Enn um ættarnöfn Þorvaldur Gylfason skrifar 6. september 2018 07:00 Reykjavík – Við Kristján Hreinsson skáld og heimspekingur leikum okkur stundum að því að kasta á milli okkar ættarnöfnum sem rímorðum í kveðskap. Ég ræð aðeins við auðveld nöfn eins og Kúld og Maack og Mixa og Proust en Kristján glímir við hin erfiðari ættarnöfnin eins og Aðils, Bieltvedt, Flygenring, Kröyer og Schopka. Það hefur hamlað okkur við þessa iðju að við höfum til þessa haldið okkur við þau ættarnöfn sem fólkið í landinu hefur tekið sér skv. lögum. Ættarnöfnin hafa reynzt fleiri en við hugðum. Hér segir frá því. Rómverjar tóku sér ættarnöfn. Venjan breiddist út og ruddi smám saman burt föðurnöfnum og stöku sinnum móðurnöfnum sem tíðkuðust í germönskum sið og tíðkast enn á Íslandi. Aðalsmenn urðu fyrstir til að bera ættarnöfn á miðöldum en siðurinn barst síðan niður virðingarstiga samfélagsins rim fyrir rim. Frakkar tóku upp ættarnöfn á 10. öld og Danir í byrjun 16. aldar. Um aldamótin 1800 bar fjórði hver Dani ættarnafn. Þegar leið á 19. öldina tóku Íslendingar, einkum yfirstéttirnar, að breyta föðurnöfnum í ættarnöfn og voru þau orðin tæplega 300 árið 1910 og eru nú orðin fleiri en 600. Hér er ekki ætlan mín að ýfa upp deilur síðustu ára um mannanöfn heldur aðeins að rifja upp rösklega 100 ára gamla sögu til fróðleiks og yndisauka. Í Skírni 1908 birtist grein eftir Guðmund Jónsson, tvítugan mann, þar sem hann sagði m.a.: „Eg ætlast til að allir ungir menn, karlar og konur, … eigi sér samboðin mannanöfn, þá tegund þjóðernis, sem einna mest ber á, – eg ætlast til að þeir allir taki sér upp falleg og alíslenzk nöfn, sem gera má að ættarnöfnum. … Eg tel það engum skyldara en mér, að verða fyrstur til að taka upp [ættar]nafn ... Því vil eg feginn vinna að því, að sem flestir taki upp slík nöfn. Og eg skal byrja. Eg breyti nafninu: Guðmundur Jónsson í undirritað nafn. Og æski þess að verða ávalt hér eftir nefndur því heiti. ... Guðmundur Kamban.“ Honum varð að ósk sinni. Hann varð einnig frægt skáld. Nú komst skriður á málið. Alþingi lét skipa þriggja manna nefnd til að semja ættarnöfn handa Íslendingum og samþykkti síðan lög um mannanöfn sem tóku gildi 1915. Voru um 270 ættarnafnaleyfisbréf gefin út gegn gjaldi til 1925 þegar lögunum var breytt til að taka fyrir frekari ættarnafngiftir. Árni Pálsson prófessor fjallaði um málið í fyrirlestri Um ættarnöfn 1916 (sjá Árni Pálsson, Á víð og dreif, Helgafell, 1947, bls. 269-290). Þar hafnar hann þeirri skoðun að gamla íslenzka nafnavenjan sé eins og að „druslast í vaðmálsfötunum innan um prúðbúna „gentlemen“!“ Hann rekur tillögur nefndarinnar lið fyrir lið: l „Ef maður vill kenna sig við föður eða ættföður, sem heitir Snorri, verður ættarnafnið Snorran. Eða ef maður vill kenna sig við bæ, sem heitir t.d. Bakki eða Hlíð, þá verður ættarnafnið: Bakkan, Hlíðan. Rökstuðning: an merkir hreyfingu frá, sbr. héðan, þaðan! Samkvæmt þessari reglu eru t.d. nöfnin (!) Austan, Vestan, Sunnan, Norðan tekin upp á skrána.“ l „Ef maður á móður eða ættmóður, sem heitir Hrefna, verður ættarnafnið Hrefnon. Eftir sömu reglu er farið um staðanöfn, sem hafa endinguna a: Dæmi: … Katlon. – Tungon, Leiron, Hriflon, ... Rökstuðning: Í frumnorrænu enduðu þau kvenkynsorð á on, sem nú enda á a!“ Enginn Íslendingur tók sér nafn hér heima með endingunni „on“ svo vitað sé. Landshornaflakkarinn Karl Einarsson Dunganon tók sér það nafn í Færeyjum. l „Ef maður vill kenna sig við einhvern fjörð, verður endingin fer. Dæmi: Breiðfer, Patfer, Önfer. Rökstuðning: Hin germanska rót í orðinu fjörður er fer.“ Eggert Gilfer, sjöfaldur Íslandsmeistari í skák, kenndi sig þannig við Gilsfjörð. Önnur dæmi finnast ekki. l „Ef maður vill kenna sig við bæjarnafn, sem hefur endinguna staður eða staðir, verður ættarnafnsendingin star. Dæmi Brússtar (Brúsastaðir), Hösstar (Höskuldsstaðir), Vakstar (Vakursstaðir). Rökstuðning: Rótin í staður er sta, „og við hana höfum við skeytt -r, sem er algeng afleiðsluending í málinu. Virðast oss slík ættarnöfn allfögur og hagkvæm.“(!!)“ Hér vitnar Árni Pálsson orðrétt í álit nefndarinnar. Enginn Íslendingur tók sér slíkt nafn með endingunni „star“ svo vitað sé. Árni Pálsson tilgreinir fleiri tillögur nefndarinnar um ættarnöfn: „Aran, Daðan, Síðon, Sturlon, Kvígfer, Reyðfer, Spóstar, Sprúgstar, … Apvaz (Apavatn!), Villvaz (Villingavatn!), Víkvaz (Víkingavatn!) o.s.frv.“ Árni Pálsson segir að lokum máls síns um álit nefndarinnar að „þessi nöfn eða ónefni, sem hún hefur verið að smíða, eru öll eða flestöll með því marki brennd, að ég held, að engin hætta sé á, að þau svíki sig inn í eyru þjóðarinnar. … ég get ekki skilið að nokkrum heilvita manni komi til hugar að nota þau. Og ég vona, að augu allra munu nú opnast fyrir því, að það muni ekki auðgert að smíða ættarnöfn við hæfi íslenzkunnar, þegar einum lærðum málfræðingi og tveimur velmenntuðum og venjulega smekkvísum rithöfundum hefur ekki tekizt betur en þetta.“ Árni reyndist sannspár. Hitt hefði hann varla getað grunað hversu fjölskrúðugum fornöfnum Íslendingar hafa skírt börnin sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Við Kristján Hreinsson skáld og heimspekingur leikum okkur stundum að því að kasta á milli okkar ættarnöfnum sem rímorðum í kveðskap. Ég ræð aðeins við auðveld nöfn eins og Kúld og Maack og Mixa og Proust en Kristján glímir við hin erfiðari ættarnöfnin eins og Aðils, Bieltvedt, Flygenring, Kröyer og Schopka. Það hefur hamlað okkur við þessa iðju að við höfum til þessa haldið okkur við þau ættarnöfn sem fólkið í landinu hefur tekið sér skv. lögum. Ættarnöfnin hafa reynzt fleiri en við hugðum. Hér segir frá því. Rómverjar tóku sér ættarnöfn. Venjan breiddist út og ruddi smám saman burt föðurnöfnum og stöku sinnum móðurnöfnum sem tíðkuðust í germönskum sið og tíðkast enn á Íslandi. Aðalsmenn urðu fyrstir til að bera ættarnöfn á miðöldum en siðurinn barst síðan niður virðingarstiga samfélagsins rim fyrir rim. Frakkar tóku upp ættarnöfn á 10. öld og Danir í byrjun 16. aldar. Um aldamótin 1800 bar fjórði hver Dani ættarnafn. Þegar leið á 19. öldina tóku Íslendingar, einkum yfirstéttirnar, að breyta föðurnöfnum í ættarnöfn og voru þau orðin tæplega 300 árið 1910 og eru nú orðin fleiri en 600. Hér er ekki ætlan mín að ýfa upp deilur síðustu ára um mannanöfn heldur aðeins að rifja upp rösklega 100 ára gamla sögu til fróðleiks og yndisauka. Í Skírni 1908 birtist grein eftir Guðmund Jónsson, tvítugan mann, þar sem hann sagði m.a.: „Eg ætlast til að allir ungir menn, karlar og konur, … eigi sér samboðin mannanöfn, þá tegund þjóðernis, sem einna mest ber á, – eg ætlast til að þeir allir taki sér upp falleg og alíslenzk nöfn, sem gera má að ættarnöfnum. … Eg tel það engum skyldara en mér, að verða fyrstur til að taka upp [ættar]nafn ... Því vil eg feginn vinna að því, að sem flestir taki upp slík nöfn. Og eg skal byrja. Eg breyti nafninu: Guðmundur Jónsson í undirritað nafn. Og æski þess að verða ávalt hér eftir nefndur því heiti. ... Guðmundur Kamban.“ Honum varð að ósk sinni. Hann varð einnig frægt skáld. Nú komst skriður á málið. Alþingi lét skipa þriggja manna nefnd til að semja ættarnöfn handa Íslendingum og samþykkti síðan lög um mannanöfn sem tóku gildi 1915. Voru um 270 ættarnafnaleyfisbréf gefin út gegn gjaldi til 1925 þegar lögunum var breytt til að taka fyrir frekari ættarnafngiftir. Árni Pálsson prófessor fjallaði um málið í fyrirlestri Um ættarnöfn 1916 (sjá Árni Pálsson, Á víð og dreif, Helgafell, 1947, bls. 269-290). Þar hafnar hann þeirri skoðun að gamla íslenzka nafnavenjan sé eins og að „druslast í vaðmálsfötunum innan um prúðbúna „gentlemen“!“ Hann rekur tillögur nefndarinnar lið fyrir lið: l „Ef maður vill kenna sig við föður eða ættföður, sem heitir Snorri, verður ættarnafnið Snorran. Eða ef maður vill kenna sig við bæ, sem heitir t.d. Bakki eða Hlíð, þá verður ættarnafnið: Bakkan, Hlíðan. Rökstuðning: an merkir hreyfingu frá, sbr. héðan, þaðan! Samkvæmt þessari reglu eru t.d. nöfnin (!) Austan, Vestan, Sunnan, Norðan tekin upp á skrána.“ l „Ef maður á móður eða ættmóður, sem heitir Hrefna, verður ættarnafnið Hrefnon. Eftir sömu reglu er farið um staðanöfn, sem hafa endinguna a: Dæmi: … Katlon. – Tungon, Leiron, Hriflon, ... Rökstuðning: Í frumnorrænu enduðu þau kvenkynsorð á on, sem nú enda á a!“ Enginn Íslendingur tók sér nafn hér heima með endingunni „on“ svo vitað sé. Landshornaflakkarinn Karl Einarsson Dunganon tók sér það nafn í Færeyjum. l „Ef maður vill kenna sig við einhvern fjörð, verður endingin fer. Dæmi: Breiðfer, Patfer, Önfer. Rökstuðning: Hin germanska rót í orðinu fjörður er fer.“ Eggert Gilfer, sjöfaldur Íslandsmeistari í skák, kenndi sig þannig við Gilsfjörð. Önnur dæmi finnast ekki. l „Ef maður vill kenna sig við bæjarnafn, sem hefur endinguna staður eða staðir, verður ættarnafnsendingin star. Dæmi Brússtar (Brúsastaðir), Hösstar (Höskuldsstaðir), Vakstar (Vakursstaðir). Rökstuðning: Rótin í staður er sta, „og við hana höfum við skeytt -r, sem er algeng afleiðsluending í málinu. Virðast oss slík ættarnöfn allfögur og hagkvæm.“(!!)“ Hér vitnar Árni Pálsson orðrétt í álit nefndarinnar. Enginn Íslendingur tók sér slíkt nafn með endingunni „star“ svo vitað sé. Árni Pálsson tilgreinir fleiri tillögur nefndarinnar um ættarnöfn: „Aran, Daðan, Síðon, Sturlon, Kvígfer, Reyðfer, Spóstar, Sprúgstar, … Apvaz (Apavatn!), Villvaz (Villingavatn!), Víkvaz (Víkingavatn!) o.s.frv.“ Árni Pálsson segir að lokum máls síns um álit nefndarinnar að „þessi nöfn eða ónefni, sem hún hefur verið að smíða, eru öll eða flestöll með því marki brennd, að ég held, að engin hætta sé á, að þau svíki sig inn í eyru þjóðarinnar. … ég get ekki skilið að nokkrum heilvita manni komi til hugar að nota þau. Og ég vona, að augu allra munu nú opnast fyrir því, að það muni ekki auðgert að smíða ættarnöfn við hæfi íslenzkunnar, þegar einum lærðum málfræðingi og tveimur velmenntuðum og venjulega smekkvísum rithöfundum hefur ekki tekizt betur en þetta.“ Árni reyndist sannspár. Hitt hefði hann varla getað grunað hversu fjölskrúðugum fornöfnum Íslendingar hafa skírt börnin sín.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun