Ákærur gegn lögreglustjóra vegna Hillsborough felldar niður Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2018 10:22 Bettison hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að hafa reynt að skella skuldinni á Liverpool-stuðningsmenn til að fegra hlut lögreglunnar í harmleiknum. Vísir/EPA Saksóknarar á Englandi hafa ákveðið að fella niður ákærur á hendur fyrrverandi yfirmanni lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri vegna Hillsborough-slyssins. Hann var sakaður um að hafa logið að rannsakendum. Norman Bettison var ákærður fyrir brot í starfi í fyrra. Hann var sakaður um að hafa gefið rannsakendum rangar eða misvísandi lýsingar á viðbrögðum lögreglu eftir slysið á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989. Níutíu og sex stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Liverpool létust í miklum troðningi sem myndaðist í annarri endastúku vallarins þar sem undanúrslitaleikur ensku bikarkeppninnar var leikinn. Ákærur á hendur fyrrverandi yfirmönnum lögreglunnar voru gefnar út í kjölfar þess að kviðdómendur í réttarrannsókn sem lauk árið 2016 komust að þeirri niðurstöðu að gróf vanræksla skipuleggjenda og lögreglu hafi verið ástæða þess að slysið átti sér stað. Bettison hafði óskað eftir því að ákærurnar yrðu látnar falla niður en hann hefur alla tíð neitað að hafa gert nokkuð af sér. Taka átti mál hans fyrir dómi í dag en saksóknarar tilkynntu þá að málið hefði verið fellt niður, að því er segir í frétt The Guardian. Lögreglumaðurinn hefur meðal annars verið sakaður um að hafa reynt að koma sökinni af því hvernig fór á stuðningsmenn Liverpool og ljúga til um hvernig slysið bar að, meðal annars með því að breyta yfirlýsingum lögregluþjóna sem voru við störf á Hillsborough. Hillsborough-slysið Bretland England Enski boltinn Tengdar fréttir Þorvaldur um Hillsborough: Þetta er eitthvað sem menn gleyma ekki í bráð Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur Örlygsson ræddu sína upplifun af Hillsborough-slysinu í Messunni. 3. maí 2016 16:00 Ábyrgðin var ekki hjá fótboltaaðdáendunum Harmleikurinn á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989, þegar 96 manns tróðust undir og hundruð urðu fyrir meiðslum, var ekki brjáluðum fótboltabullum að kenna. Niðurstöður rannsóknar á slysinu voru birtar í gær. 27. apríl 2016 07:00 Sex ákærðir vegna Hillsborough-harmleiksins Yfirlögregluþjónn sem stjórnaði löggæslu þegar 96 stuðningsmenn Liverpool fórust á Hillsborough-vellinum árið 1989 er ákærður fyrir manndráp vegna grófrar vanrækslu. Fimm aðrir, lögreglumenn, lögmaður og yfirmaður hjá Sheffield Wednesday, eru einnig ákærðir fyrir önnur brot. 28. júní 2017 10:44 Kenny Dalglish mun aldrei aftur koma nálægt Hillsborough vellinum Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. 17. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Saksóknarar á Englandi hafa ákveðið að fella niður ákærur á hendur fyrrverandi yfirmanni lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri vegna Hillsborough-slyssins. Hann var sakaður um að hafa logið að rannsakendum. Norman Bettison var ákærður fyrir brot í starfi í fyrra. Hann var sakaður um að hafa gefið rannsakendum rangar eða misvísandi lýsingar á viðbrögðum lögreglu eftir slysið á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989. Níutíu og sex stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Liverpool létust í miklum troðningi sem myndaðist í annarri endastúku vallarins þar sem undanúrslitaleikur ensku bikarkeppninnar var leikinn. Ákærur á hendur fyrrverandi yfirmönnum lögreglunnar voru gefnar út í kjölfar þess að kviðdómendur í réttarrannsókn sem lauk árið 2016 komust að þeirri niðurstöðu að gróf vanræksla skipuleggjenda og lögreglu hafi verið ástæða þess að slysið átti sér stað. Bettison hafði óskað eftir því að ákærurnar yrðu látnar falla niður en hann hefur alla tíð neitað að hafa gert nokkuð af sér. Taka átti mál hans fyrir dómi í dag en saksóknarar tilkynntu þá að málið hefði verið fellt niður, að því er segir í frétt The Guardian. Lögreglumaðurinn hefur meðal annars verið sakaður um að hafa reynt að koma sökinni af því hvernig fór á stuðningsmenn Liverpool og ljúga til um hvernig slysið bar að, meðal annars með því að breyta yfirlýsingum lögregluþjóna sem voru við störf á Hillsborough.
Hillsborough-slysið Bretland England Enski boltinn Tengdar fréttir Þorvaldur um Hillsborough: Þetta er eitthvað sem menn gleyma ekki í bráð Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur Örlygsson ræddu sína upplifun af Hillsborough-slysinu í Messunni. 3. maí 2016 16:00 Ábyrgðin var ekki hjá fótboltaaðdáendunum Harmleikurinn á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989, þegar 96 manns tróðust undir og hundruð urðu fyrir meiðslum, var ekki brjáluðum fótboltabullum að kenna. Niðurstöður rannsóknar á slysinu voru birtar í gær. 27. apríl 2016 07:00 Sex ákærðir vegna Hillsborough-harmleiksins Yfirlögregluþjónn sem stjórnaði löggæslu þegar 96 stuðningsmenn Liverpool fórust á Hillsborough-vellinum árið 1989 er ákærður fyrir manndráp vegna grófrar vanrækslu. Fimm aðrir, lögreglumenn, lögmaður og yfirmaður hjá Sheffield Wednesday, eru einnig ákærðir fyrir önnur brot. 28. júní 2017 10:44 Kenny Dalglish mun aldrei aftur koma nálægt Hillsborough vellinum Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. 17. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Þorvaldur um Hillsborough: Þetta er eitthvað sem menn gleyma ekki í bráð Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur Örlygsson ræddu sína upplifun af Hillsborough-slysinu í Messunni. 3. maí 2016 16:00
Ábyrgðin var ekki hjá fótboltaaðdáendunum Harmleikurinn á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989, þegar 96 manns tróðust undir og hundruð urðu fyrir meiðslum, var ekki brjáluðum fótboltabullum að kenna. Niðurstöður rannsóknar á slysinu voru birtar í gær. 27. apríl 2016 07:00
Sex ákærðir vegna Hillsborough-harmleiksins Yfirlögregluþjónn sem stjórnaði löggæslu þegar 96 stuðningsmenn Liverpool fórust á Hillsborough-vellinum árið 1989 er ákærður fyrir manndráp vegna grófrar vanrækslu. Fimm aðrir, lögreglumenn, lögmaður og yfirmaður hjá Sheffield Wednesday, eru einnig ákærðir fyrir önnur brot. 28. júní 2017 10:44
Kenny Dalglish mun aldrei aftur koma nálægt Hillsborough vellinum Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. 17. nóvember 2017 10:00