Bílabylting Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. september 2018 07:00 Losun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum jókst um 75 prósent á tímabilinu frá 1990 til 2016, og útlit er fyrir að losunin muni halda áfram að aukast á næstu misserum með aukinni umferð. Losun frá vegasamgöngum er um 32 prósent af þeirri losun sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Það kemur því ekki á óvart að rík áhersla sé lögð á þátt samgangna í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áhersla á vegasamgöngur er jafnframt heppileg leið til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda með skjótum hætti. Með þjóðarátaki geta orkuskipti í samgöngum átt sér stað á stuttum tíma. Slík bylting mun ekki aðeins hjálpa okkur í því markmiði að standast alþjóðlegar skuldbindingar, heldur munu þær borga sig með beinum hætti fyrir íslenskt samfélag. Yfir 80 prósent af svifryki má rekja með beinum hætti til bílaumferðar. Svifryk er að mestu samansett úr sóti og malbiksryki. Sót, sem er um 30 prósent af innihaldi svifryks, er skammlífur loftslagsáhrifavaldur og er aðeins í andrúmsloftinu í örfáa daga. Sót er í raun margslungið fyrirbæri og vísindamönnum hefur aðeins nýlega tekist að varpa ljósi á hvernig það myndast. Eitt höfum við þó vitað árum saman. Sót er skaðlegt heilsu manna, svo um munar. Sterkar vísbendingar eru um orsakasamhengi milli bæði skammtíma og langtíma áhrifa sóts og svifryks á heilsu manna. Þessar smáu agnir hafa verið tengdar við hjarta- og æðasjúkdóma, astma, óreglulegan hjartslátt, minni lungnavirkni og ótímabæran dauða einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Sót inniheldur PAH-efnasambönd sem vitað er að eru krabbameinsvaldandi. Vísindamenn í Frakklandi sýndu á dögunum fram á það að sót getur ratað í fylgjur ófæddra barna en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að fóstur geta orðið fyrir váhrifum af völdum svifryks og leitt til ótímabærrar fæðingar, minni fæðingarþyngdar, ungbarnadauða og öndunarfærasjúkdóma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint loftmengun sem eitt mesta umhverfisvandamál okkar tíma. Góðu fréttirnar í öllu þessu eru auðvitað þær að þetta er viðráðanlegt vandamál, svo lengi sem við erum reiðubúin að horfast í augu við vandann. Verkefni sem nauðsynlegt er að ráðast í eru nánast án undantekninga aðgerðir sem koma til með að bæta líf okkar. Þetta eru verkefni eins og þétting byggðar í gegnum aðalskipulag, efling almenningssamgangna sem knúnar eru af eins vistvænum orkugjöfum og kostur er á, aukin áhersla á gönguleiðir og hjólreiðastíga, en um fram allt felur þetta verkefni í sér að takmarka útblástur frá samgöngum og um leið rannsaka betur umfang og áhrif sóts og malbiksryks á heilsu manna hér á landi. Hin óumflýjanlega samgöngubylting er ekki aðför að einkabílnum, ekki frekar en bann við notkun Freon-22 var aðför að heimilisísskápnum þegar ósonlagið tók að þynnast. Þetta snýst um það sem þarf að gera, og möguleikana sem fólgnir eru í verkefninu. Þeir sem ekki vilja sjá þau jákvæðu tækifæri sem fólgin eru í þessum breytingum hundsa bæði þann mikla samfélagslega bata sem hlýst af bættum samgönguvenjum og það tækifæri sem þær bera með sér í baráttunni við loftslagsbreytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum jókst um 75 prósent á tímabilinu frá 1990 til 2016, og útlit er fyrir að losunin muni halda áfram að aukast á næstu misserum með aukinni umferð. Losun frá vegasamgöngum er um 32 prósent af þeirri losun sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Það kemur því ekki á óvart að rík áhersla sé lögð á þátt samgangna í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áhersla á vegasamgöngur er jafnframt heppileg leið til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda með skjótum hætti. Með þjóðarátaki geta orkuskipti í samgöngum átt sér stað á stuttum tíma. Slík bylting mun ekki aðeins hjálpa okkur í því markmiði að standast alþjóðlegar skuldbindingar, heldur munu þær borga sig með beinum hætti fyrir íslenskt samfélag. Yfir 80 prósent af svifryki má rekja með beinum hætti til bílaumferðar. Svifryk er að mestu samansett úr sóti og malbiksryki. Sót, sem er um 30 prósent af innihaldi svifryks, er skammlífur loftslagsáhrifavaldur og er aðeins í andrúmsloftinu í örfáa daga. Sót er í raun margslungið fyrirbæri og vísindamönnum hefur aðeins nýlega tekist að varpa ljósi á hvernig það myndast. Eitt höfum við þó vitað árum saman. Sót er skaðlegt heilsu manna, svo um munar. Sterkar vísbendingar eru um orsakasamhengi milli bæði skammtíma og langtíma áhrifa sóts og svifryks á heilsu manna. Þessar smáu agnir hafa verið tengdar við hjarta- og æðasjúkdóma, astma, óreglulegan hjartslátt, minni lungnavirkni og ótímabæran dauða einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Sót inniheldur PAH-efnasambönd sem vitað er að eru krabbameinsvaldandi. Vísindamenn í Frakklandi sýndu á dögunum fram á það að sót getur ratað í fylgjur ófæddra barna en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að fóstur geta orðið fyrir váhrifum af völdum svifryks og leitt til ótímabærrar fæðingar, minni fæðingarþyngdar, ungbarnadauða og öndunarfærasjúkdóma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint loftmengun sem eitt mesta umhverfisvandamál okkar tíma. Góðu fréttirnar í öllu þessu eru auðvitað þær að þetta er viðráðanlegt vandamál, svo lengi sem við erum reiðubúin að horfast í augu við vandann. Verkefni sem nauðsynlegt er að ráðast í eru nánast án undantekninga aðgerðir sem koma til með að bæta líf okkar. Þetta eru verkefni eins og þétting byggðar í gegnum aðalskipulag, efling almenningssamgangna sem knúnar eru af eins vistvænum orkugjöfum og kostur er á, aukin áhersla á gönguleiðir og hjólreiðastíga, en um fram allt felur þetta verkefni í sér að takmarka útblástur frá samgöngum og um leið rannsaka betur umfang og áhrif sóts og malbiksryks á heilsu manna hér á landi. Hin óumflýjanlega samgöngubylting er ekki aðför að einkabílnum, ekki frekar en bann við notkun Freon-22 var aðför að heimilisísskápnum þegar ósonlagið tók að þynnast. Þetta snýst um það sem þarf að gera, og möguleikana sem fólgnir eru í verkefninu. Þeir sem ekki vilja sjá þau jákvæðu tækifæri sem fólgin eru í þessum breytingum hundsa bæði þann mikla samfélagslega bata sem hlýst af bættum samgönguvenjum og það tækifæri sem þær bera með sér í baráttunni við loftslagsbreytingar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun