Styrking löggæslunnar Sigríður Á. Andersen skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Lögreglan er ein af grunnstoðum réttarríkisins og gætir öryggis þeirra sem hér búa og sækja landið heim. Hún kemur fólki til aðstoðar á þeirra erfiðustu tímum og tryggir að lögum sé framfylgt. Starf hennar er mikilvægt í þágu okkar allra og það hefur verið áhersla mín frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra í janúar 2017 að efla löggæsluna; fjölga lögreglumönnum og öðrum sérfræðingum hjá embættunum, standa betur að meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu, bæta aðbúnað lögreglunnar, styrkja landamæragæslu og tryggja almannaöryggi. Framlög til löggæslumála voru aukin um milljarð króna á þessu ári og 2019 verða framlögin aukin um rúman milljarð króna til viðbótar. Á þessu ári hafa embættin getað fjölgað í lögregluliðum sínum, einkum með tilliti til bættrar meðferðar kynferðisbrota og vegna fjölgunar ferðamanna. Þá eru ótaldar auknar fjárheimildir til annarra þátta sem lúta að öryggi almennings og sem einskorðast ekki við löggæslu. Ég hef einnig leitað til lögregluembættanna um land allt til að vinna með okkur í dómsmálaráðuneytinu að því að greina hvernig fjárframlögum ríkisins til löggæslu er best varið á næstu árum með tilliti til álags. Þessi vinna er grundvöllur að löggæsluáætlun sem verið er að leggja lokahönd á og tekið hefur breytingum eftir ábendingar og sjónarmið lögreglunnar. Fjárlögin sem kynnt verða við upphaf þings í september munu taka mið af þessari vinnu. Verkefni lögreglunnar hafa aukist að undanförnu, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna með tilheyrandi álagi um allt land. Því hefur verið mætt með auknu fjárframlagi en betur má ef duga skal. Það verður áfram kappsmál mitt að renna styrkum stoðum undir löggæsluna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Sigríður Á. Andersen Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Lögreglan er ein af grunnstoðum réttarríkisins og gætir öryggis þeirra sem hér búa og sækja landið heim. Hún kemur fólki til aðstoðar á þeirra erfiðustu tímum og tryggir að lögum sé framfylgt. Starf hennar er mikilvægt í þágu okkar allra og það hefur verið áhersla mín frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra í janúar 2017 að efla löggæsluna; fjölga lögreglumönnum og öðrum sérfræðingum hjá embættunum, standa betur að meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu, bæta aðbúnað lögreglunnar, styrkja landamæragæslu og tryggja almannaöryggi. Framlög til löggæslumála voru aukin um milljarð króna á þessu ári og 2019 verða framlögin aukin um rúman milljarð króna til viðbótar. Á þessu ári hafa embættin getað fjölgað í lögregluliðum sínum, einkum með tilliti til bættrar meðferðar kynferðisbrota og vegna fjölgunar ferðamanna. Þá eru ótaldar auknar fjárheimildir til annarra þátta sem lúta að öryggi almennings og sem einskorðast ekki við löggæslu. Ég hef einnig leitað til lögregluembættanna um land allt til að vinna með okkur í dómsmálaráðuneytinu að því að greina hvernig fjárframlögum ríkisins til löggæslu er best varið á næstu árum með tilliti til álags. Þessi vinna er grundvöllur að löggæsluáætlun sem verið er að leggja lokahönd á og tekið hefur breytingum eftir ábendingar og sjónarmið lögreglunnar. Fjárlögin sem kynnt verða við upphaf þings í september munu taka mið af þessari vinnu. Verkefni lögreglunnar hafa aukist að undanförnu, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna með tilheyrandi álagi um allt land. Því hefur verið mætt með auknu fjárframlagi en betur má ef duga skal. Það verður áfram kappsmál mitt að renna styrkum stoðum undir löggæsluna í landinu.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar