Börnin 128 Katrín Atladóttir skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Í haust munu 128 börn í Reykjavík ekki fá þau leikskólapláss sem hafði verið lofað. Þá á eftir að ráða starfsfólk í 84 stöðugildi. Ástandið er vissulega betra en á síðasta ári og því ber að fagna. Staðreyndin er þó sú að um 9% barna sem var lofað plássi komast ekki að. Það er óásættanleg staða. Líklega dugir foreldrum þessara barna skammt að vita að staðan hafi batnað. Foreldrar munu því þurfa að gera aðrar ráðstafanir, með hjálp vina og vandamanna eða hreinlega með því að fresta endurkomu á vinnumarkað. Hluti þessara barna er hjá dagforeldrum eða í ungbarnaleikskólum ef þau eru það lánsöm að halda plássum sínum, sem losna þá ekki fyrir önnur börn sem bíða eftir að komast að. Foreldrar þeirra þurfa þá einnig að gera ráðstafanir, mögulega að vera heima við lengur en til stóð. Í mörgum tilfellum þýðir þetta umtalsvert tekjutap eða kostnað við dýrari úrræði. Staðan bitnar því miður helst á tekjulægri foreldrum.Jafnréttismál Rannsóknir sýna að barneignir hafa jákvæð áhrif á laun karla en neikvæð á laun kvenna. Mæður barna eru mun lengur frá vinnumarkaði en karlar eftir barneignir. Konur eru því, enn sem komið er, mun líklegri til að vera heima með börnin komist þau ekki að í dagvistun. Lengri fjarvera frá vinnumarkaði hefur einnig áhrif á starfsframa. Skilvirkt kerfi dagvistunar er því ekki síst jafnréttismál. Það er því mikilvægur þáttur í að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði að Reykvíkingar hafi greiðan og tímanlegan aðgang að dagvistun. Þá má ekki gleyma hversu mikilvægt það er fyrir börnin sjálf að komast tímanlega í leikskóla, fyrsta skólastigið, að fá þá örvun sem felst í því að eyða deginum með fagfólki, hafa aðgang að góðum útisvæðum og vera innan um börn á sama aldri. Árangur hefur náðst en það þarf að gera miklu betur. Það gengur ekki að 9% barna fái ekki leikskólaplássin sín, að líf þessara fjölskyldna og aðstandenda sé í ákveðnu uppnámi. Að líf þeirra sem bíða eftir plássum hjá dagforeldrum og í ungbarnaleikskólum riðlist líka með þeim afleiðingum, meðal annars, að tækifæri kvenna á vinnumarkaði skerðist. Þetta er langtímaverkefni sem þarf samt að vinnast hratt og það þarf að halda áfram vel á spöðunum. Við megum aldrei sofa á verðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í haust munu 128 börn í Reykjavík ekki fá þau leikskólapláss sem hafði verið lofað. Þá á eftir að ráða starfsfólk í 84 stöðugildi. Ástandið er vissulega betra en á síðasta ári og því ber að fagna. Staðreyndin er þó sú að um 9% barna sem var lofað plássi komast ekki að. Það er óásættanleg staða. Líklega dugir foreldrum þessara barna skammt að vita að staðan hafi batnað. Foreldrar munu því þurfa að gera aðrar ráðstafanir, með hjálp vina og vandamanna eða hreinlega með því að fresta endurkomu á vinnumarkað. Hluti þessara barna er hjá dagforeldrum eða í ungbarnaleikskólum ef þau eru það lánsöm að halda plássum sínum, sem losna þá ekki fyrir önnur börn sem bíða eftir að komast að. Foreldrar þeirra þurfa þá einnig að gera ráðstafanir, mögulega að vera heima við lengur en til stóð. Í mörgum tilfellum þýðir þetta umtalsvert tekjutap eða kostnað við dýrari úrræði. Staðan bitnar því miður helst á tekjulægri foreldrum.Jafnréttismál Rannsóknir sýna að barneignir hafa jákvæð áhrif á laun karla en neikvæð á laun kvenna. Mæður barna eru mun lengur frá vinnumarkaði en karlar eftir barneignir. Konur eru því, enn sem komið er, mun líklegri til að vera heima með börnin komist þau ekki að í dagvistun. Lengri fjarvera frá vinnumarkaði hefur einnig áhrif á starfsframa. Skilvirkt kerfi dagvistunar er því ekki síst jafnréttismál. Það er því mikilvægur þáttur í að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði að Reykvíkingar hafi greiðan og tímanlegan aðgang að dagvistun. Þá má ekki gleyma hversu mikilvægt það er fyrir börnin sjálf að komast tímanlega í leikskóla, fyrsta skólastigið, að fá þá örvun sem felst í því að eyða deginum með fagfólki, hafa aðgang að góðum útisvæðum og vera innan um börn á sama aldri. Árangur hefur náðst en það þarf að gera miklu betur. Það gengur ekki að 9% barna fái ekki leikskólaplássin sín, að líf þessara fjölskyldna og aðstandenda sé í ákveðnu uppnámi. Að líf þeirra sem bíða eftir plássum hjá dagforeldrum og í ungbarnaleikskólum riðlist líka með þeim afleiðingum, meðal annars, að tækifæri kvenna á vinnumarkaði skerðist. Þetta er langtímaverkefni sem þarf samt að vinnast hratt og það þarf að halda áfram vel á spöðunum. Við megum aldrei sofa á verðinum.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun