Skattlögð til að fjármagna sóun Ingvar Smári Birgisson skrifar 26. september 2018 15:45 Ísland hentar ekkert sérstaklega vel fyrir landbúnað. Hér er veðurfar tiltölulega slæmt og við getum ekki keppt við lönd sem búa yfir meiri búsæld. Það hefur samt ekki komið í veg fyrir að stjórnmálaflokkar á Íslandi sameinist um að Ísland verði best í rekstri skattbýla. Líklega eru fáar mjólkurkýr á meginlandi Evrópu sem eru blóðmjólkaðar jafn mikið og íslenskur skattgreiðandi. Af launaseðlinum, sem þú vinnur fyrir myrkranna á milli, tekur ríkið 37% til 46% til sín. Ef þú vilt eyða afganginum af launaseðlinum í vörur og þjónustu tekur ríkið vænan skerf, stundum 11%, en oftast 24%. Í tilviki eldsneytis, sem nær allir þurfa til að komast leiðar sinnar, tekur ríkið meira en 50% í nafni (vinstri) grænnar skattlagningar. Og ef þú ætlar að drekkja sorgum þínum í öldurhúsum bæjarins þarft þú í þokkabót að borga einn drykk fyrir ríkið fyrir hvern drykk sem þú teigar. Ef þú fjárfestir í fasteign innheimtir sveitarfélagið fasteignaskatt fyrir það eitt að eiga fasteign. Takirðu áhættu og fjárfestir fénu þínu í atvinnurekstur þá greiðirðu 22% fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum. Svo loksins þegar þú ert á kominn á grafarbakkann, hafandi komið nokkrum skattgreiðendum á legg eftir langa starfsævi og búinn að safna yfir áratugina á sparnaðarreikning því litla sem þú gast haldið eftir, tekur ríkið 10% af eignunum til sín í gegnum erfðafjárskatt.Sóun er regla í opinberum rekstri Þessum staðreyndum væri auðveldara að kyngja ef hið opinbera myndi sýna ráðdeild í því hvernig skattfé er ráðstafað. Ábyrgðarleysi og sóun er því miður alltof algeng í opinberum innkaupum og framkvæmdum. Sannast í því hið fornkveðna að fjármunir séu betur nýttir í höndum þeirra sem skapa þá, og hafa hagsmuni af nýtingu þeirra, heldur en í höndum embættismanna sem öfluðu ekki peninganna. Nú á dögunum eyddi Reykjavíkurborg 415 milljónum króna í endurbætur á bragga í Nauthólsvík. Á sama tíma, fyrir svipaða upphæð, reisir bóndi á Suðurlandi eitt fullkomnasta fjós Íslands, 4.200 fermetrar að stærð. Alþingi greiddi 22 milljónir króna, í júlí á bjartasta tíma ársins, til þess að tryggja góða lýsingu á hátíðarfundi Alþingis. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lýsti því yfir fyrr í vikunni að það hefðu verið mistök að gefa Landspítalanum pening fyrir jáeindaskanna fremur en búnaðinn sjálfan ásamt uppsetningu. Svo slæm væri skipulagshæfni hins opinbera. Árlega mætti nefna hundruðir ef ekki þúsundir dæma af þessu tagi í opinberum rekstri, en aldrei er neinn rekinn eða látinn sæta ábyrgð. Á hinum almenna vinnumarkaði væri því öfugt farið. Starfsmaður sem myndi vanáætla kostnað við framkvæmd um mörg hundruð prósent fengi tæplega að halda vinnunni enda væri viðkomandi búinn að valda vinnuveitanda sínum ómældu tjóni.Útgjöld munu aukast um milljarð á viku Velta má fyrir sér, með tilliti til mikillar skattlagningar og syndsamlegrar sóunar, hvers vegna þörf sé á að auka ríkisútgjöld á komandi ári um meira en milljarð króna í hverri viku. Nærtækara væri að hið opinbera nýtti betur það skattféð sem það hefur, fremur en að taka meira. Landhelgisgæslan hefur t.d. tileinkað sér aukna ráðdeild á árinu með því að versla olíu í skipaflotann sinn af Færeyingum, þar sem kolefnisskattar eru lægri en á Íslandi. Í senn er þetta dæmi um mikla útsjónarsemi af Landhelgisgæslunni í rekstri en ekki síður dæmi um að skattar á Íslandi sé of háir. Þegar ríkisstofnanir eru farnir að stunda skattasniðgöngu þá er líklega kominn tími til að taka til í skattalöggjöfinni.Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Braggamálið Efnahagsmál Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hentar ekkert sérstaklega vel fyrir landbúnað. Hér er veðurfar tiltölulega slæmt og við getum ekki keppt við lönd sem búa yfir meiri búsæld. Það hefur samt ekki komið í veg fyrir að stjórnmálaflokkar á Íslandi sameinist um að Ísland verði best í rekstri skattbýla. Líklega eru fáar mjólkurkýr á meginlandi Evrópu sem eru blóðmjólkaðar jafn mikið og íslenskur skattgreiðandi. Af launaseðlinum, sem þú vinnur fyrir myrkranna á milli, tekur ríkið 37% til 46% til sín. Ef þú vilt eyða afganginum af launaseðlinum í vörur og þjónustu tekur ríkið vænan skerf, stundum 11%, en oftast 24%. Í tilviki eldsneytis, sem nær allir þurfa til að komast leiðar sinnar, tekur ríkið meira en 50% í nafni (vinstri) grænnar skattlagningar. Og ef þú ætlar að drekkja sorgum þínum í öldurhúsum bæjarins þarft þú í þokkabót að borga einn drykk fyrir ríkið fyrir hvern drykk sem þú teigar. Ef þú fjárfestir í fasteign innheimtir sveitarfélagið fasteignaskatt fyrir það eitt að eiga fasteign. Takirðu áhættu og fjárfestir fénu þínu í atvinnurekstur þá greiðirðu 22% fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum. Svo loksins þegar þú ert á kominn á grafarbakkann, hafandi komið nokkrum skattgreiðendum á legg eftir langa starfsævi og búinn að safna yfir áratugina á sparnaðarreikning því litla sem þú gast haldið eftir, tekur ríkið 10% af eignunum til sín í gegnum erfðafjárskatt.Sóun er regla í opinberum rekstri Þessum staðreyndum væri auðveldara að kyngja ef hið opinbera myndi sýna ráðdeild í því hvernig skattfé er ráðstafað. Ábyrgðarleysi og sóun er því miður alltof algeng í opinberum innkaupum og framkvæmdum. Sannast í því hið fornkveðna að fjármunir séu betur nýttir í höndum þeirra sem skapa þá, og hafa hagsmuni af nýtingu þeirra, heldur en í höndum embættismanna sem öfluðu ekki peninganna. Nú á dögunum eyddi Reykjavíkurborg 415 milljónum króna í endurbætur á bragga í Nauthólsvík. Á sama tíma, fyrir svipaða upphæð, reisir bóndi á Suðurlandi eitt fullkomnasta fjós Íslands, 4.200 fermetrar að stærð. Alþingi greiddi 22 milljónir króna, í júlí á bjartasta tíma ársins, til þess að tryggja góða lýsingu á hátíðarfundi Alþingis. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lýsti því yfir fyrr í vikunni að það hefðu verið mistök að gefa Landspítalanum pening fyrir jáeindaskanna fremur en búnaðinn sjálfan ásamt uppsetningu. Svo slæm væri skipulagshæfni hins opinbera. Árlega mætti nefna hundruðir ef ekki þúsundir dæma af þessu tagi í opinberum rekstri, en aldrei er neinn rekinn eða látinn sæta ábyrgð. Á hinum almenna vinnumarkaði væri því öfugt farið. Starfsmaður sem myndi vanáætla kostnað við framkvæmd um mörg hundruð prósent fengi tæplega að halda vinnunni enda væri viðkomandi búinn að valda vinnuveitanda sínum ómældu tjóni.Útgjöld munu aukast um milljarð á viku Velta má fyrir sér, með tilliti til mikillar skattlagningar og syndsamlegrar sóunar, hvers vegna þörf sé á að auka ríkisútgjöld á komandi ári um meira en milljarð króna í hverri viku. Nærtækara væri að hið opinbera nýtti betur það skattféð sem það hefur, fremur en að taka meira. Landhelgisgæslan hefur t.d. tileinkað sér aukna ráðdeild á árinu með því að versla olíu í skipaflotann sinn af Færeyingum, þar sem kolefnisskattar eru lægri en á Íslandi. Í senn er þetta dæmi um mikla útsjónarsemi af Landhelgisgæslunni í rekstri en ekki síður dæmi um að skattar á Íslandi sé of háir. Þegar ríkisstofnanir eru farnir að stunda skattasniðgöngu þá er líklega kominn tími til að taka til í skattalöggjöfinni.Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun