Gera allt sem þeir geta til að valda starfsfólki og fárveikum sjúklingum Landspítalans sem minnstu ónæði Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2018 16:30 Frá framkvæmdum við legudeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Allt verður gert til að draga úr hávaða sem berst frá framkvæmdum við Landspítalann við Hringbraut til að valda sjúklingum og starfsfólki sem minnstu ónæði. Þetta segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, í samtali við Vísi en fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því fyrr í dag að aðstandendur sjúklinga á Landspítalanum kvarti stöðugt undan hávaða sem fylgi framkvæmdum á svæðinu. Jón Axel Ólafsson birti í gær myndband úr herbergi á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Hann sagði mikinn hávaða þar vegna framkvæmda frá klukkan níu á morgnanna til átta á kvöldin og sagði ótrúlegt að starfsfólki og fárveikum sjúklingum sé boðið upp á þetta umhverfi og þessi óhljóð. Ingólfur segir í samtali við Vísi að verið sé að skipta um gler í gluggum á álmu Landspítalans sem hýsir legudeildir. Verið sé að setja nýtt sólvarnargler í gluggana og breyta opnanlegum fögum. „Þessi hávaði sem heyrist er frá trésmíðavélum,“ segir Ingólfur.Sjúkrastofur tæmdar Hann tekur fram að þegar farið er í slíkar framkvæmdir þá séu sjúkrastofur tæmdar þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað og þá var sumarið notað til að flytja legudeildir á milli hæða svo verktakinn gæti unnið í heilli hæð í einu. „Þetta er það sem við gerum og ef það eru sérstakleglega erfiðar aðstæður þá stoppum við framkvæmdir,“ segir Ingólfur. Hann segir byggingar þarfnast viðhalds og ekki verði komist hjá því. Byggingin verði betri fyrir bragðið þar sem betri opnanleg fög verða til staðar og sólvarnargler sem gerir veruna í sjúkrastofum betri. „Við gerum allt sem við getum til að draga úr hávaða og flytja til eins og mögulegt er,“ segir Ingólfur.Verið er að skipta um gler í álmu sem hýsir legudeildir Landspítalans.Vísir/VilhelmHafa áhyggjur af hávaðaÍ frétt RÚV er rætt við starfsfólk Landspítalans og það sagt kvíða hávaða og öðru jarðraski sem mun fylgja framkvæmdum nýs meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut. Er vitnað í ljósmæður sem segja mikinn hávaða hafa verið vegna byggingar nýs sjúkrahótels á svæðinu og það hafi meðal annars ítrekað haft þau áhrif að ljósmæður gátu ekki hlustað á hjartslátt fólks. Vinna við nýjan meðferðarkjarna er hafin en verið er að gera bílastæði við BSÍ og úti við Eiríksgötu er verið að leggja nýja vatnslögn. Framkvæmdir verða farnar á fullt í haust og er áætlað að þær standi yfir í tuttugu mánuði. Ingólfur segir að sjálfsagt hafi starfsfólk áhyggjur af hávaðanum. „En ég hugsa að flestir fagni því að það sé verið að byggja nýjar byggingar hérna og aðstaða kemur til með að batna mjög mikið. Það verður allt gert í þessum framkvæmdum til þess draga úr hávaða, ryki og öðru raski.“ Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Íbúi þungt haldinn og sjö hundar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Allt verður gert til að draga úr hávaða sem berst frá framkvæmdum við Landspítalann við Hringbraut til að valda sjúklingum og starfsfólki sem minnstu ónæði. Þetta segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, í samtali við Vísi en fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því fyrr í dag að aðstandendur sjúklinga á Landspítalanum kvarti stöðugt undan hávaða sem fylgi framkvæmdum á svæðinu. Jón Axel Ólafsson birti í gær myndband úr herbergi á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Hann sagði mikinn hávaða þar vegna framkvæmda frá klukkan níu á morgnanna til átta á kvöldin og sagði ótrúlegt að starfsfólki og fárveikum sjúklingum sé boðið upp á þetta umhverfi og þessi óhljóð. Ingólfur segir í samtali við Vísi að verið sé að skipta um gler í gluggum á álmu Landspítalans sem hýsir legudeildir. Verið sé að setja nýtt sólvarnargler í gluggana og breyta opnanlegum fögum. „Þessi hávaði sem heyrist er frá trésmíðavélum,“ segir Ingólfur.Sjúkrastofur tæmdar Hann tekur fram að þegar farið er í slíkar framkvæmdir þá séu sjúkrastofur tæmdar þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað og þá var sumarið notað til að flytja legudeildir á milli hæða svo verktakinn gæti unnið í heilli hæð í einu. „Þetta er það sem við gerum og ef það eru sérstakleglega erfiðar aðstæður þá stoppum við framkvæmdir,“ segir Ingólfur. Hann segir byggingar þarfnast viðhalds og ekki verði komist hjá því. Byggingin verði betri fyrir bragðið þar sem betri opnanleg fög verða til staðar og sólvarnargler sem gerir veruna í sjúkrastofum betri. „Við gerum allt sem við getum til að draga úr hávaða og flytja til eins og mögulegt er,“ segir Ingólfur.Verið er að skipta um gler í álmu sem hýsir legudeildir Landspítalans.Vísir/VilhelmHafa áhyggjur af hávaðaÍ frétt RÚV er rætt við starfsfólk Landspítalans og það sagt kvíða hávaða og öðru jarðraski sem mun fylgja framkvæmdum nýs meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut. Er vitnað í ljósmæður sem segja mikinn hávaða hafa verið vegna byggingar nýs sjúkrahótels á svæðinu og það hafi meðal annars ítrekað haft þau áhrif að ljósmæður gátu ekki hlustað á hjartslátt fólks. Vinna við nýjan meðferðarkjarna er hafin en verið er að gera bílastæði við BSÍ og úti við Eiríksgötu er verið að leggja nýja vatnslögn. Framkvæmdir verða farnar á fullt í haust og er áætlað að þær standi yfir í tuttugu mánuði. Ingólfur segir að sjálfsagt hafi starfsfólk áhyggjur af hávaðanum. „En ég hugsa að flestir fagni því að það sé verið að byggja nýjar byggingar hérna og aðstaða kemur til með að batna mjög mikið. Það verður allt gert í þessum framkvæmdum til þess draga úr hávaða, ryki og öðru raski.“
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Íbúi þungt haldinn og sjö hundar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira