Póstnúmer heimsins Guðrún Vilmundardóttir skrifar 20. september 2018 08:00 Börnin mín eru bæði flutt að heiman. Það væri kannski ekki í frásögur færandi, nema þau eru bara 18 og 21 – og flutt til Danmerkur og Japan. Ég kýs að líta svo á að tvö sjónarmið blasi við. Hið fyrra: Ég hef verið svo agaleg móðir að þau fara eins langt og þau treysta sér til, við fyrsta tækifæri. Hitt sjónarmiðið, sem mér finnst öllu líklegra, og óneitanlega skemmtilegra að halla mér að, er að uppeldið hafi tekist svona vel. Ég hef talað fyrir því að skoða heiminn. Og að ein besta leiðin til þess sé að mennta sig erlendis. Ég hefi talað fyrir fleiru. Einsog að setja í vélina, ganga frá skónum í þar til gerða skóhillu, láta vita með hæfilegum fyrirvara hvort maður verði í mat. Sumt virðist hafa náð betur í gegn en annað. Kaupmannahöfn þekki ég þokkalega. Var lykilstarfsmaður hjá Postvæsenet sumarlangt. Á háskólaárum í Frakklandi og Belgíu gerði ég það að leik mínum að spyrja Dani sem ég hitti hvaðan þeir væru. Hvidovre? Póstnúmer 2560! Þeir vissu ekki betur en að ég hefði alla Evrópu póstnúmeraða á takteinum og vakti það ákveðna lukku. Japan er mér ókannað land og bögglaðist það fyrir móðurhjartanu. En í vikunni bar ég gæfu til að hitta Kyoto-farann á göngu í Garðastrætinu, með skólabróður sem var nýkominn heim frá Japan. „Og hér ert þú kominn aftur,“ kallaði ég glöð upp yfir mig og hef sjaldan orðið jafn fegin að sjá nokkurn mann, þó þetta væri í fyrsta sinni sem við hittumst. „Heill á húfi!“ „Ekki nóg með það,“ svaraði hann að bragði, „heldur miklu betri en þegar ég fór.“ Þess er óskandi að allir landkönnuðir okkar vilji koma heim aftur. Betri en þeir fóru. Og spássera eftir Garðastrætinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Börnin mín eru bæði flutt að heiman. Það væri kannski ekki í frásögur færandi, nema þau eru bara 18 og 21 – og flutt til Danmerkur og Japan. Ég kýs að líta svo á að tvö sjónarmið blasi við. Hið fyrra: Ég hef verið svo agaleg móðir að þau fara eins langt og þau treysta sér til, við fyrsta tækifæri. Hitt sjónarmiðið, sem mér finnst öllu líklegra, og óneitanlega skemmtilegra að halla mér að, er að uppeldið hafi tekist svona vel. Ég hef talað fyrir því að skoða heiminn. Og að ein besta leiðin til þess sé að mennta sig erlendis. Ég hefi talað fyrir fleiru. Einsog að setja í vélina, ganga frá skónum í þar til gerða skóhillu, láta vita með hæfilegum fyrirvara hvort maður verði í mat. Sumt virðist hafa náð betur í gegn en annað. Kaupmannahöfn þekki ég þokkalega. Var lykilstarfsmaður hjá Postvæsenet sumarlangt. Á háskólaárum í Frakklandi og Belgíu gerði ég það að leik mínum að spyrja Dani sem ég hitti hvaðan þeir væru. Hvidovre? Póstnúmer 2560! Þeir vissu ekki betur en að ég hefði alla Evrópu póstnúmeraða á takteinum og vakti það ákveðna lukku. Japan er mér ókannað land og bögglaðist það fyrir móðurhjartanu. En í vikunni bar ég gæfu til að hitta Kyoto-farann á göngu í Garðastrætinu, með skólabróður sem var nýkominn heim frá Japan. „Og hér ert þú kominn aftur,“ kallaði ég glöð upp yfir mig og hef sjaldan orðið jafn fegin að sjá nokkurn mann, þó þetta væri í fyrsta sinni sem við hittumst. „Heill á húfi!“ „Ekki nóg með það,“ svaraði hann að bragði, „heldur miklu betri en þegar ég fór.“ Þess er óskandi að allir landkönnuðir okkar vilji koma heim aftur. Betri en þeir fóru. Og spássera eftir Garðastrætinu.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar