Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2018 21:53 Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. Vísir/getty Dagskrárgerðarkonan Julie Chen tilkynnti í dag með formlegum hætti að hún væri hætt í spjallþættinum The Talk. Eiginmaður hennar, Les Moonves, lét af störfum sem forstjóri fjölmiðlarisans CBS eftir fréttir um kynferðislegt ofbeldi tóku að spyrjast út. Alls hafa tólf konur sakað Moonves um kynferðisbrot. Honum er gert að sök að hafa þvingað minnst eina konu til munnmaka og að hafa kysst og snert konur án samþykkis. Ný sería af þáttunum The Talk hófust að nýju síðasta mánudag og vakti það athygli að Chen var fjarri góðu gamni. Chen gerði grein fyrir ákvörðun sinni í myndskeiði sem birtist á CBS-sjónvarpsstöðinni í dag. Samstarfskonurnar í The Talk heyrðu tilfinningarík skilaboð hennar á sama tíma og áhorfendur þáttanna. Chen var gráti næst þegar hún þakkaði samstarfskonum sínum og áhorfendum fyrir samstarfið og áhorfið. Í myndskeiðinu sagðist hún hafa ákveðið að hætta störfum við þættina til þess að geta varið meiri tíma með eiginmanni sínum og syni þeirra. „Ég elska ykkur allar, og ég veit að þessi þáttur, og það systralag sem þættirnir standa fyrir, mun áfram vera í loftinu í fleiri fleiri fleiri ár. Þið konur eruð alveg með þetta og ég gæti ekki verið stoltari af því að geta kallað ykkur vinkonur mínar. Ég elska ykkur,“ sagði Chen. Moonves er einn af valdamestu mönnum í Hollywood og fram að uppsögn hans hafði hann haldið um stjórnartaumana hjá CBS í um áratug. Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Colbert spænir í eigin yfirmann Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. 31. júlí 2018 10:00 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Dagskrárgerðarkonan Julie Chen tilkynnti í dag með formlegum hætti að hún væri hætt í spjallþættinum The Talk. Eiginmaður hennar, Les Moonves, lét af störfum sem forstjóri fjölmiðlarisans CBS eftir fréttir um kynferðislegt ofbeldi tóku að spyrjast út. Alls hafa tólf konur sakað Moonves um kynferðisbrot. Honum er gert að sök að hafa þvingað minnst eina konu til munnmaka og að hafa kysst og snert konur án samþykkis. Ný sería af þáttunum The Talk hófust að nýju síðasta mánudag og vakti það athygli að Chen var fjarri góðu gamni. Chen gerði grein fyrir ákvörðun sinni í myndskeiði sem birtist á CBS-sjónvarpsstöðinni í dag. Samstarfskonurnar í The Talk heyrðu tilfinningarík skilaboð hennar á sama tíma og áhorfendur þáttanna. Chen var gráti næst þegar hún þakkaði samstarfskonum sínum og áhorfendum fyrir samstarfið og áhorfið. Í myndskeiðinu sagðist hún hafa ákveðið að hætta störfum við þættina til þess að geta varið meiri tíma með eiginmanni sínum og syni þeirra. „Ég elska ykkur allar, og ég veit að þessi þáttur, og það systralag sem þættirnir standa fyrir, mun áfram vera í loftinu í fleiri fleiri fleiri ár. Þið konur eruð alveg með þetta og ég gæti ekki verið stoltari af því að geta kallað ykkur vinkonur mínar. Ég elska ykkur,“ sagði Chen. Moonves er einn af valdamestu mönnum í Hollywood og fram að uppsögn hans hafði hann haldið um stjórnartaumana hjá CBS í um áratug.
Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Colbert spænir í eigin yfirmann Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. 31. júlí 2018 10:00 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45
Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27
Colbert spænir í eigin yfirmann Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. 31. júlí 2018 10:00