Nató á Júgóslavíu 1999 og sögðu þær brjóta gegn alþjóðalögum. Nató-ríkin sögðu árásirnar löglegar og nauðsynlegar til að stöðva þjóðarmorð. Rússum mislíkaði einnig að Eystrasalts- og Austur-Evrópuríkjum skyldi veitt innganga í Nató. Kaninn á einfalt svar við því atriði: Allar þessar þjóðir óskuðu eftir inngöngu. Það var ekki hægt að hafna umsóknum þeirra eftir það sem á undan var gengið. Samband Bandaríkjanna og Rússlands er að sumu leyti verra nú en í kalda stríðinu. Afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016 – nauðvörn, myndu margir Rússar segja – spilla ástandinu og það gera einnig morð á rússneskum blaðamönnum, stjórnarandstæðingum o.fl. og meðfylgjandi efnahagsþvinganir gegn Rússum í mótmælaskyni af hálfu Bandaríkjastjórnar. Bandaríkjamenn kalla Rússland þjófræðisríki og benda á ríkidæmi Pútíns forseta, Medvedevs forsætisráðherra o.fl. stjórnmálamanna og vina þeirra. Æ fleiri Bandaríkjamenn orða einnig eigið land við fáveldi (e. oligarchy) enda hefur lýðræði í Bandaríkjunum hrakað undangengin ár. Mörgum þykja horfurnar ískyggilegar.Það sést langar leiðir Trump Bandaríkjaforseti sætir rannsókn fyrir samskipti sín við Rússa, samskipti sem John Brennan fv. forstjóri leyniþjónustunnar CIA kallar næsta bæ við landráð. Aðrir benda á að Trump forseti hafi verið í slagtogi með rússnesku mafíunni í meira en 30 ár. Enn aðrir segja: Hlustið og horfið á manninn! Hann er eins og Berlusconi. Það sést á honum langar leiðir að hann er gangster.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun