Mannskæð Flórens gengur á land á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2018 23:30 Áhrifa Flórens er þegar farið að gæta á austurströnd Bandaríkjanna. Þessi mynd er tekin í dag. Vísir/Getty Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Yfirvöld óttast að fjöldi fólks muni láta lífið af völdum fellibylsins er hann gengur á land um klukkan átta í fyrramálið að staðartíma.Sjá einnig: „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Greint var frá því í dag að Flórens hefði verið lækkuð niður í annars stigs fellibyl eftir að vindhraði fór dvínandi en hún fór hæst uppi í fjórða stig. Veðurfræðingar leggja þó áherslu á að enn stafi gríðarleg hætta af bylnum, ekki síst vegna sjávarflóðanna sem fylgja. Slík flóð valda iðulega flestum dauðföllum þegar fellibylir ganga á land. Veðurfræðingur The Weather Channel, Erika Navarro, bendir jafnframt á í innslagi frá því í dag að áhrifa Flórens muni gæta langt inn í landi. Þá eru áðurnefnd sjávarflóð sett fram á myndrænan hátt. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá umfjöllun Navarro en ljóst er að sjávarflóð í fylgd Flórens gætu valdið miklum hörmungum.Storm surge will be a huge factor for Hurricane #Florence Check out what it might look like with @TWCErikaNavarro: pic.twitter.com/TPqTZTmiAM— The Weather Channel (@weatherchannel) September 13, 2018 1,7 milljón manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Karólínuríkjunum og Virginíu vegna Flórens. Veður á svæðinu er óðum að breytast til hins verra en þegar er orðið mjög hvasst undan ströndum áðurnefndra ríkja. Klukkan 21 að íslenskum tíma var Flórens stödd um 250 kílómetra undan ströndum Suður-Karólínu. Eins og áður sagði er búist við að Flórens gangi á land um klukkan 8 í fyrramálið að staðartíma, eða um hádegi að íslenskum. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá beina útsendingu af veðurofsanum úr vefmyndavél á austurströnd Bandaríkjanna. Bandaríkin Tengdar fréttir „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15 Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. 12. september 2018 23:15 Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira
Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Yfirvöld óttast að fjöldi fólks muni láta lífið af völdum fellibylsins er hann gengur á land um klukkan átta í fyrramálið að staðartíma.Sjá einnig: „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Greint var frá því í dag að Flórens hefði verið lækkuð niður í annars stigs fellibyl eftir að vindhraði fór dvínandi en hún fór hæst uppi í fjórða stig. Veðurfræðingar leggja þó áherslu á að enn stafi gríðarleg hætta af bylnum, ekki síst vegna sjávarflóðanna sem fylgja. Slík flóð valda iðulega flestum dauðföllum þegar fellibylir ganga á land. Veðurfræðingur The Weather Channel, Erika Navarro, bendir jafnframt á í innslagi frá því í dag að áhrifa Flórens muni gæta langt inn í landi. Þá eru áðurnefnd sjávarflóð sett fram á myndrænan hátt. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá umfjöllun Navarro en ljóst er að sjávarflóð í fylgd Flórens gætu valdið miklum hörmungum.Storm surge will be a huge factor for Hurricane #Florence Check out what it might look like with @TWCErikaNavarro: pic.twitter.com/TPqTZTmiAM— The Weather Channel (@weatherchannel) September 13, 2018 1,7 milljón manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Karólínuríkjunum og Virginíu vegna Flórens. Veður á svæðinu er óðum að breytast til hins verra en þegar er orðið mjög hvasst undan ströndum áðurnefndra ríkja. Klukkan 21 að íslenskum tíma var Flórens stödd um 250 kílómetra undan ströndum Suður-Karólínu. Eins og áður sagði er búist við að Flórens gangi á land um klukkan 8 í fyrramálið að staðartíma, eða um hádegi að íslenskum. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá beina útsendingu af veðurofsanum úr vefmyndavél á austurströnd Bandaríkjanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15 Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. 12. september 2018 23:15 Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira
„Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15
Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15
Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. 12. september 2018 23:15
Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27