Reiða fólkið á meðal okkar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Alkunna er að það hefur ekki góð áhrif á fólk að reiðast svo mjög að það helli úr skálum reiði sinnar. Þegar þetta hendir fólk sem venjulega er fremur gefið fyrir rólegheit þá verður það hálf dasað á eftir og jafnvel skömmustulegt. Það hefur á tilfinningunni að það hafi gert sig að fífli og skilur ekki sjálft hvernig það asnaðist til að láta neikvæða orku ná slíkum ofurtökum á sér. Viðkomandi heitir sjálfum sér því að endurtaka leikinn ekki í bráð. Þetta á þó alls ekki við um alla, því í íslensku samfélagi eru fjölmargir sem þrífast á reiði. Þessir einstaklingar vakna einbeittir á hverjum morgni, tilbúnir í slag dagsins. Þeir vita að það er ansi margt sem ástæða er til að æsa sig yfir og þeir ætla sannarlega ekki að missa af tækifæri til þess. Eitt af fyrstu verkefnum þeirra er því að kanna hvort einhver hafi ekki örugglega sagt eða gert einhverja vitleysu sem hægt sé að skammast yfir á netinu. Stundum liggur ekki alveg ljóst fyrir að svo sé, en þá er fylgt hinni klassísku ráðleggingu: Leitið og þér munuð finna. Afli dagsins er yfirleitt góður. Í nútímasamfélagi vill nefnilega svo til að svo að segja allir eru að tjá skoðanir sínar. Það má stöðugt agnúast út í einhverja þeirra. Þannig má eyða dágóðum hluta sólarhringsins í að hella sér yfir náungann. Svo heppilega vill til að margir sem viðra skoðanir sínar eiga það til að nota orð sem eru ekki alveg nákvæm, jafnvel klaufaleg, og þá er verulega gaman að hártoga þau og snúa út úr þeim þannig að viðkomandi neyðist jafnvel til að biðjast opinberlega afsökunar á skoðun sinni og afneita henni. Það gerir alltaf lukku hjá reiða fólkinu þegar einhver verður verulega aumur og stynur upp afsökunarorðum sem sýna að hann þráir að vera í náðinni. Nútímatækni er líka svo sniðug að það má hella svívirðingum yfir einstakling án þess að þurfa að standa frammi fyrir viðkomandi, sem gerir það enn auðveldara að gera lítið úr honum og opinbera fyrir öðrum að hann sé algjör asni og skoðanir hans ömurlegar. Reiðir einstaklingar sem hafa svo ríka þörf til að tjá sig á netinu á neikvæðan hátt hafa vitaskuld einstaka hæfileika til að láta hluti fara í taugarnar á sér. Einhverjir með rólyndari lund myndu sannarlega ráðleggja þeim að leiða hluti hjá sér, því ekki væri ástæða til að æsa sig yfir hverju sem er og svo sé alls ekki nauðsynlegt að hafa sterkar skoðanir á öllum mögulegum hlutum. Svoleiðis rök bíta ekki á reiða fólkið. Reiði þess er yfirleitt með áberandi sterkum geðvonskublæ, því er stöðugt misboðið, jafnt í stóru sem smáu. Það fyllist heilagri vandlætingu nánast út af hverju sem er. Reiða fólkið er á meðal okkar. Það hefur gríðarlegt úthald og hefur auk þess unun af að dekra við reiði sína. Þannig líður því einfaldlega best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Alkunna er að það hefur ekki góð áhrif á fólk að reiðast svo mjög að það helli úr skálum reiði sinnar. Þegar þetta hendir fólk sem venjulega er fremur gefið fyrir rólegheit þá verður það hálf dasað á eftir og jafnvel skömmustulegt. Það hefur á tilfinningunni að það hafi gert sig að fífli og skilur ekki sjálft hvernig það asnaðist til að láta neikvæða orku ná slíkum ofurtökum á sér. Viðkomandi heitir sjálfum sér því að endurtaka leikinn ekki í bráð. Þetta á þó alls ekki við um alla, því í íslensku samfélagi eru fjölmargir sem þrífast á reiði. Þessir einstaklingar vakna einbeittir á hverjum morgni, tilbúnir í slag dagsins. Þeir vita að það er ansi margt sem ástæða er til að æsa sig yfir og þeir ætla sannarlega ekki að missa af tækifæri til þess. Eitt af fyrstu verkefnum þeirra er því að kanna hvort einhver hafi ekki örugglega sagt eða gert einhverja vitleysu sem hægt sé að skammast yfir á netinu. Stundum liggur ekki alveg ljóst fyrir að svo sé, en þá er fylgt hinni klassísku ráðleggingu: Leitið og þér munuð finna. Afli dagsins er yfirleitt góður. Í nútímasamfélagi vill nefnilega svo til að svo að segja allir eru að tjá skoðanir sínar. Það má stöðugt agnúast út í einhverja þeirra. Þannig má eyða dágóðum hluta sólarhringsins í að hella sér yfir náungann. Svo heppilega vill til að margir sem viðra skoðanir sínar eiga það til að nota orð sem eru ekki alveg nákvæm, jafnvel klaufaleg, og þá er verulega gaman að hártoga þau og snúa út úr þeim þannig að viðkomandi neyðist jafnvel til að biðjast opinberlega afsökunar á skoðun sinni og afneita henni. Það gerir alltaf lukku hjá reiða fólkinu þegar einhver verður verulega aumur og stynur upp afsökunarorðum sem sýna að hann þráir að vera í náðinni. Nútímatækni er líka svo sniðug að það má hella svívirðingum yfir einstakling án þess að þurfa að standa frammi fyrir viðkomandi, sem gerir það enn auðveldara að gera lítið úr honum og opinbera fyrir öðrum að hann sé algjör asni og skoðanir hans ömurlegar. Reiðir einstaklingar sem hafa svo ríka þörf til að tjá sig á netinu á neikvæðan hátt hafa vitaskuld einstaka hæfileika til að láta hluti fara í taugarnar á sér. Einhverjir með rólyndari lund myndu sannarlega ráðleggja þeim að leiða hluti hjá sér, því ekki væri ástæða til að æsa sig yfir hverju sem er og svo sé alls ekki nauðsynlegt að hafa sterkar skoðanir á öllum mögulegum hlutum. Svoleiðis rök bíta ekki á reiða fólkið. Reiði þess er yfirleitt með áberandi sterkum geðvonskublæ, því er stöðugt misboðið, jafnt í stóru sem smáu. Það fyllist heilagri vandlætingu nánast út af hverju sem er. Reiða fólkið er á meðal okkar. Það hefur gríðarlegt úthald og hefur auk þess unun af að dekra við reiði sína. Þannig líður því einfaldlega best.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun