Innlent

Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá

Birgir Olgeirsson skrifar
Steinholtsjökull og Steinholtsá.
Steinholtsjökull og Steinholtsá. Vísir/Vilhelm
Alvarlegt slys varð um hálfþrjúleytið í dag þegar bíll fór í Steinsholtsá við Þórsmörk. Lögregla, björgunarsveitir, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar eru á vettvangi ásamt skálavörðum í Þórsmörk.

Tveir erlendir ferðamenn voru í bifreiðinni og er búið að ná þeim báðum í land. Lögreglan segir ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um líðan þeirra á þessari stundu þar sem enn er unnið á vettvangi.

Reglulega gerist það að bílar lenda í vandræðum með að þvera ána sem getur verið straumhörð og vatnsmikil. 

Slysið varð í Steinsholtsá á Þórsmerkurleið.Landakort ehf



Tengdar fréttir

Fór yfir Steinsholtsá

Fyrsti breytti torfærujeppinn komst yfir Steinsholtsá á Þórsmerkurleið á tíunda tímanum í morgun, en áin verður ófær óbreyttum jeppum eitthvað fram yfir hádegi, að minnsta kosti, að sögn kunnugra.

Björgunarafrekið við Steinsholtsá - myndir

Björgunarsveitamenn á Suðurlandi unnu frækilegt afrek þegar þeir komu þremur mönnum til bjargar í Steinsholtsá í Þórsmörk í gærkvöldi. Svæðisstjóri björgunarsveita á Suðurlandi sem var á vettvangi segir að einn mannanna hafi hangið utan á bifreið mannanna sem sat föst úti í miðri á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×