Ráðherra ekki tekið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2018 18:13 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort að nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérfræðilæknis gegn ríkinu verði áfrýjað. Svandís fundaði með ríkislögmanni nú síðdegis vegna málsins. Héraðsdómur felldi úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað.Heyrði ýmis sjónarmið, með og á móti Svandís segir að á fundinum í dag hafi verið farið yfir niðurstöðu dómsins. „Ég hef enn ekki tekið afstöðu til áfrýjunar en heyrði ýmis sjónarmið, bæði með og á móti, þannig að ég þarf að taka mér einhvern tíma til að meta þetta mál,“ segir Svandís og gerir ráð fyrir að niðurstaða varðandi áfrýjun muni liggja fyrir á næstu dögum. „Það er mikilvægt og gott að það sé komin botn í þetta mál. Við sjáum með þessum dómi að þetta fyrirkomulag sem hefur verið er ótækt af svo mörgum ástæðum. Bæði þessi gerð af samningum, framkvæmd þeirra og svo sjáum við að tilraunir þriggja ráðherra á samningstímanum til að stýra samningnum virðast hafa verið byggðar á sandi. Það er í raun það sem dómurinn fjallar um.“Þurfa að ræða vernig skuli bregðast við dómnum Svandís segir að bæði Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið þurfi nú að ræða saman um hvernig skuli bregðast við dómnum. Samningurinn renni út um næstu áramót og þurfi að ná saman um annað fyrirkomulag. „Núverandi fyrirkomulag virkar ekki eins og fram kemur í dómnum. Það þarf að ná betur utan um íslenskt heilbrigðiskerfi og ekki síst þennan þátt sem lýtur að kaupum ríkissins á heilbrigðisþjónustu og að það sé í einhverju samræmi við þarfagreiningu og faglegt mat á hverjum tíma. En um leið þarf það að taka mið af fjárlögum. Öll þessi sjónarmið þurfa að vera undir í nýju kerfi,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort að nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérfræðilæknis gegn ríkinu verði áfrýjað. Svandís fundaði með ríkislögmanni nú síðdegis vegna málsins. Héraðsdómur felldi úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað.Heyrði ýmis sjónarmið, með og á móti Svandís segir að á fundinum í dag hafi verið farið yfir niðurstöðu dómsins. „Ég hef enn ekki tekið afstöðu til áfrýjunar en heyrði ýmis sjónarmið, bæði með og á móti, þannig að ég þarf að taka mér einhvern tíma til að meta þetta mál,“ segir Svandís og gerir ráð fyrir að niðurstaða varðandi áfrýjun muni liggja fyrir á næstu dögum. „Það er mikilvægt og gott að það sé komin botn í þetta mál. Við sjáum með þessum dómi að þetta fyrirkomulag sem hefur verið er ótækt af svo mörgum ástæðum. Bæði þessi gerð af samningum, framkvæmd þeirra og svo sjáum við að tilraunir þriggja ráðherra á samningstímanum til að stýra samningnum virðast hafa verið byggðar á sandi. Það er í raun það sem dómurinn fjallar um.“Þurfa að ræða vernig skuli bregðast við dómnum Svandís segir að bæði Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið þurfi nú að ræða saman um hvernig skuli bregðast við dómnum. Samningurinn renni út um næstu áramót og þurfi að ná saman um annað fyrirkomulag. „Núverandi fyrirkomulag virkar ekki eins og fram kemur í dómnum. Það þarf að ná betur utan um íslenskt heilbrigðiskerfi og ekki síst þennan þátt sem lýtur að kaupum ríkissins á heilbrigðisþjónustu og að það sé í einhverju samræmi við þarfagreiningu og faglegt mat á hverjum tíma. En um leið þarf það að taka mið af fjárlögum. Öll þessi sjónarmið þurfa að vera undir í nýju kerfi,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
„Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25
Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00