Pence og Pompeo segjast ekki vera huldumaðurinn Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2018 12:35 Mike Pence og Mike Pompeo. Vísir/AP/EPA Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skrifað nafnlausa grein sem birt var í New York Times í gærkvöldi og það gerir Mike Pompeo, utanríkisráðherra, einnig. Umrædd grein var skrifuð af „háttsettum embættismanni“ sem vinnur fyrir Donald Trump, forseta, þar var Trump harðlega gagnrýndur og var því haldið fram að starfsmenn hans vinni á bak við tjöldin til að koma í veg fyrir að hann valdi Bandaríkjunum skaða. Fjölmargir hafa haldið því fram að Pence hafi skrifað greinina og byggir sú kenning á því að orðið „lodestar“ sé í henni. Pence hefur oft notað þetta sjaldgæfa orð í máli sínu.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansÍ yfirlýsingu frá skrifstofu Pence segir að hann merki þær greinar sem hann skrifi. Enn fremur segir starfsmaður hans á Twitter að bæði NYT og huldumaðurinn ættu að skammast sín fyrir greinina sem hann segir vera falska og heigulslega.The Vice President puts his name on his Op-Eds. The @nytimes should be ashamed and so should the person who wrote the false, illogical, and gutless op-ed. Our office is above such amateur acts. — Jarrod Agen (@VPComDir) September 6, 2018 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem staddur er í Indlandi gagnrýndi einnig birtingu greinarinnar og þvertók fyrir að hafa skrifað hana. Hann sagði sömuleiðis að ef greinin væri raunveruleg ætti sá sem skrifað hana ekki að vera svo undirförull og fara þessa leið með gagnrýni sína.Pompeo sagði að ef viðkomandi aðili sæi sér ekki fært að fylgja skipunum forsetans ætti hann að hætta í starfi sínu. „Þessi persóna ákvað, samkvæmt New York Times, þess í stað að vera áfram og grafa undan því sem Trump og ríkisstjórn hans eru að reyna að gera,“ sagði Pompeo og bætti við: „Og ég verð að segja ykkur, að ég er uggandi yfir viðleitni fjölmiðla til að grafa undan ríkisstjórninni.“Sjá einnig: Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn erDonald Trump hefur brugðist reiður við greininni og samkvæmt Washington Post er huldumannsins leitað innan veggja Hvíta hússins og ríkisstjórnarinnar, sem jafnvel væri hægt að kalla Heimildarmenn WP segja Trump líta á skrifin sem svik og jafnvel landráð og hann sé ævareiður. Fyrstu viðbrögð hans voru til dæmis að tísta orðinu landráð með engu öðru en spurningarmerki.TREASON?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skrifað nafnlausa grein sem birt var í New York Times í gærkvöldi og það gerir Mike Pompeo, utanríkisráðherra, einnig. Umrædd grein var skrifuð af „háttsettum embættismanni“ sem vinnur fyrir Donald Trump, forseta, þar var Trump harðlega gagnrýndur og var því haldið fram að starfsmenn hans vinni á bak við tjöldin til að koma í veg fyrir að hann valdi Bandaríkjunum skaða. Fjölmargir hafa haldið því fram að Pence hafi skrifað greinina og byggir sú kenning á því að orðið „lodestar“ sé í henni. Pence hefur oft notað þetta sjaldgæfa orð í máli sínu.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansÍ yfirlýsingu frá skrifstofu Pence segir að hann merki þær greinar sem hann skrifi. Enn fremur segir starfsmaður hans á Twitter að bæði NYT og huldumaðurinn ættu að skammast sín fyrir greinina sem hann segir vera falska og heigulslega.The Vice President puts his name on his Op-Eds. The @nytimes should be ashamed and so should the person who wrote the false, illogical, and gutless op-ed. Our office is above such amateur acts. — Jarrod Agen (@VPComDir) September 6, 2018 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem staddur er í Indlandi gagnrýndi einnig birtingu greinarinnar og þvertók fyrir að hafa skrifað hana. Hann sagði sömuleiðis að ef greinin væri raunveruleg ætti sá sem skrifað hana ekki að vera svo undirförull og fara þessa leið með gagnrýni sína.Pompeo sagði að ef viðkomandi aðili sæi sér ekki fært að fylgja skipunum forsetans ætti hann að hætta í starfi sínu. „Þessi persóna ákvað, samkvæmt New York Times, þess í stað að vera áfram og grafa undan því sem Trump og ríkisstjórn hans eru að reyna að gera,“ sagði Pompeo og bætti við: „Og ég verð að segja ykkur, að ég er uggandi yfir viðleitni fjölmiðla til að grafa undan ríkisstjórninni.“Sjá einnig: Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn erDonald Trump hefur brugðist reiður við greininni og samkvæmt Washington Post er huldumannsins leitað innan veggja Hvíta hússins og ríkisstjórnarinnar, sem jafnvel væri hægt að kalla Heimildarmenn WP segja Trump líta á skrifin sem svik og jafnvel landráð og hann sé ævareiður. Fyrstu viðbrögð hans voru til dæmis að tísta orðinu landráð með engu öðru en spurningarmerki.TREASON?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira