Mikill léttir að fá loksins svör þótt að það sé brot í bakinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. október 2018 07:00 Óvíst er hvenær Ásdís getur kastað spjóti á ný en hún þarf að fara varfærnislega í það. Getty/Alexander Hassenstein Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir fékk loksins svör við bakmeiðslunum sem hafa verið að plaga hana undanfarna mánuði. Neðst í mjóbakinu er sprunga vegna álags og hefur hún því æft og keppt að undanförnu með brot í bakinu. „Ég fór nýlega í skoðun þar sem kom í ljós að ég hef fengið álagsbrot í bakið, líklegast síðasta sumar. Þetta er í þeim hluta hryggjarins að ég finn aðeins fyrir þessu þegar ég kasta spjótinu en ekki við styrktaræfingar,“ sagði Ásdís og hélt áfram: „Verkurinn hvarf eftir tímabilið í fyrra þegar ég hætti að kasta og tók sig upp á ný í vor en ég reyndi að halda honum niðri í ár með sjúkraþjálfun. Hvenær nákvæmlega þetta álagsbrot tók sig upp þori ég ekki að segja en þetta er gamalt brot, það sást við skoðunina að þetta er allavega sex mánaða gamalt. Það er líklegt að þetta hafi gerst í fyrra og að það hafi opnast á ný í ár þegar álagið jókst og fékk ekki að gróa.“ Óvíst er hvenær hún getur kastað spjóti á ný en hún þarf að fara varfærnislega í það. „Það er erfitt að segja með álagsbrot, þau taka oft lengri tíma en beinbrot að gróa og það fer eftir álagi á svæðið. Ég fékk sprautu til að minnka bólguna til að flýta fyrir endurhæfingunni og þarf ekki að fara í aðgerð og núna er bara verið að bíða eftir endurhæfingu. Ég geri ráð fyrir að fara aftur í sömu skoðun áður en ég kasta spjóti á ný til að vera örugg um að beinið sé búið að gróa. Ég vill ekki taka kastæfingu og lenda í því að brotið opnist á ný.“ Hún segir það vissan létti að þetta sé loksins komið á hreint eftir margra mánaða óvissu. „Það var mjög góð tilfinning og mikill léttir að heyra loksins hvað var að og hvernig hægt væri að takast á við það. Ég tók þessi meiðsli ekkert alvarlega í byrjun, hélt að þetta myndi fara innan skamms og reyndi að halda þessu niðri. Það gekk vel að æfa í vetur og ég kastaði mjög vel þegar ég hóf það í vor en þegar þetta tók sig aftur upp þá lá þetta afar þungt á mér. Ég fann alltaf fyrir óþægindum og yfirleitt nístandi sársauka þegar ég kastaði og það tók á andlega. Ég vissi ekki hvort ég yrði með tárin í augunum þegar ég kæmi heim af æfingu,“ segir Ásdís sem sagði að það hefði komið sá tími að hún óttaðist um ferilinn. „Það kom tímapunktur, í sumar gat ég kastað en fann alltaf fyrir óþægindum, og maður hugsaði hvað yrði um ferilinn. Þegar ég hugsa til baka er það klikkun að hafa verið að halda áfram með brot í baki. Við reyndum hvað sem hægt var en okkur tókst aldrei að finna út hvað þetta var og það reyndi á, það var ekki hægt að sjá neina lausn þegar við þekktum ekki vandamálið. Það hefðu eflaust margir tekið þessum fregnum illa en ég var bara fegin.“ Hún rétt missti af úrslitunum á EM í Berlín þar sem hún lenti í 13. sæti og átti flott köst þrátt fyrir meiðslin. „Það er ótrúlegt að hugsa til baka að hafa náð 13. sæti á EM með brot í baki en á sama tíma ótrúlega svekkjandi. Á fyrstu æfingum sumarsins var ég að kasta það vel að ég hefði komist á verðlaunapall í Berlín. Ég þurfti líka að horfa á eftir sæti í úrslitunum í lokakastinu þegar æfingafélagi minn gerði út um vonir mínar í annað sinn, það var ótrúlega svekkjandi,“ sagði Ásdís. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir fékk loksins svör við bakmeiðslunum sem hafa verið að plaga hana undanfarna mánuði. Neðst í mjóbakinu er sprunga vegna álags og hefur hún því æft og keppt að undanförnu með brot í bakinu. „Ég fór nýlega í skoðun þar sem kom í ljós að ég hef fengið álagsbrot í bakið, líklegast síðasta sumar. Þetta er í þeim hluta hryggjarins að ég finn aðeins fyrir þessu þegar ég kasta spjótinu en ekki við styrktaræfingar,“ sagði Ásdís og hélt áfram: „Verkurinn hvarf eftir tímabilið í fyrra þegar ég hætti að kasta og tók sig upp á ný í vor en ég reyndi að halda honum niðri í ár með sjúkraþjálfun. Hvenær nákvæmlega þetta álagsbrot tók sig upp þori ég ekki að segja en þetta er gamalt brot, það sást við skoðunina að þetta er allavega sex mánaða gamalt. Það er líklegt að þetta hafi gerst í fyrra og að það hafi opnast á ný í ár þegar álagið jókst og fékk ekki að gróa.“ Óvíst er hvenær hún getur kastað spjóti á ný en hún þarf að fara varfærnislega í það. „Það er erfitt að segja með álagsbrot, þau taka oft lengri tíma en beinbrot að gróa og það fer eftir álagi á svæðið. Ég fékk sprautu til að minnka bólguna til að flýta fyrir endurhæfingunni og þarf ekki að fara í aðgerð og núna er bara verið að bíða eftir endurhæfingu. Ég geri ráð fyrir að fara aftur í sömu skoðun áður en ég kasta spjóti á ný til að vera örugg um að beinið sé búið að gróa. Ég vill ekki taka kastæfingu og lenda í því að brotið opnist á ný.“ Hún segir það vissan létti að þetta sé loksins komið á hreint eftir margra mánaða óvissu. „Það var mjög góð tilfinning og mikill léttir að heyra loksins hvað var að og hvernig hægt væri að takast á við það. Ég tók þessi meiðsli ekkert alvarlega í byrjun, hélt að þetta myndi fara innan skamms og reyndi að halda þessu niðri. Það gekk vel að æfa í vetur og ég kastaði mjög vel þegar ég hóf það í vor en þegar þetta tók sig aftur upp þá lá þetta afar þungt á mér. Ég fann alltaf fyrir óþægindum og yfirleitt nístandi sársauka þegar ég kastaði og það tók á andlega. Ég vissi ekki hvort ég yrði með tárin í augunum þegar ég kæmi heim af æfingu,“ segir Ásdís sem sagði að það hefði komið sá tími að hún óttaðist um ferilinn. „Það kom tímapunktur, í sumar gat ég kastað en fann alltaf fyrir óþægindum, og maður hugsaði hvað yrði um ferilinn. Þegar ég hugsa til baka er það klikkun að hafa verið að halda áfram með brot í baki. Við reyndum hvað sem hægt var en okkur tókst aldrei að finna út hvað þetta var og það reyndi á, það var ekki hægt að sjá neina lausn þegar við þekktum ekki vandamálið. Það hefðu eflaust margir tekið þessum fregnum illa en ég var bara fegin.“ Hún rétt missti af úrslitunum á EM í Berlín þar sem hún lenti í 13. sæti og átti flott köst þrátt fyrir meiðslin. „Það er ótrúlegt að hugsa til baka að hafa náð 13. sæti á EM með brot í baki en á sama tíma ótrúlega svekkjandi. Á fyrstu æfingum sumarsins var ég að kasta það vel að ég hefði komist á verðlaunapall í Berlín. Ég þurfti líka að horfa á eftir sæti í úrslitunum í lokakastinu þegar æfingafélagi minn gerði út um vonir mínar í annað sinn, það var ótrúlega svekkjandi,“ sagði Ásdís.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn