Þið munið hann Rambó? Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. september 2018 07:00 Við Donald Trump erum með sama íslenska geðlækninn og mikið varð ég glaður þegar hann lýsti Trump nýlega heilan á geði. Þar sem heimska flokkast ekki sem geðsjúkdómur er nefnilega næsta víst að þarna hefur Óttar Guðmundsson rétt fyrir sér. Ólíkt geðsjúkdómum er því miður ekki hægt að meðhöndla heimskuna og staðreyndablindur sértrúarsöfnuðurinn sem fylgir Trump í geggjaðri afneitun bendir einnig til þess að heimskan sé bráðsmitandi. Geðveiki er það ekki. Trump-hjörðin upphefur hann stundum með því að líkja honum við Ronald Reagan! Þótt margt misfagurt megi segja um Reagan má halda því fram að hann hafi staðið vörð um eitthvað sem kalla má „amerísk gildi“. Stallone-myndirnar um Rambó eru frábær vitnisburður um hversu skelfilega Repúblikanaflokkurinn og fjöldi Bandaríkjamanna hefur látið Trump afvegaleiða sig. Reagan hafði Rambó í miklum hávegum. Var meira að segja kallaður „Ronbo“ enda tengdi hann kempuna stundum við utanríkisstefnu sína. Rambó var helmassað lukkutröll Reagans og gamla góða flokksins en stendur í raun fyrir allt sem Trump hatar. Sovétmenn (nú Rússar) voru erkifjendur Reagans og Rambós. Allt daður Trumps við Pútín væri auðvitað eitur í beinum þessara kaldastríðshauka. Rambó barðist í Víetnam, var handsamaður og pyntaður (svona eins og John McCain). Trump, sem kom sér undan herskyldu, fyrirlítur svona ekta „ammrískar hetjur“. Trump er eins óamerískur og hugsast getur og það er alveg galið að reyna að verja veru hans í Hvíta húsinu með minningu Reagans. Spyrjið bara Rambó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við Donald Trump erum með sama íslenska geðlækninn og mikið varð ég glaður þegar hann lýsti Trump nýlega heilan á geði. Þar sem heimska flokkast ekki sem geðsjúkdómur er nefnilega næsta víst að þarna hefur Óttar Guðmundsson rétt fyrir sér. Ólíkt geðsjúkdómum er því miður ekki hægt að meðhöndla heimskuna og staðreyndablindur sértrúarsöfnuðurinn sem fylgir Trump í geggjaðri afneitun bendir einnig til þess að heimskan sé bráðsmitandi. Geðveiki er það ekki. Trump-hjörðin upphefur hann stundum með því að líkja honum við Ronald Reagan! Þótt margt misfagurt megi segja um Reagan má halda því fram að hann hafi staðið vörð um eitthvað sem kalla má „amerísk gildi“. Stallone-myndirnar um Rambó eru frábær vitnisburður um hversu skelfilega Repúblikanaflokkurinn og fjöldi Bandaríkjamanna hefur látið Trump afvegaleiða sig. Reagan hafði Rambó í miklum hávegum. Var meira að segja kallaður „Ronbo“ enda tengdi hann kempuna stundum við utanríkisstefnu sína. Rambó var helmassað lukkutröll Reagans og gamla góða flokksins en stendur í raun fyrir allt sem Trump hatar. Sovétmenn (nú Rússar) voru erkifjendur Reagans og Rambós. Allt daður Trumps við Pútín væri auðvitað eitur í beinum þessara kaldastríðshauka. Rambó barðist í Víetnam, var handsamaður og pyntaður (svona eins og John McCain). Trump, sem kom sér undan herskyldu, fyrirlítur svona ekta „ammrískar hetjur“. Trump er eins óamerískur og hugsast getur og það er alveg galið að reyna að verja veru hans í Hvíta húsinu með minningu Reagans. Spyrjið bara Rambó.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar