Hagsmunir hvaða sjúklinga? Birgir Jakobsson skrifar 25. september 2018 07:00 Síðustu vikur hefur umræða um heilbrigðismál og hagsmuni sjúklinga ratað í ýmsa fréttamiðla. Umræðan hefur meðal annars snúist um það að heilbrigðiskerfið eigi að vera þess eðlis að hagsmunir sjúklinga séu í forgangi þegar þjónustan er skipulögð. Allir hljóta að geta verið sammála um þá staðhæfingu, en spurningin er bara – hagsmunir hvaða sjúklinga? Þeirra sem hafa alvarlegustu sjúkdómana, fleiri en einn sjúkdóm sem ekki er óalgengt hjá eldra fólki og þeirra sem hafa verst lífskjör og eiga erfiðast með að fóta sig í kerfinu? Eða eru það hagsmunir þeirra sem hafa tiltölulega einföld heilbrigðisvandamál, sem sjúklingarnir geta sinnt sjálfir með ráðgjöf og sem í mörgum tilfellum ganga yfir af sjálfu sér? Við viljum að sjálfsögðu hafa heilbrigðiskerfi sem getur sinnt þessu öllu en það mun koma að því að við þurfum að velja. Við stöndum frammi fyrir þeirri ánægjulegu staðreynd að lífaldur þjóðarinnar fer hækkandi. Það getur þýtt að fyrrnefndi hópurinn fari vaxandi. Í skýrslu McKinsey frá 2016 segir að á síðustu árum hafi orðið veruleg aukning í starfsemi stofulækna og starfsemi að sama skapi flust út af Landspítala óháð því hvort tillit hafi verið tekið til þess að starfsemin væri betur komin inni á spítalanum. McKinsey bendir enn fremur á að greiðslukerfi stofulækna hvetji til einfaldra heimsókna á kostnað flóknari og tímafrekari sjúklinga. Embætti landlæknis gerði könnun um tíðni aðgerða á einkastofum og fann greinilegar ábendingar um oflækningar. Þá hefur Ríkisendurskoðun bent á það að fjármunir hafi flust úr opinberu heilbrigðisþjónustunni inn í stofurekstur sérgreinalækna sl. áratug. Allt hefur þetta gert það að verkum að sjúklingar með alvarlega sjúkdóma og fjölþætt heilbrigðisvandamál og þeir sem hafa verst lífskjörin, sjúklingar sem þurfa aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, fá nú verri þjónustu og reka sig á fleiri veggi áður en þeir fá lausn sinna mála. Nú stendur til að breyta þessu. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á styrkingu opinbera heilbrigðiskerfisins, heilsugæsluna um allt land sem fyrsta viðkomustað sjúklinga með breiðri aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, og að auka aðgengi að sérgreinalæknum fyrir alla landsmenn með því að styrkja göngudeildarstarfsemi sjúkrahúsanna, ekki síst Landspítala, þar sem auðveldara er að koma við teymisvinnu fleiri fagstétta. Til þess að koma þessu til leiðar þarf fleiri sérgreinalækna inn á sjúkrahúsin enda er það ein af niðurstöðum McKinsey að Landspítalinn sé mun verr mannaður af reyndum sérfræðingum en sambærileg sjúkrahús annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er ekki hægt að gera á meðan sérgreinalæknar fá bæði betur greitt og einfaldari sjúklinga þegar þeir starfa á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Það er enginn að tala um að afnema stofulækna. En það þarf að gera þjónustu þeirra markvissari svo kunnátta sérgreinalækna sé notuð á réttan hátt. Útboðsleið, sem hefur verið viðruð sem hugmynd af ýmsum aðilum, er ein þeirra leiða sem eru til skoðunar í ráðuneytinu. Það er misskilningur að skapa þurfi tækifæri fyrir íslenska heilbrigðisstarfsmenn í námi erlendis með því að bjóða þeim starf á stofu. Flestir íslenskir læknar eru í sérnámi á háskólasjúkrahúsum erlendis og koma því aðeins heim að þeim sé boðin sambærileg starfsaðstaða hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur umræða um heilbrigðismál og hagsmuni sjúklinga ratað í ýmsa fréttamiðla. Umræðan hefur meðal annars snúist um það að heilbrigðiskerfið eigi að vera þess eðlis að hagsmunir sjúklinga séu í forgangi þegar þjónustan er skipulögð. Allir hljóta að geta verið sammála um þá staðhæfingu, en spurningin er bara – hagsmunir hvaða sjúklinga? Þeirra sem hafa alvarlegustu sjúkdómana, fleiri en einn sjúkdóm sem ekki er óalgengt hjá eldra fólki og þeirra sem hafa verst lífskjör og eiga erfiðast með að fóta sig í kerfinu? Eða eru það hagsmunir þeirra sem hafa tiltölulega einföld heilbrigðisvandamál, sem sjúklingarnir geta sinnt sjálfir með ráðgjöf og sem í mörgum tilfellum ganga yfir af sjálfu sér? Við viljum að sjálfsögðu hafa heilbrigðiskerfi sem getur sinnt þessu öllu en það mun koma að því að við þurfum að velja. Við stöndum frammi fyrir þeirri ánægjulegu staðreynd að lífaldur þjóðarinnar fer hækkandi. Það getur þýtt að fyrrnefndi hópurinn fari vaxandi. Í skýrslu McKinsey frá 2016 segir að á síðustu árum hafi orðið veruleg aukning í starfsemi stofulækna og starfsemi að sama skapi flust út af Landspítala óháð því hvort tillit hafi verið tekið til þess að starfsemin væri betur komin inni á spítalanum. McKinsey bendir enn fremur á að greiðslukerfi stofulækna hvetji til einfaldra heimsókna á kostnað flóknari og tímafrekari sjúklinga. Embætti landlæknis gerði könnun um tíðni aðgerða á einkastofum og fann greinilegar ábendingar um oflækningar. Þá hefur Ríkisendurskoðun bent á það að fjármunir hafi flust úr opinberu heilbrigðisþjónustunni inn í stofurekstur sérgreinalækna sl. áratug. Allt hefur þetta gert það að verkum að sjúklingar með alvarlega sjúkdóma og fjölþætt heilbrigðisvandamál og þeir sem hafa verst lífskjörin, sjúklingar sem þurfa aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, fá nú verri þjónustu og reka sig á fleiri veggi áður en þeir fá lausn sinna mála. Nú stendur til að breyta þessu. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á styrkingu opinbera heilbrigðiskerfisins, heilsugæsluna um allt land sem fyrsta viðkomustað sjúklinga með breiðri aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, og að auka aðgengi að sérgreinalæknum fyrir alla landsmenn með því að styrkja göngudeildarstarfsemi sjúkrahúsanna, ekki síst Landspítala, þar sem auðveldara er að koma við teymisvinnu fleiri fagstétta. Til þess að koma þessu til leiðar þarf fleiri sérgreinalækna inn á sjúkrahúsin enda er það ein af niðurstöðum McKinsey að Landspítalinn sé mun verr mannaður af reyndum sérfræðingum en sambærileg sjúkrahús annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er ekki hægt að gera á meðan sérgreinalæknar fá bæði betur greitt og einfaldari sjúklinga þegar þeir starfa á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Það er enginn að tala um að afnema stofulækna. En það þarf að gera þjónustu þeirra markvissari svo kunnátta sérgreinalækna sé notuð á réttan hátt. Útboðsleið, sem hefur verið viðruð sem hugmynd af ýmsum aðilum, er ein þeirra leiða sem eru til skoðunar í ráðuneytinu. Það er misskilningur að skapa þurfi tækifæri fyrir íslenska heilbrigðisstarfsmenn í námi erlendis með því að bjóða þeim starf á stofu. Flestir íslenskir læknar eru í sérnámi á háskólasjúkrahúsum erlendis og koma því aðeins heim að þeim sé boðin sambærileg starfsaðstaða hér á landi.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar