Úlfur, úlfur Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. ágúst 2018 07:00 Fundarhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kosningunum í vor hafa ekki verið til þess fallin að auka tiltrú almennings á kjörnum fulltrúum. Tilfinningin er sú að öll áhersla sé á leiksýningar og fjölmiðlauppákomur á kostnað hins efnislega. Auðvitað er það svo að minnihlutinn á hverjum tíma hefur það mikilvæga hlutverk að veita meirihlutanum aðhald. Ekki er vanþörf á í Reykjavík. Borgin hefur safnað skuldum í mesta tekjugóðæri Íslandssögunnar. Tekjutuskan hefur verið undin til hins ýtrasta. Meirihlutinn hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í borgarrekstrinum og heldur ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hefur hækkað tekjustofna með ýmiss konar sjónhverfingum. Þjónustugjöld Orkuveitunnar eru í hæstu hæðum. Fasteignagjöld hafa hækkað upp úr öllu valdi, heimilum og ekki síður fyrirtækjum til mikils ama. Í Reykjavík er ekki sérstaklega vinveitt umhverfi til fyrirtækjareksturs. Tap er af kjarnarekstri borgarinnar. Við þetta má bæta stanslausu hiksti á ýmiss konar þjónustu á vegum borgarinnar. Húsnæðisskortur er áþreifanlegur, heimilislausum fjölgar og vandræðagangur við mönnun leikskóla er endurtekið efni. Þrifnaði á götum og torgum er ábótavant. Með þetta í huga ættu tækifæri til öflugs aðhalds af hálfu minnihlutans að vera næg. Það hefur honum hins vegar algerlega mistekist. Stærsti andstöðuflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, ákvað af óskiljanlegum ástæðum að ganga til minnihlutasamstarfs við hina flokkana. Ekki er gott að giska á hvernig samstarfið ætti að gagnast flokknum, en utan frá lítur út fyrir að um hávaðabandalag sé að ræða. Fyrir hópnum fara oddvitar Flokks fólksins, Miðflokksins og loks Marta Guðjónsdóttir sem var fyrir neðan miðjan lista Sjálfstæðismanna. Sú síðastnefnda hefur einkum vakið athygli fyrir furðuleg upphlaup sem í öllum tilvikum snúast um aukaatriði fremur en merg málsins. Stóryrði um leka og svipbrigði fremur en efnisatriði mála. Þessi sífelldu upphlaup og stóryrði valda því að allar aðgerðir minnihlutans missa marks. Farsinn yfirtekur sviðið. Málefnaleg gagnrýni á borð við þá að minnihlutinn fái hvorki tíma né rúm til almennilegs undirbúnings fyrir fundi sem snúast um mikla hagsmuni borgaranna eru stimpluð sem einn eitt uppþotið. Úlfur, úlfur og ekki að ástæðulausu. Á þessu þarf að taka. Oddvitinn þarf að hafa stjórn á liði sínu. Blaðskellandi biðukollur eiga ekki að vera í forsvari alvarlegs stjórnmálaafls. Borgin þarf á öflugum og málefnalegum minnihluta að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Sjá meira
Fundarhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kosningunum í vor hafa ekki verið til þess fallin að auka tiltrú almennings á kjörnum fulltrúum. Tilfinningin er sú að öll áhersla sé á leiksýningar og fjölmiðlauppákomur á kostnað hins efnislega. Auðvitað er það svo að minnihlutinn á hverjum tíma hefur það mikilvæga hlutverk að veita meirihlutanum aðhald. Ekki er vanþörf á í Reykjavík. Borgin hefur safnað skuldum í mesta tekjugóðæri Íslandssögunnar. Tekjutuskan hefur verið undin til hins ýtrasta. Meirihlutinn hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í borgarrekstrinum og heldur ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hefur hækkað tekjustofna með ýmiss konar sjónhverfingum. Þjónustugjöld Orkuveitunnar eru í hæstu hæðum. Fasteignagjöld hafa hækkað upp úr öllu valdi, heimilum og ekki síður fyrirtækjum til mikils ama. Í Reykjavík er ekki sérstaklega vinveitt umhverfi til fyrirtækjareksturs. Tap er af kjarnarekstri borgarinnar. Við þetta má bæta stanslausu hiksti á ýmiss konar þjónustu á vegum borgarinnar. Húsnæðisskortur er áþreifanlegur, heimilislausum fjölgar og vandræðagangur við mönnun leikskóla er endurtekið efni. Þrifnaði á götum og torgum er ábótavant. Með þetta í huga ættu tækifæri til öflugs aðhalds af hálfu minnihlutans að vera næg. Það hefur honum hins vegar algerlega mistekist. Stærsti andstöðuflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, ákvað af óskiljanlegum ástæðum að ganga til minnihlutasamstarfs við hina flokkana. Ekki er gott að giska á hvernig samstarfið ætti að gagnast flokknum, en utan frá lítur út fyrir að um hávaðabandalag sé að ræða. Fyrir hópnum fara oddvitar Flokks fólksins, Miðflokksins og loks Marta Guðjónsdóttir sem var fyrir neðan miðjan lista Sjálfstæðismanna. Sú síðastnefnda hefur einkum vakið athygli fyrir furðuleg upphlaup sem í öllum tilvikum snúast um aukaatriði fremur en merg málsins. Stóryrði um leka og svipbrigði fremur en efnisatriði mála. Þessi sífelldu upphlaup og stóryrði valda því að allar aðgerðir minnihlutans missa marks. Farsinn yfirtekur sviðið. Málefnaleg gagnrýni á borð við þá að minnihlutinn fái hvorki tíma né rúm til almennilegs undirbúnings fyrir fundi sem snúast um mikla hagsmuni borgaranna eru stimpluð sem einn eitt uppþotið. Úlfur, úlfur og ekki að ástæðulausu. Á þessu þarf að taka. Oddvitinn þarf að hafa stjórn á liði sínu. Blaðskellandi biðukollur eiga ekki að vera í forsvari alvarlegs stjórnmálaafls. Borgin þarf á öflugum og málefnalegum minnihluta að halda.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun