Metfjöldi greinst með mislinga í Evrópu það sem af er ári Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. ágúst 2018 06:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Fréttablaðið/Stefán Metfjöldi mislingatilfella hefur greinst í Evrópu það sem af er ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í tilkynningunni segir að yfir 41 þúsund börn og fullorðnir hafi greinst með mislingasmit það sem af er ári samanborið við tæp 24 þúsund allt árið í fyrra. Stofnunin segir að samkvæmt skýrslum ríkja í Evrópu hafi 37 manns dáið úr mislingum það sem af er ári. „Þetta er alvarlegur faraldur og það hefur verið talsvert um dauðsföll. Mér sýnist að um 0,1 prósent þeirra sem sýkjast hafi hreinlega dáið.“ Aðspurður segir Þórólfur þessa háu dánartíðni ekki óeðlilega fyrir þennan sjúkdóm. Þá hafi það mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir aðra að veikjast. „Þess vegna er lögð svona mikil áhersla á að bólusetja og uppræta þennan sjúkdóm.“ Þórólfur segir illa hafa gengið að uppræta sjúkdóminn í nokkrum ríkjum Evrópu þar sem hópar fólks láta ekki bólusetja börnin sín. „Við höfum blessunarlega sloppið við þetta, jafnvel þótt Íslendingar hafi smitast erlendis og borið smit heim,“ segir Þórólfur og bætir við: „En við getum auðvitað fengið svona faraldra hér og við höfum verið að benda á að við þurfum að ná þátttöku í bólusetningum upp í 95 prósent. Það væri viðunandi því þetta er það smitandi sjúkdómur að þátttakan þarf að vera mikil og útbreidd.“ Samkvæmt skráningum eru í kringum 90 prósent 18 mánaða barna bólusett hér og hlutfallið er 95 prósent hjá 12 ára börnum. Þórólfur segir að hlutfallið hjá 18 mánaða börnum kunni að vera hærra en skráningar bendi til en það sem vanti upp á geti komið til af ýmsum ástæðum. „Kannanir sem við höfum gert sýna hins vegar að við erum ekki að fást við foreldra sem eru á móti bólusetningum,“ segir Þórólfur og telur því ekki ástæðu til að fara í sérstakar aðgerðir gegn slíkum viðhorfum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Metfjöldi mislingatilfella hefur greinst í Evrópu það sem af er ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í tilkynningunni segir að yfir 41 þúsund börn og fullorðnir hafi greinst með mislingasmit það sem af er ári samanborið við tæp 24 þúsund allt árið í fyrra. Stofnunin segir að samkvæmt skýrslum ríkja í Evrópu hafi 37 manns dáið úr mislingum það sem af er ári. „Þetta er alvarlegur faraldur og það hefur verið talsvert um dauðsföll. Mér sýnist að um 0,1 prósent þeirra sem sýkjast hafi hreinlega dáið.“ Aðspurður segir Þórólfur þessa háu dánartíðni ekki óeðlilega fyrir þennan sjúkdóm. Þá hafi það mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir aðra að veikjast. „Þess vegna er lögð svona mikil áhersla á að bólusetja og uppræta þennan sjúkdóm.“ Þórólfur segir illa hafa gengið að uppræta sjúkdóminn í nokkrum ríkjum Evrópu þar sem hópar fólks láta ekki bólusetja börnin sín. „Við höfum blessunarlega sloppið við þetta, jafnvel þótt Íslendingar hafi smitast erlendis og borið smit heim,“ segir Þórólfur og bætir við: „En við getum auðvitað fengið svona faraldra hér og við höfum verið að benda á að við þurfum að ná þátttöku í bólusetningum upp í 95 prósent. Það væri viðunandi því þetta er það smitandi sjúkdómur að þátttakan þarf að vera mikil og útbreidd.“ Samkvæmt skráningum eru í kringum 90 prósent 18 mánaða barna bólusett hér og hlutfallið er 95 prósent hjá 12 ára börnum. Þórólfur segir að hlutfallið hjá 18 mánaða börnum kunni að vera hærra en skráningar bendi til en það sem vanti upp á geti komið til af ýmsum ástæðum. „Kannanir sem við höfum gert sýna hins vegar að við erum ekki að fást við foreldra sem eru á móti bólusetningum,“ segir Þórólfur og telur því ekki ástæðu til að fara í sérstakar aðgerðir gegn slíkum viðhorfum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira