Af bruðli Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. september 2018 07:00 Því hefur oft verið fleygt að vandamálið við ríkisrekstur sé að hluthafaaðhald vanti. Eigandi fyrirtækis, sem á allt sitt undir því, er líklegri til þess að sýsla með eign sína af meiri ástríðu en stjórnvöld og stofnanir sem sýsla með opinbert fé. Hluthafi í einkafyrirtæki tryggir að stefna og rekstur þess sé skynsamleg og sér til þess að forstjórar séu látnir gjalda þess ef reksturinn stendur ekki undir væntingum. Hluthafinn tryggir líka að fjármálastjóri sé ávíttur þegar áætlanir standast ekki. Slíkri ráðdeild virðist ekki fyrir að fara í rekstri hins opinbera. Í vikunni birti Alþingi kostnað við hátíðarfund sem haldinn var á Þingvöllum í sumar og um þrjú hundruð manns mættu til að berja augum. Kostnaðurinn nam tæplega 87 milljónum króna, eða um 290 þúsund krónum á hvern gest, en átti að kosta 45 milljónir. Kostnaður við lýsingu á fundinum var rúmlega 22 milljónir, en vert er að nefna að fundurinn fór fram um hábjartan dag. Fleiri slíkar fregnir hafa borist undanfarið. Endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík hafa farið langt fram úr áætlunum og kostað skattgreiðendur um 415 milljónir. Áætlaður kostnaður var 158 milljónir. Ekki liggja fyrir haldbærar skýringar á því hvað það var sem varð til þess að kostnaðurinn fór upp úr öllu valdi eða yfirhöfuð hvers vegna borgin er að vasast í framkvæmdum á borð við þessa. Þá var greint frá því á dögunum að Mathöllin við Hlemm hafi kostað um þrefalt meira en gert var ráð fyrir. Kostnaðurinn, sem átti að vera 107 milljónir, endaði í um 310. Veitingamenn í einkarekstri gætu sennilega ekki staðið undir þreföldum upphafskostnaði miðað við það sem lagt var upp með. Listinn er langt í frá tæmandi. Venjulegt fólk getur ekki leyft sér agaleysi í heimilisbókhaldinu, en fólk sem sýslar með annarra manna fé virðist ekki jafn staðráðið í að halda að sér höndum. Skattfé er ekki náttúruleg uppspretta tekna. Fjölmargt annað er hægt að tína til. Ríkið kýs til dæmis að greiða að fullu fyrir liðskipti á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum, stundum þrefalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúlanum í Reykjavík, og Vaðlaheiðargöng munu kosta skattgreiðendur um 17 milljarða en ekki 9, líkt og lagt var upp með. Þetta er á íslensku kallað hamslaust bruðl. Líklegast er þó að enginn taki ábyrgð, almenningur borgi reikninginn og málin gleymist eins og svo oft áður. Auglýst er eftir ábyrgum fjármálastjóra til að hefja störf hjá hinu opinbera hið fyrsta. Hæfniskröfur eru almenn skynsemi og virðing fyrir skattborgurum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Því hefur oft verið fleygt að vandamálið við ríkisrekstur sé að hluthafaaðhald vanti. Eigandi fyrirtækis, sem á allt sitt undir því, er líklegri til þess að sýsla með eign sína af meiri ástríðu en stjórnvöld og stofnanir sem sýsla með opinbert fé. Hluthafi í einkafyrirtæki tryggir að stefna og rekstur þess sé skynsamleg og sér til þess að forstjórar séu látnir gjalda þess ef reksturinn stendur ekki undir væntingum. Hluthafinn tryggir líka að fjármálastjóri sé ávíttur þegar áætlanir standast ekki. Slíkri ráðdeild virðist ekki fyrir að fara í rekstri hins opinbera. Í vikunni birti Alþingi kostnað við hátíðarfund sem haldinn var á Þingvöllum í sumar og um þrjú hundruð manns mættu til að berja augum. Kostnaðurinn nam tæplega 87 milljónum króna, eða um 290 þúsund krónum á hvern gest, en átti að kosta 45 milljónir. Kostnaður við lýsingu á fundinum var rúmlega 22 milljónir, en vert er að nefna að fundurinn fór fram um hábjartan dag. Fleiri slíkar fregnir hafa borist undanfarið. Endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík hafa farið langt fram úr áætlunum og kostað skattgreiðendur um 415 milljónir. Áætlaður kostnaður var 158 milljónir. Ekki liggja fyrir haldbærar skýringar á því hvað það var sem varð til þess að kostnaðurinn fór upp úr öllu valdi eða yfirhöfuð hvers vegna borgin er að vasast í framkvæmdum á borð við þessa. Þá var greint frá því á dögunum að Mathöllin við Hlemm hafi kostað um þrefalt meira en gert var ráð fyrir. Kostnaðurinn, sem átti að vera 107 milljónir, endaði í um 310. Veitingamenn í einkarekstri gætu sennilega ekki staðið undir þreföldum upphafskostnaði miðað við það sem lagt var upp með. Listinn er langt í frá tæmandi. Venjulegt fólk getur ekki leyft sér agaleysi í heimilisbókhaldinu, en fólk sem sýslar með annarra manna fé virðist ekki jafn staðráðið í að halda að sér höndum. Skattfé er ekki náttúruleg uppspretta tekna. Fjölmargt annað er hægt að tína til. Ríkið kýs til dæmis að greiða að fullu fyrir liðskipti á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum, stundum þrefalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúlanum í Reykjavík, og Vaðlaheiðargöng munu kosta skattgreiðendur um 17 milljarða en ekki 9, líkt og lagt var upp með. Þetta er á íslensku kallað hamslaust bruðl. Líklegast er þó að enginn taki ábyrgð, almenningur borgi reikninginn og málin gleymist eins og svo oft áður. Auglýst er eftir ábyrgum fjármálastjóra til að hefja störf hjá hinu opinbera hið fyrsta. Hæfniskröfur eru almenn skynsemi og virðing fyrir skattborgurum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun