Reiða fólkið á meðal okkar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Alkunna er að það hefur ekki góð áhrif á fólk að reiðast svo mjög að það helli úr skálum reiði sinnar. Þegar þetta hendir fólk sem venjulega er fremur gefið fyrir rólegheit þá verður það hálf dasað á eftir og jafnvel skömmustulegt. Það hefur á tilfinningunni að það hafi gert sig að fífli og skilur ekki sjálft hvernig það asnaðist til að láta neikvæða orku ná slíkum ofurtökum á sér. Viðkomandi heitir sjálfum sér því að endurtaka leikinn ekki í bráð. Þetta á þó alls ekki við um alla, því í íslensku samfélagi eru fjölmargir sem þrífast á reiði. Þessir einstaklingar vakna einbeittir á hverjum morgni, tilbúnir í slag dagsins. Þeir vita að það er ansi margt sem ástæða er til að æsa sig yfir og þeir ætla sannarlega ekki að missa af tækifæri til þess. Eitt af fyrstu verkefnum þeirra er því að kanna hvort einhver hafi ekki örugglega sagt eða gert einhverja vitleysu sem hægt sé að skammast yfir á netinu. Stundum liggur ekki alveg ljóst fyrir að svo sé, en þá er fylgt hinni klassísku ráðleggingu: Leitið og þér munuð finna. Afli dagsins er yfirleitt góður. Í nútímasamfélagi vill nefnilega svo til að svo að segja allir eru að tjá skoðanir sínar. Það má stöðugt agnúast út í einhverja þeirra. Þannig má eyða dágóðum hluta sólarhringsins í að hella sér yfir náungann. Svo heppilega vill til að margir sem viðra skoðanir sínar eiga það til að nota orð sem eru ekki alveg nákvæm, jafnvel klaufaleg, og þá er verulega gaman að hártoga þau og snúa út úr þeim þannig að viðkomandi neyðist jafnvel til að biðjast opinberlega afsökunar á skoðun sinni og afneita henni. Það gerir alltaf lukku hjá reiða fólkinu þegar einhver verður verulega aumur og stynur upp afsökunarorðum sem sýna að hann þráir að vera í náðinni. Nútímatækni er líka svo sniðug að það má hella svívirðingum yfir einstakling án þess að þurfa að standa frammi fyrir viðkomandi, sem gerir það enn auðveldara að gera lítið úr honum og opinbera fyrir öðrum að hann sé algjör asni og skoðanir hans ömurlegar. Reiðir einstaklingar sem hafa svo ríka þörf til að tjá sig á netinu á neikvæðan hátt hafa vitaskuld einstaka hæfileika til að láta hluti fara í taugarnar á sér. Einhverjir með rólyndari lund myndu sannarlega ráðleggja þeim að leiða hluti hjá sér, því ekki væri ástæða til að æsa sig yfir hverju sem er og svo sé alls ekki nauðsynlegt að hafa sterkar skoðanir á öllum mögulegum hlutum. Svoleiðis rök bíta ekki á reiða fólkið. Reiði þess er yfirleitt með áberandi sterkum geðvonskublæ, því er stöðugt misboðið, jafnt í stóru sem smáu. Það fyllist heilagri vandlætingu nánast út af hverju sem er. Reiða fólkið er á meðal okkar. Það hefur gríðarlegt úthald og hefur auk þess unun af að dekra við reiði sína. Þannig líður því einfaldlega best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Alkunna er að það hefur ekki góð áhrif á fólk að reiðast svo mjög að það helli úr skálum reiði sinnar. Þegar þetta hendir fólk sem venjulega er fremur gefið fyrir rólegheit þá verður það hálf dasað á eftir og jafnvel skömmustulegt. Það hefur á tilfinningunni að það hafi gert sig að fífli og skilur ekki sjálft hvernig það asnaðist til að láta neikvæða orku ná slíkum ofurtökum á sér. Viðkomandi heitir sjálfum sér því að endurtaka leikinn ekki í bráð. Þetta á þó alls ekki við um alla, því í íslensku samfélagi eru fjölmargir sem þrífast á reiði. Þessir einstaklingar vakna einbeittir á hverjum morgni, tilbúnir í slag dagsins. Þeir vita að það er ansi margt sem ástæða er til að æsa sig yfir og þeir ætla sannarlega ekki að missa af tækifæri til þess. Eitt af fyrstu verkefnum þeirra er því að kanna hvort einhver hafi ekki örugglega sagt eða gert einhverja vitleysu sem hægt sé að skammast yfir á netinu. Stundum liggur ekki alveg ljóst fyrir að svo sé, en þá er fylgt hinni klassísku ráðleggingu: Leitið og þér munuð finna. Afli dagsins er yfirleitt góður. Í nútímasamfélagi vill nefnilega svo til að svo að segja allir eru að tjá skoðanir sínar. Það má stöðugt agnúast út í einhverja þeirra. Þannig má eyða dágóðum hluta sólarhringsins í að hella sér yfir náungann. Svo heppilega vill til að margir sem viðra skoðanir sínar eiga það til að nota orð sem eru ekki alveg nákvæm, jafnvel klaufaleg, og þá er verulega gaman að hártoga þau og snúa út úr þeim þannig að viðkomandi neyðist jafnvel til að biðjast opinberlega afsökunar á skoðun sinni og afneita henni. Það gerir alltaf lukku hjá reiða fólkinu þegar einhver verður verulega aumur og stynur upp afsökunarorðum sem sýna að hann þráir að vera í náðinni. Nútímatækni er líka svo sniðug að það má hella svívirðingum yfir einstakling án þess að þurfa að standa frammi fyrir viðkomandi, sem gerir það enn auðveldara að gera lítið úr honum og opinbera fyrir öðrum að hann sé algjör asni og skoðanir hans ömurlegar. Reiðir einstaklingar sem hafa svo ríka þörf til að tjá sig á netinu á neikvæðan hátt hafa vitaskuld einstaka hæfileika til að láta hluti fara í taugarnar á sér. Einhverjir með rólyndari lund myndu sannarlega ráðleggja þeim að leiða hluti hjá sér, því ekki væri ástæða til að æsa sig yfir hverju sem er og svo sé alls ekki nauðsynlegt að hafa sterkar skoðanir á öllum mögulegum hlutum. Svoleiðis rök bíta ekki á reiða fólkið. Reiði þess er yfirleitt með áberandi sterkum geðvonskublæ, því er stöðugt misboðið, jafnt í stóru sem smáu. Það fyllist heilagri vandlætingu nánast út af hverju sem er. Reiða fólkið er á meðal okkar. Það hefur gríðarlegt úthald og hefur auk þess unun af að dekra við reiði sína. Þannig líður því einfaldlega best.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun