Landspítali ætlar að efla verulega þjónustu og minnka heildarkostnað sjúklinga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2018 18:45 Landspítalinn ætlar að auglýsa eftir tveimur taugalæknum, auka teymisvinnu og opna nýja göngudeild til að bæta þjónustu við sjúklinga og stytta biðtíma. Forstjóri spítalans segir aðgerðirnar minnka áhrif af tvöföldu heilbrigðiskerfi. Landlæknir sendi frá sér úttekt í sumar um aðgengi sjúklinga að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma. Fram kom að bið eftir tíma hjá taugalækni á spítalanum væri í mörgum tilvikum langt utan við þau viðmiðunarmörk sem embættið hefði. Slíkt hefði valdið sjúklingum óþægindum og í sumum tilfellum töf á meðferð. Páll Matthíason forstjóri spítalans segir að brugðist verði við þessum ábendingum með margþættum aðgerðum. „Við erum að auglýsa eftir tveimur taugalæknum til viðbótar og fljótlega verða vinnustofur um eflingu heildstæðrar þjónustu,“ segir Páll. Þá verði húsnæði Landspítalans að Eiríksgötu 5 breytt í göngudeildir. „Þar verður aðstaða fyrir nýju læknanna og teymi sem við viljum að sinni langvinnum og alvarlegum sjúkdómum í mun meira mæli,“ segir hann. Anna Björnsdóttir taugalæknir sem starfar utan samnings við Sjúkratryggingar Íslands gagnrýndi stjórnvöld í fréttum Stöðvar 2 í gær og sagði brotið á réttindum sjúklinga sinna til greiðsluþátttöku stofnunarinnar. Henni hefur verið tvívegis verið synjað aðild að samningnum þrátt fyrir þá gríðarmiklu þörf sem sé fyrir þjónustu hennar. Páll segir að það tvöfalt kerfi sem hún lýsti hafi lengi verið við lýði en aðgerðirnar muni draga úr heildarkostnaði sjúklinga. „Það hefur lengi verið til staðar tvöfalt kerfi, hvað með þá sjúklinga sem fá niðurgreidda sálfræðitíma á spítalanum og svo þá sem þurfa að greiða fyrir þá út í bæ eða tannlæknaþjónustu?“ spyr hann. „Hvað með muninn á milli þeirra einstaklinga sem leita sér læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og svo þeirra sem þurfa að koma frá landsbyggðinni og greiða fyrir ferðir og uppihald? Það er tvöfalt kerfi í svo mörgum skilningi. Ég tel stjórnvöld vera að vinna úr því að draga úr þessu tvöfalda kerfi með því að efla göngudeildarþjónustu og opinbera þjónustu jafnframt því að vera að skapa umhverfi og skýra stefnu um hvernig á að fá aðra aðila að borðinu. Þá er verið að draga úr heildarkostnaði sjúklinga sem hefur verið of hár hér á landi. Það er góð leið til að draga úr tvöföldu heilbrigðiskerfi,“ segir Páll að lokum. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Landspítalinn ætlar að auglýsa eftir tveimur taugalæknum, auka teymisvinnu og opna nýja göngudeild til að bæta þjónustu við sjúklinga og stytta biðtíma. Forstjóri spítalans segir aðgerðirnar minnka áhrif af tvöföldu heilbrigðiskerfi. Landlæknir sendi frá sér úttekt í sumar um aðgengi sjúklinga að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma. Fram kom að bið eftir tíma hjá taugalækni á spítalanum væri í mörgum tilvikum langt utan við þau viðmiðunarmörk sem embættið hefði. Slíkt hefði valdið sjúklingum óþægindum og í sumum tilfellum töf á meðferð. Páll Matthíason forstjóri spítalans segir að brugðist verði við þessum ábendingum með margþættum aðgerðum. „Við erum að auglýsa eftir tveimur taugalæknum til viðbótar og fljótlega verða vinnustofur um eflingu heildstæðrar þjónustu,“ segir Páll. Þá verði húsnæði Landspítalans að Eiríksgötu 5 breytt í göngudeildir. „Þar verður aðstaða fyrir nýju læknanna og teymi sem við viljum að sinni langvinnum og alvarlegum sjúkdómum í mun meira mæli,“ segir hann. Anna Björnsdóttir taugalæknir sem starfar utan samnings við Sjúkratryggingar Íslands gagnrýndi stjórnvöld í fréttum Stöðvar 2 í gær og sagði brotið á réttindum sjúklinga sinna til greiðsluþátttöku stofnunarinnar. Henni hefur verið tvívegis verið synjað aðild að samningnum þrátt fyrir þá gríðarmiklu þörf sem sé fyrir þjónustu hennar. Páll segir að það tvöfalt kerfi sem hún lýsti hafi lengi verið við lýði en aðgerðirnar muni draga úr heildarkostnaði sjúklinga. „Það hefur lengi verið til staðar tvöfalt kerfi, hvað með þá sjúklinga sem fá niðurgreidda sálfræðitíma á spítalanum og svo þá sem þurfa að greiða fyrir þá út í bæ eða tannlæknaþjónustu?“ spyr hann. „Hvað með muninn á milli þeirra einstaklinga sem leita sér læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og svo þeirra sem þurfa að koma frá landsbyggðinni og greiða fyrir ferðir og uppihald? Það er tvöfalt kerfi í svo mörgum skilningi. Ég tel stjórnvöld vera að vinna úr því að draga úr þessu tvöfalda kerfi með því að efla göngudeildarþjónustu og opinbera þjónustu jafnframt því að vera að skapa umhverfi og skýra stefnu um hvernig á að fá aðra aðila að borðinu. Þá er verið að draga úr heildarkostnaði sjúklinga sem hefur verið of hár hér á landi. Það er góð leið til að draga úr tvöföldu heilbrigðiskerfi,“ segir Páll að lokum.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira