Copley í stjórn Steinhoff Ritstjórn Markaðarins skrifar 22. ágúst 2018 06:39 Paul Copley í Kastljósinu. RÚV Paul Copley, forstjóri Kaupþings, mun hafa nóg fyrir stafni á næstunni en hann var í liðinni viku skipaður í stjórn Steinhoff, suðurafríska smásölurisans sem hefur riðað til falls á undanförnum mánuðum vegna bókhaldshneykslis. Copley, sem tók við starfi forstjóra Kaupþings í apríl 2016, er sérfræðingur í endurskipulagningu fyrirtækja og var meðal annars einn af lykilmönnum í skiptum á slitabúi Lehman Brothers í Bretlandi, en gjaldþrot bankans er stærsta gjaldþrot fjármálasögunnar. Hans bíður það vandasama verk að endurheimta tiltrú fjárfesta á suðurafríska félaginu en félagið hefur fallið um 95 prósent í virði eftir að efasemdir vöknuðu um bókhald þess. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1.vísir/valliLíklegt að Eggert hreppi hnossiðAfar líklegt er talið að Eggert Þór Kristófersson, sem hefur gegnt starfi forstjóra N1 frá byrjun árs 2015, verði ráðinn forstjóri sameinaðs félags N1 og Festar. N1 tekur við rekstri smásölukeðjunnar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO, í byrjun næsta mánaðar og verður í kjölfarið boðað til hluthafafundar þar sem kjörin verður stjórn sameinaðs félags. Eitt fyrsta verk Eggerts Þórs verður að selja þrjár bensínstöðvar Dælunnar, eins og Samkeppniseftirlitið gerði kröfu um, en að sögn kunnugra er þó nokkur áhugi á að kaupa stöðvarnar sem hafa skilað góðri afkomu. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsinsBláa lónið brátt það verðmætastaLíkur eru á því að Bláa lónið verði brátt verð- mætasta ferða- þjónustufyrirtæki landsins. Fyrir ári var markaðsvirði félagsins um 38 milljarðar króna en til samanburðar var virði Icelandair Group á sama tíma næstum tvöfalt hærra. Virði flugfélagsins er hins vegar nú komið í 44 milljarða á meðan telja má líklegt að virði Bláa lónsins sé meira en 40 milljarðar en afkoma félagsins, sem Grímur Sæmundsen stýrir, hefur haldið áfram að batna undanfarið. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Paul Copley, forstjóri Kaupþings, mun hafa nóg fyrir stafni á næstunni en hann var í liðinni viku skipaður í stjórn Steinhoff, suðurafríska smásölurisans sem hefur riðað til falls á undanförnum mánuðum vegna bókhaldshneykslis. Copley, sem tók við starfi forstjóra Kaupþings í apríl 2016, er sérfræðingur í endurskipulagningu fyrirtækja og var meðal annars einn af lykilmönnum í skiptum á slitabúi Lehman Brothers í Bretlandi, en gjaldþrot bankans er stærsta gjaldþrot fjármálasögunnar. Hans bíður það vandasama verk að endurheimta tiltrú fjárfesta á suðurafríska félaginu en félagið hefur fallið um 95 prósent í virði eftir að efasemdir vöknuðu um bókhald þess. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1.vísir/valliLíklegt að Eggert hreppi hnossiðAfar líklegt er talið að Eggert Þór Kristófersson, sem hefur gegnt starfi forstjóra N1 frá byrjun árs 2015, verði ráðinn forstjóri sameinaðs félags N1 og Festar. N1 tekur við rekstri smásölukeðjunnar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO, í byrjun næsta mánaðar og verður í kjölfarið boðað til hluthafafundar þar sem kjörin verður stjórn sameinaðs félags. Eitt fyrsta verk Eggerts Þórs verður að selja þrjár bensínstöðvar Dælunnar, eins og Samkeppniseftirlitið gerði kröfu um, en að sögn kunnugra er þó nokkur áhugi á að kaupa stöðvarnar sem hafa skilað góðri afkomu. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsinsBláa lónið brátt það verðmætastaLíkur eru á því að Bláa lónið verði brátt verð- mætasta ferða- þjónustufyrirtæki landsins. Fyrir ári var markaðsvirði félagsins um 38 milljarðar króna en til samanburðar var virði Icelandair Group á sama tíma næstum tvöfalt hærra. Virði flugfélagsins er hins vegar nú komið í 44 milljarða á meðan telja má líklegt að virði Bláa lónsins sé meira en 40 milljarðar en afkoma félagsins, sem Grímur Sæmundsen stýrir, hefur haldið áfram að batna undanfarið.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira