Ekkert er nýtt undir sólinni Sigurður Páll Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 05:00 „Ekkert er nýtt undir sólinni,“ segir máltækið og „hvað ungur nemur, gamall temur“ er eitt þeirra. Þegar ég var unglingur hlustaði maður á hvað fullorðnir voru að fjalla um sín á milli og hvað var í fréttum, maður las í það sem var uppbyggilegt og spennandi, eins það sem var óhuggulegt og miður skemmtilegt, jafnvel óhugnanlegt eins og náttúruhamfarir, stríð og annað sem ógnaði þeim friði bæði sálar og samfélagslega sem maður var uppalinn við. Sennilega er mín kynslóð uppalin á einum mestu friðartímum í langan tíma. Kalda stríðið og kjarnorkuógnin var mikið í fréttum og sú umræða skelfdi unglingshjartað. Víetnamstríðið, Kúbudeilan, og o.fl. voru í fréttum. Náttúruhamfarir, eins og eldgosið í Vestmannaeyjum, eru mér í fersku minni, þegar íbúarnir voru fluttir upp á land og allt sem því fylgdi. Hugleiðingar manns um tilgang lífsins, gang sólarinnar og þá staðreynd að lífið hér á jörðinni væri frekar einstakt komu manni í opna skjöldu og sú staðreynd að samspil ýmissa þátta yrði að ganga upp svo það gæti gengið. Þetta fór að vekja bæði áhuga og áhyggjur. Mengun var eitthvað sem við mörlandinn töluðum um að væri bara í útlöndum og þeir yrðu að taka til heima hjá sér, við værum stikkfrí, eða þannig. Þessar minningar hafa poppað mikið upp hjá undirrituðum upp á síðkastið þegar hlýnun jarðar er eins og hún er og talin að hluta til af manna völdum. Ég er frekar tregur í taumi þegar fullyrðingar eru annars vegar og hefur það valdið mér angist í þessari umræðu, kannski vakið upp sektarkennd, en vísindin eru nánast sammála og það hlýtur maður að virða. Eitt er það sem ég finn í kringum mig en það eru áhyggjur unga fólksins af málinu og sú ábyrgðartilfinning þeirra að vinna úr málinu eins og mannlegur máttur getur þegar þau taka við keflinu af okkur fullorðna fólkinu. Hvort sem nýtt Nóaflóð er í vændum eða eitthvað annað finnst mér að tillit til ungu kynslóðarinnar verði að vera í fyrirrúmi þegar þessi mál eru rædd. En að aðgerðum hér á landi, sem ég veit að við Íslendingar í ljósi sögunnar getum framkvæmt þegar við stöndum saman, í þeirri trú að það sé öllum til heilla. Þar sem þjóðin þarf að fá á tilfinninguna er að hafa trú á verkefninu, þá er enginn vafi í mínum huga að árangur í minnkun útblásturs tækja sem brenna jarðefna eldsneyti verður hraðari. Nú er kolefnisgjald á bensíni og olíu komið á og mun fara hækkandi. Í svari umhverfisráðherra við einni af spurningum hve mikið kolefnisgjald hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, segir: „Kolefnisgjald setur verð á losun koldíoxíðs og skapar því fjárhagslegan hvata til þess að draga úr losun og leita til hreinni lausna.“ Gott og vel, til að leita hreinni lausna þurfa þær að vera til taks, en staðreyndin er að hreinar lausnir eru skammt á veg komnar og sérstaklega á landsbyggðinni. Til þess að öll þjóðin hafi trú á verkefninu verða stjórnvöld að standa í lappirnar og fá alla með sér í lið. Unga fólkið sem maður finnur að er áhyggjufullt yrði glaðara ef það fyndi að þjóðin stæði saman í þessum aðgerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
„Ekkert er nýtt undir sólinni,“ segir máltækið og „hvað ungur nemur, gamall temur“ er eitt þeirra. Þegar ég var unglingur hlustaði maður á hvað fullorðnir voru að fjalla um sín á milli og hvað var í fréttum, maður las í það sem var uppbyggilegt og spennandi, eins það sem var óhuggulegt og miður skemmtilegt, jafnvel óhugnanlegt eins og náttúruhamfarir, stríð og annað sem ógnaði þeim friði bæði sálar og samfélagslega sem maður var uppalinn við. Sennilega er mín kynslóð uppalin á einum mestu friðartímum í langan tíma. Kalda stríðið og kjarnorkuógnin var mikið í fréttum og sú umræða skelfdi unglingshjartað. Víetnamstríðið, Kúbudeilan, og o.fl. voru í fréttum. Náttúruhamfarir, eins og eldgosið í Vestmannaeyjum, eru mér í fersku minni, þegar íbúarnir voru fluttir upp á land og allt sem því fylgdi. Hugleiðingar manns um tilgang lífsins, gang sólarinnar og þá staðreynd að lífið hér á jörðinni væri frekar einstakt komu manni í opna skjöldu og sú staðreynd að samspil ýmissa þátta yrði að ganga upp svo það gæti gengið. Þetta fór að vekja bæði áhuga og áhyggjur. Mengun var eitthvað sem við mörlandinn töluðum um að væri bara í útlöndum og þeir yrðu að taka til heima hjá sér, við værum stikkfrí, eða þannig. Þessar minningar hafa poppað mikið upp hjá undirrituðum upp á síðkastið þegar hlýnun jarðar er eins og hún er og talin að hluta til af manna völdum. Ég er frekar tregur í taumi þegar fullyrðingar eru annars vegar og hefur það valdið mér angist í þessari umræðu, kannski vakið upp sektarkennd, en vísindin eru nánast sammála og það hlýtur maður að virða. Eitt er það sem ég finn í kringum mig en það eru áhyggjur unga fólksins af málinu og sú ábyrgðartilfinning þeirra að vinna úr málinu eins og mannlegur máttur getur þegar þau taka við keflinu af okkur fullorðna fólkinu. Hvort sem nýtt Nóaflóð er í vændum eða eitthvað annað finnst mér að tillit til ungu kynslóðarinnar verði að vera í fyrirrúmi þegar þessi mál eru rædd. En að aðgerðum hér á landi, sem ég veit að við Íslendingar í ljósi sögunnar getum framkvæmt þegar við stöndum saman, í þeirri trú að það sé öllum til heilla. Þar sem þjóðin þarf að fá á tilfinninguna er að hafa trú á verkefninu, þá er enginn vafi í mínum huga að árangur í minnkun útblásturs tækja sem brenna jarðefna eldsneyti verður hraðari. Nú er kolefnisgjald á bensíni og olíu komið á og mun fara hækkandi. Í svari umhverfisráðherra við einni af spurningum hve mikið kolefnisgjald hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, segir: „Kolefnisgjald setur verð á losun koldíoxíðs og skapar því fjárhagslegan hvata til þess að draga úr losun og leita til hreinni lausna.“ Gott og vel, til að leita hreinni lausna þurfa þær að vera til taks, en staðreyndin er að hreinar lausnir eru skammt á veg komnar og sérstaklega á landsbyggðinni. Til þess að öll þjóðin hafi trú á verkefninu verða stjórnvöld að standa í lappirnar og fá alla með sér í lið. Unga fólkið sem maður finnur að er áhyggjufullt yrði glaðara ef það fyndi að þjóðin stæði saman í þessum aðgerðum.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun