Advania frestar skráningu á markað Helgi Vífill Júlíusson skrifar 7. september 2018 07:00 VIA equity, fjárfestingarsjóður í Norður-Evrópu, og PFA, stærsti lífeyrissjóður Danmerkur, hafa eignast 30 prósenta hlut í Advania. Fréttablaðið/Ernir Forsvarsmenn Advania hafa slegið því á frest að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað í Svíþjóð í kjölfar hlutafjáraukningar hjá fyrirtækinu. Við hana var þeim fjárhagslegum markmiðum náð sem stefnt var að með skráningu. Fyrirtækið, sem er með 1.300 starfsmenn, hyggur á mikinn vöxt, að minnsta kosti tvöföldun á fáeinum árum, til að geta betur keppt á Norðurlöndunum. Ekki hafði verið horft til íslenska hlutabréfamarkaðarins um nokkurt skeið vegna smæðar hans. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eignuðust VIA equity, leiðandi fjárfestingarsjóður í Norður-Evrópu, og PFA, stærsti lífeyrissjóður Danmerkur, 30 prósenta hlut í Advania á þriðjudag. Samkvæmt heimildum blaðsins keyptu sjóðirnir hlutabréf af hluthöfum og lögðu fram aukið hlutafé. „Skráning á hlutabréfamarkað er einn af þeim valmöguleikum sem eigendur Advania hafa ávallt litið til, til að efla fjárhagslegan styrk fyrirtækisins og nýta hann til að halda áfram að vaxa. Með tilkomu VIA equity og PFA hefur dregið úr líkunum á að af skráningu á markað verði á næstu misserum,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, í samtali við Fréttablaðið. Framtakssjóður Íslands eignaðist 71 prósents hlut í Advania í kjölfar bankahrunsins. Á árunum 2014 og 2015 eignaðist fámennur hópur norrænna fjárfesta með reynslu og þekkingu á upplýsingatæknigeiranum á Norðurlöndum meirihluta í félaginu og lagði því til um tvo milljarða króna í aukið hlutafé. Við það tækifæri var tilkynnt að stefnt yrði að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað í Svíþjóð og á Íslandi.Breidd og dýpt Spurður hve hratt sé stefnt á að vaxa á næstu árum bendir hann á að þörfin fyrir upplýsingatækni verði æ meiri í viðskiptalífinu. „Tvennt skiptir sköpum í rekstri upplýsingatæknifyrirtækja. Annars vegar þarf að hafa nægjanlega breidd til að þjóna þörfum viðskiptavina. Þeir vilja almennt skipta við sama fyrirtækið. Hins vegar er upplýsingatækni orðin svo flókin viðfangs að það þarf að hafa yfir að ráða djúpri þekkingu á henni. Til að geta boðið breidd og dýpt þarf Advania að stækka. Fyrirtækin sem við erum að keppa við eru með 15-70 þúsund starfsmenn. Við erum afar smátt fyrirtæki í þeim samanburði, á Íslandi eru 730 starfsmenn og 1.300 í heildina,“ segir hann. Velta Advania í Svíþjóð var um 24 milljarðar króna í fyrra og markaðshlutdeildin einungis 1 prósent. Hann telur því möguleikana mikla en velta á því hve vel verði haldið á spilunum. Ljóst er þó að stefnt sé að örum vexti.Horft til Norðurlanda Horft verði til kaupa á tæknifyrirtækjum á Norðurlöndunum en þar sé mikið af keppinautum sem þurfi að vaxa. „Mörg fyrirtæki þurfa að verða breiðari og dýpri eins og við,“ segir Gestur. Hann horfir til fyrirtækja með góð stjórnendateymi og ánægða viðskiptavini sem gætu eflt Advania. Ekki sé horft á einhverjar syllur umfram aðrar. Frá árinu 2012 til ársins 2017 jókst veltan um 43 prósent eða um 10,5 milljarða króna en hún var um 35 milljarðar króna í fyrra. Að sögn Gests má telja innri vöxt fyrirtækisins í tveggja stafa tölum. Starfsmönnum á Íslandi hefur fjölgað um 260 frá 2012 til dagsins í dag, eftir að tilkynnt var um yfirtöku á Wise, og eru þeir nú 730. Um 60 prósent veltunnar má rekja til Svíþjóðar, 30 prósent til Íslands og það sem eftir stendur til Noregs. „Starfsemi okkar er lítil í Danmörku,“ segir hann. Advania samanstendur af 14 fyrirtækjum sem hafa sameinast, þar af átta íslenskum. Það liggur í hlutarins eðli að fleiri samrunar hafa átt sér stað á Íslandi því þau fyrirtæki eru smærri en á hinum Norðurlöndunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Forsvarsmenn Advania hafa slegið því á frest að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað í Svíþjóð í kjölfar hlutafjáraukningar hjá fyrirtækinu. Við hana var þeim fjárhagslegum markmiðum náð sem stefnt var að með skráningu. Fyrirtækið, sem er með 1.300 starfsmenn, hyggur á mikinn vöxt, að minnsta kosti tvöföldun á fáeinum árum, til að geta betur keppt á Norðurlöndunum. Ekki hafði verið horft til íslenska hlutabréfamarkaðarins um nokkurt skeið vegna smæðar hans. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eignuðust VIA equity, leiðandi fjárfestingarsjóður í Norður-Evrópu, og PFA, stærsti lífeyrissjóður Danmerkur, 30 prósenta hlut í Advania á þriðjudag. Samkvæmt heimildum blaðsins keyptu sjóðirnir hlutabréf af hluthöfum og lögðu fram aukið hlutafé. „Skráning á hlutabréfamarkað er einn af þeim valmöguleikum sem eigendur Advania hafa ávallt litið til, til að efla fjárhagslegan styrk fyrirtækisins og nýta hann til að halda áfram að vaxa. Með tilkomu VIA equity og PFA hefur dregið úr líkunum á að af skráningu á markað verði á næstu misserum,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, í samtali við Fréttablaðið. Framtakssjóður Íslands eignaðist 71 prósents hlut í Advania í kjölfar bankahrunsins. Á árunum 2014 og 2015 eignaðist fámennur hópur norrænna fjárfesta með reynslu og þekkingu á upplýsingatæknigeiranum á Norðurlöndum meirihluta í félaginu og lagði því til um tvo milljarða króna í aukið hlutafé. Við það tækifæri var tilkynnt að stefnt yrði að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað í Svíþjóð og á Íslandi.Breidd og dýpt Spurður hve hratt sé stefnt á að vaxa á næstu árum bendir hann á að þörfin fyrir upplýsingatækni verði æ meiri í viðskiptalífinu. „Tvennt skiptir sköpum í rekstri upplýsingatæknifyrirtækja. Annars vegar þarf að hafa nægjanlega breidd til að þjóna þörfum viðskiptavina. Þeir vilja almennt skipta við sama fyrirtækið. Hins vegar er upplýsingatækni orðin svo flókin viðfangs að það þarf að hafa yfir að ráða djúpri þekkingu á henni. Til að geta boðið breidd og dýpt þarf Advania að stækka. Fyrirtækin sem við erum að keppa við eru með 15-70 þúsund starfsmenn. Við erum afar smátt fyrirtæki í þeim samanburði, á Íslandi eru 730 starfsmenn og 1.300 í heildina,“ segir hann. Velta Advania í Svíþjóð var um 24 milljarðar króna í fyrra og markaðshlutdeildin einungis 1 prósent. Hann telur því möguleikana mikla en velta á því hve vel verði haldið á spilunum. Ljóst er þó að stefnt sé að örum vexti.Horft til Norðurlanda Horft verði til kaupa á tæknifyrirtækjum á Norðurlöndunum en þar sé mikið af keppinautum sem þurfi að vaxa. „Mörg fyrirtæki þurfa að verða breiðari og dýpri eins og við,“ segir Gestur. Hann horfir til fyrirtækja með góð stjórnendateymi og ánægða viðskiptavini sem gætu eflt Advania. Ekki sé horft á einhverjar syllur umfram aðrar. Frá árinu 2012 til ársins 2017 jókst veltan um 43 prósent eða um 10,5 milljarða króna en hún var um 35 milljarðar króna í fyrra. Að sögn Gests má telja innri vöxt fyrirtækisins í tveggja stafa tölum. Starfsmönnum á Íslandi hefur fjölgað um 260 frá 2012 til dagsins í dag, eftir að tilkynnt var um yfirtöku á Wise, og eru þeir nú 730. Um 60 prósent veltunnar má rekja til Svíþjóðar, 30 prósent til Íslands og það sem eftir stendur til Noregs. „Starfsemi okkar er lítil í Danmörku,“ segir hann. Advania samanstendur af 14 fyrirtækjum sem hafa sameinast, þar af átta íslenskum. Það liggur í hlutarins eðli að fleiri samrunar hafa átt sér stað á Íslandi því þau fyrirtæki eru smærri en á hinum Norðurlöndunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira