Herforingi í bakgarðinum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. september 2018 08:00 Ég hef alltaf verið að gera fígúrur, þær poppa alltaf upp hjá mér og ein fígúran heitir Bender, segir Jón Óskar Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Myndlistarmaðurinn Jón Óskar sýnir verk sín í Tveimur hröfnum á Baldursgötu. Yfirskrift sýningarinnar er Bender. Nokkur saga er á bak við það nafn. „Ég hef alltaf talið mig hafa tekið mynd af foreldrum mínum þegar ég var þriggja ára. Þetta var alveg vonlaus mynd því þar sást ekki einu sinni í höfuð þeirra. Mér hefur samt alltaf fundist þessi mynd falleg og hef unnið fullt af ljósmyndum gegnum tíðina vegna áhrifa frá henni,“ segir Jón Óskar. „Fyrir þessa sýningu ákvað ég að skoða myndina og hafa hana jafnvel til sýnis. Ég fór í gegnum fjölskyldumyndaalbúm frá þessum tíma og engin mynd var horfin þaðan. Móðir mín kom alveg af fjöllum og vissi ekkert hvað ég var að tala um þegar ég minntist á þessa mynd. Sennilega er þetta bara fölsk minning. Þá stend ég frammi fyrir því að það sem ég hef verið að sýsla í gegnum tíðina er kannski allt saman misskilningur. Á ensku má kalla þetta mindbender.“ Meðal verka á sýningunni er átján mynda röð af fígúrum, sem gerðar eru með þurrkuðum olíulit. „Ég hef alltaf verið að gera fígúrur, þær poppa alltaf upp hjá mér og ein fígúran heitir Bender. Á myndunum er líka gróður og svo má sjá glitta í kanínur sem eru að leggja undir sig landið,“ segir listamaðurinn.Fínn draumur Tvær risastórar garðamyndir eru áberandi á sýningunni. „Ég vaknaði einn morguninn við að einhver hrópaði: „Three star general in the garden!“ Það er ekki mjög þægileg tilfinning myndi maður halda að hafa herforingja í bakgarðinum. Samt var þetta fínn draumur og mér varð hugsað til kvennanna í hverfinu mínu: Siggu á Staðarhól, Guðrúnar blómakonu og Sigurbjargar frá Skipum sem voru herforingjar í sínum görðum. Þannig kviknaði hugmyndin að þessum myndum.“ Jón Óskar notaði olíu, kol og býflugnavax við gerð myndanna. „Það er býflugnavax í svo að segja öllum olíumálverkunum mínum.“Gaman á vinnustofunni Blaðamaður minnist þess að hafa heyrt Jón Óskar segja að hann væri ekki mikið fyrir opnanir. „Þegar það er opnun á sýningu þá koma kannski milli eitt og tvö hundruð manns og allir óska manni til hamingju en maður talar ekki við neinn. Samt er þetta allt ánægjulegt, en það eru engin samskipti. Auðvitað vil ég sýna en það er mikið stúss í kringum það. Skemmtilegast er að vera bara á vinnustofunni.“ Eiginkona Jóns Óskars er Hulda Hákon myndlistarkona og listamaðurinn er spurður hvort hann beri hugmyndir sínar undir hana. „Já, við erum dugleg að ræða hugmyndir hvort við annað. Við erum mjög ólík sem hefur hjálpað okkur mikið því að það væri flókið ef við værum að gera svipaða hluti. Þá væri viðkvæðið: Fyrirgefðu, en er það ekki ég sem átti hugmyndina að þessu verki? Við höfum getað notað hugmyndir hvort frá öðru. Stundum höfum við hreinlega gert sama verkið en samt er þar engin sjónræn tenging vegna þess að útfærslur okkar eru svo ólíkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Jón Óskar sýnir verk sín í Tveimur hröfnum á Baldursgötu. Yfirskrift sýningarinnar er Bender. Nokkur saga er á bak við það nafn. „Ég hef alltaf talið mig hafa tekið mynd af foreldrum mínum þegar ég var þriggja ára. Þetta var alveg vonlaus mynd því þar sást ekki einu sinni í höfuð þeirra. Mér hefur samt alltaf fundist þessi mynd falleg og hef unnið fullt af ljósmyndum gegnum tíðina vegna áhrifa frá henni,“ segir Jón Óskar. „Fyrir þessa sýningu ákvað ég að skoða myndina og hafa hana jafnvel til sýnis. Ég fór í gegnum fjölskyldumyndaalbúm frá þessum tíma og engin mynd var horfin þaðan. Móðir mín kom alveg af fjöllum og vissi ekkert hvað ég var að tala um þegar ég minntist á þessa mynd. Sennilega er þetta bara fölsk minning. Þá stend ég frammi fyrir því að það sem ég hef verið að sýsla í gegnum tíðina er kannski allt saman misskilningur. Á ensku má kalla þetta mindbender.“ Meðal verka á sýningunni er átján mynda röð af fígúrum, sem gerðar eru með þurrkuðum olíulit. „Ég hef alltaf verið að gera fígúrur, þær poppa alltaf upp hjá mér og ein fígúran heitir Bender. Á myndunum er líka gróður og svo má sjá glitta í kanínur sem eru að leggja undir sig landið,“ segir listamaðurinn.Fínn draumur Tvær risastórar garðamyndir eru áberandi á sýningunni. „Ég vaknaði einn morguninn við að einhver hrópaði: „Three star general in the garden!“ Það er ekki mjög þægileg tilfinning myndi maður halda að hafa herforingja í bakgarðinum. Samt var þetta fínn draumur og mér varð hugsað til kvennanna í hverfinu mínu: Siggu á Staðarhól, Guðrúnar blómakonu og Sigurbjargar frá Skipum sem voru herforingjar í sínum görðum. Þannig kviknaði hugmyndin að þessum myndum.“ Jón Óskar notaði olíu, kol og býflugnavax við gerð myndanna. „Það er býflugnavax í svo að segja öllum olíumálverkunum mínum.“Gaman á vinnustofunni Blaðamaður minnist þess að hafa heyrt Jón Óskar segja að hann væri ekki mikið fyrir opnanir. „Þegar það er opnun á sýningu þá koma kannski milli eitt og tvö hundruð manns og allir óska manni til hamingju en maður talar ekki við neinn. Samt er þetta allt ánægjulegt, en það eru engin samskipti. Auðvitað vil ég sýna en það er mikið stúss í kringum það. Skemmtilegast er að vera bara á vinnustofunni.“ Eiginkona Jóns Óskars er Hulda Hákon myndlistarkona og listamaðurinn er spurður hvort hann beri hugmyndir sínar undir hana. „Já, við erum dugleg að ræða hugmyndir hvort við annað. Við erum mjög ólík sem hefur hjálpað okkur mikið því að það væri flókið ef við værum að gera svipaða hluti. Þá væri viðkvæðið: Fyrirgefðu, en er það ekki ég sem átti hugmyndina að þessu verki? Við höfum getað notað hugmyndir hvort frá öðru. Stundum höfum við hreinlega gert sama verkið en samt er þar engin sjónræn tenging vegna þess að útfærslur okkar eru svo ólíkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira