Advania frestar skráningu á markað Helgi Vífill Júlíusson skrifar 7. september 2018 07:00 VIA equity, fjárfestingarsjóður í Norður-Evrópu, og PFA, stærsti lífeyrissjóður Danmerkur, hafa eignast 30 prósenta hlut í Advania. Fréttablaðið/Ernir Forsvarsmenn Advania hafa slegið því á frest að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað í Svíþjóð í kjölfar hlutafjáraukningar hjá fyrirtækinu. Við hana var þeim fjárhagslegum markmiðum náð sem stefnt var að með skráningu. Fyrirtækið, sem er með 1.300 starfsmenn, hyggur á mikinn vöxt, að minnsta kosti tvöföldun á fáeinum árum, til að geta betur keppt á Norðurlöndunum. Ekki hafði verið horft til íslenska hlutabréfamarkaðarins um nokkurt skeið vegna smæðar hans. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eignuðust VIA equity, leiðandi fjárfestingarsjóður í Norður-Evrópu, og PFA, stærsti lífeyrissjóður Danmerkur, 30 prósenta hlut í Advania á þriðjudag. Samkvæmt heimildum blaðsins keyptu sjóðirnir hlutabréf af hluthöfum og lögðu fram aukið hlutafé. „Skráning á hlutabréfamarkað er einn af þeim valmöguleikum sem eigendur Advania hafa ávallt litið til, til að efla fjárhagslegan styrk fyrirtækisins og nýta hann til að halda áfram að vaxa. Með tilkomu VIA equity og PFA hefur dregið úr líkunum á að af skráningu á markað verði á næstu misserum,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, í samtali við Fréttablaðið. Framtakssjóður Íslands eignaðist 71 prósents hlut í Advania í kjölfar bankahrunsins. Á árunum 2014 og 2015 eignaðist fámennur hópur norrænna fjárfesta með reynslu og þekkingu á upplýsingatæknigeiranum á Norðurlöndum meirihluta í félaginu og lagði því til um tvo milljarða króna í aukið hlutafé. Við það tækifæri var tilkynnt að stefnt yrði að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað í Svíþjóð og á Íslandi.Breidd og dýpt Spurður hve hratt sé stefnt á að vaxa á næstu árum bendir hann á að þörfin fyrir upplýsingatækni verði æ meiri í viðskiptalífinu. „Tvennt skiptir sköpum í rekstri upplýsingatæknifyrirtækja. Annars vegar þarf að hafa nægjanlega breidd til að þjóna þörfum viðskiptavina. Þeir vilja almennt skipta við sama fyrirtækið. Hins vegar er upplýsingatækni orðin svo flókin viðfangs að það þarf að hafa yfir að ráða djúpri þekkingu á henni. Til að geta boðið breidd og dýpt þarf Advania að stækka. Fyrirtækin sem við erum að keppa við eru með 15-70 þúsund starfsmenn. Við erum afar smátt fyrirtæki í þeim samanburði, á Íslandi eru 730 starfsmenn og 1.300 í heildina,“ segir hann. Velta Advania í Svíþjóð var um 24 milljarðar króna í fyrra og markaðshlutdeildin einungis 1 prósent. Hann telur því möguleikana mikla en velta á því hve vel verði haldið á spilunum. Ljóst er þó að stefnt sé að örum vexti.Horft til Norðurlanda Horft verði til kaupa á tæknifyrirtækjum á Norðurlöndunum en þar sé mikið af keppinautum sem þurfi að vaxa. „Mörg fyrirtæki þurfa að verða breiðari og dýpri eins og við,“ segir Gestur. Hann horfir til fyrirtækja með góð stjórnendateymi og ánægða viðskiptavini sem gætu eflt Advania. Ekki sé horft á einhverjar syllur umfram aðrar. Frá árinu 2012 til ársins 2017 jókst veltan um 43 prósent eða um 10,5 milljarða króna en hún var um 35 milljarðar króna í fyrra. Að sögn Gests má telja innri vöxt fyrirtækisins í tveggja stafa tölum. Starfsmönnum á Íslandi hefur fjölgað um 260 frá 2012 til dagsins í dag, eftir að tilkynnt var um yfirtöku á Wise, og eru þeir nú 730. Um 60 prósent veltunnar má rekja til Svíþjóðar, 30 prósent til Íslands og það sem eftir stendur til Noregs. „Starfsemi okkar er lítil í Danmörku,“ segir hann. Advania samanstendur af 14 fyrirtækjum sem hafa sameinast, þar af átta íslenskum. Það liggur í hlutarins eðli að fleiri samrunar hafa átt sér stað á Íslandi því þau fyrirtæki eru smærri en á hinum Norðurlöndunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Forsvarsmenn Advania hafa slegið því á frest að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað í Svíþjóð í kjölfar hlutafjáraukningar hjá fyrirtækinu. Við hana var þeim fjárhagslegum markmiðum náð sem stefnt var að með skráningu. Fyrirtækið, sem er með 1.300 starfsmenn, hyggur á mikinn vöxt, að minnsta kosti tvöföldun á fáeinum árum, til að geta betur keppt á Norðurlöndunum. Ekki hafði verið horft til íslenska hlutabréfamarkaðarins um nokkurt skeið vegna smæðar hans. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eignuðust VIA equity, leiðandi fjárfestingarsjóður í Norður-Evrópu, og PFA, stærsti lífeyrissjóður Danmerkur, 30 prósenta hlut í Advania á þriðjudag. Samkvæmt heimildum blaðsins keyptu sjóðirnir hlutabréf af hluthöfum og lögðu fram aukið hlutafé. „Skráning á hlutabréfamarkað er einn af þeim valmöguleikum sem eigendur Advania hafa ávallt litið til, til að efla fjárhagslegan styrk fyrirtækisins og nýta hann til að halda áfram að vaxa. Með tilkomu VIA equity og PFA hefur dregið úr líkunum á að af skráningu á markað verði á næstu misserum,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, í samtali við Fréttablaðið. Framtakssjóður Íslands eignaðist 71 prósents hlut í Advania í kjölfar bankahrunsins. Á árunum 2014 og 2015 eignaðist fámennur hópur norrænna fjárfesta með reynslu og þekkingu á upplýsingatæknigeiranum á Norðurlöndum meirihluta í félaginu og lagði því til um tvo milljarða króna í aukið hlutafé. Við það tækifæri var tilkynnt að stefnt yrði að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað í Svíþjóð og á Íslandi.Breidd og dýpt Spurður hve hratt sé stefnt á að vaxa á næstu árum bendir hann á að þörfin fyrir upplýsingatækni verði æ meiri í viðskiptalífinu. „Tvennt skiptir sköpum í rekstri upplýsingatæknifyrirtækja. Annars vegar þarf að hafa nægjanlega breidd til að þjóna þörfum viðskiptavina. Þeir vilja almennt skipta við sama fyrirtækið. Hins vegar er upplýsingatækni orðin svo flókin viðfangs að það þarf að hafa yfir að ráða djúpri þekkingu á henni. Til að geta boðið breidd og dýpt þarf Advania að stækka. Fyrirtækin sem við erum að keppa við eru með 15-70 þúsund starfsmenn. Við erum afar smátt fyrirtæki í þeim samanburði, á Íslandi eru 730 starfsmenn og 1.300 í heildina,“ segir hann. Velta Advania í Svíþjóð var um 24 milljarðar króna í fyrra og markaðshlutdeildin einungis 1 prósent. Hann telur því möguleikana mikla en velta á því hve vel verði haldið á spilunum. Ljóst er þó að stefnt sé að örum vexti.Horft til Norðurlanda Horft verði til kaupa á tæknifyrirtækjum á Norðurlöndunum en þar sé mikið af keppinautum sem þurfi að vaxa. „Mörg fyrirtæki þurfa að verða breiðari og dýpri eins og við,“ segir Gestur. Hann horfir til fyrirtækja með góð stjórnendateymi og ánægða viðskiptavini sem gætu eflt Advania. Ekki sé horft á einhverjar syllur umfram aðrar. Frá árinu 2012 til ársins 2017 jókst veltan um 43 prósent eða um 10,5 milljarða króna en hún var um 35 milljarðar króna í fyrra. Að sögn Gests má telja innri vöxt fyrirtækisins í tveggja stafa tölum. Starfsmönnum á Íslandi hefur fjölgað um 260 frá 2012 til dagsins í dag, eftir að tilkynnt var um yfirtöku á Wise, og eru þeir nú 730. Um 60 prósent veltunnar má rekja til Svíþjóðar, 30 prósent til Íslands og það sem eftir stendur til Noregs. „Starfsemi okkar er lítil í Danmörku,“ segir hann. Advania samanstendur af 14 fyrirtækjum sem hafa sameinast, þar af átta íslenskum. Það liggur í hlutarins eðli að fleiri samrunar hafa átt sér stað á Íslandi því þau fyrirtæki eru smærri en á hinum Norðurlöndunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira