Erlendum hjálparstarfsmönnum enn ekki hleypt á hamfarasvæði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. október 2018 12:14 Yfirvöld í Indónesíu hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa óskað seint eftir neyðaraðstoð frá alþjóðasamfélaginu, en það gerðist ekki fyrr en þremur dögum eftir hamfarirnar. AP/Dita Alangkara Erlendum hjálparstarfsmönnum hefur enn ekki verið hleypt inn á hamfarasvæðið á eyjunni Sulawesi í Indónesíu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem riðu yfir eyjuna í lok september. Staðfest er að tvö þúsund eru látnir og allt að fimm þúsund saknað. Vonir manna um að finna fleiri á lífi á hamfarasvæðinu á Sulawesi í Indónesíu dvína með hverjum deginum en tæpar tvær vikur eru síðan hörmungarnar gengu yfir með jarðskjálfta af stærðinni 7,5, í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu, en í kjölfar skjálftans fylgdi flóðbylgja sem var allt að sex metra há þegar hún skall á strönd eyjunnar. Yfirvöld hafa gefið það út að leit að eftirlifendum verði hætt ellefta október næstkomandi og verða þeir sem eru ófundnir, taldir af en hverfisfulltrúar í bæjunum Balaroa og Petobo segir að fimm þúsund manns séu ófundnir. Yfirvöld í Indónesíu hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa óskað seint eftir neyðaraðstoð frá alþjóðasamfélaginu, en það gerðist ekki fyrr en þremur dögum eftir hamfarirnar. Tveir Íslendingar voru sendir út í síðustu viku á vegum NetHope, sem eru regnhlífarsamtök 58 stærstu hjálparsamtaka í heimi, en þeirra hlutverk er að tryggja fjarskiptasamband á milli björgunaraðila svo hægt að sé skipuleggja björgunarstarf. Þeir eru hins vega ekki komnir inn á eyjuna þar sem erlendum hjálparstarfsmönnum hefur ekki enn verið hleypt inn á hamfarasvæðið. Dagbjartur Brynjarsson er samhæfingarstjóri NetHope hér á landi.Dagbjartur Brynjarsson, samhæfingarstjóri Nethope á Íslandi.Nethope„Það er engum erlendum ríkisborgurum hleypt inn á hamfarasvæðið. Ríkisstjórn Indónesíu er í raun og vera að beina mönnum í gegnum hjálparstofnanir sem starfa á svæðinu og við fylgjum því og höfum verið að þjálfa upp fólk á þann búnað sem við komum með,“ segir Dagbjartur. Því hafa samtökin verið að þjálfa upp innfædda til þess að sinna því hjálparstarfi sem þeir hefur annars verið að gera á hamfara svæðinu. Er einhver ástæða fyrir því að erlendum hjálparstarfsmönnum hefur ekki verið hleypt inn á hamfarasvæðið? „Það eru eflaust margar ástæður fyrir því og ég ætla ekki að fara geta í neina eyður varðandi það. það sem skiptir mestu máli er bara það að fylgja því skipulagi sem sett er upp og það leggjum við gríðarlega mikið upp úr, að tengja okkur við þá samhæfingu sem á sér stað á hverju stað fyrir sig og fylgjum því uppleggi sem þar er lagt upp,“ segir Dagbjartur. Dagbjartur segir hjálparstarf á svæðinu vera komið í gang og að árangur sé farinn að sjást. „Það er alveg ljóst að er mikið uppbyggingarstarf fyrir höndum og það er líka alveg ljóst að hluti björgunarstarfs er að skríða í rétta átt. Fjarskipti eru að einhverju leiti komin upp aftur, þó þau séu kannski ekki alveg 100%. Rafmagn gengur pínu hægt en í Palu, sem dæmi, eru tvær af fimm aðal spennustöðvum komnar upp fyrir svæðið, þannig að þetta er allt að skríða í rétta átt,“ segir Dagbjartur. Asía Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Heilu hverfin sukku í for Talið er að um 5.000 manns hafi farist þegar tvö hverfi í borginni Palu í Indónesíu sukku í forarsvað þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í síðasta mánuði. 8. október 2018 07:00 Rauði krossinn í viðbragðsstöðu vegna hamfaranna í Indónesíu Að minnsta kosti 1200 eru látnir í Indónesíu eftir jarðskjálfta og tsunami flóðbylgju í kjölfarið, a.m.k. 800 eru slasaðir og meira en 160.000 hafa misst heimili sín. Rauði krossinn á svæðinu er í kapphlaupi við tímann. 5. október 2018 16:00 Eldgos á hælunum á jarðskjálftum og flóðbylgju Gosið hefur í eldfjallinu Soputan í Indónesíu á eyjunni Norður-Sulawesi sem varð einnig fyrir barðinu á öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í síðustu viku. 3. október 2018 09:27 Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Ástandið á eyjunni Sulawesi versnar dag frá degi eftir náttúruhamfarirnar á föstudag 2. október 2018 19:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Erlendum hjálparstarfsmönnum hefur enn ekki verið hleypt inn á hamfarasvæðið á eyjunni Sulawesi í Indónesíu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem riðu yfir eyjuna í lok september. Staðfest er að tvö þúsund eru látnir og allt að fimm þúsund saknað. Vonir manna um að finna fleiri á lífi á hamfarasvæðinu á Sulawesi í Indónesíu dvína með hverjum deginum en tæpar tvær vikur eru síðan hörmungarnar gengu yfir með jarðskjálfta af stærðinni 7,5, í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu, en í kjölfar skjálftans fylgdi flóðbylgja sem var allt að sex metra há þegar hún skall á strönd eyjunnar. Yfirvöld hafa gefið það út að leit að eftirlifendum verði hætt ellefta október næstkomandi og verða þeir sem eru ófundnir, taldir af en hverfisfulltrúar í bæjunum Balaroa og Petobo segir að fimm þúsund manns séu ófundnir. Yfirvöld í Indónesíu hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa óskað seint eftir neyðaraðstoð frá alþjóðasamfélaginu, en það gerðist ekki fyrr en þremur dögum eftir hamfarirnar. Tveir Íslendingar voru sendir út í síðustu viku á vegum NetHope, sem eru regnhlífarsamtök 58 stærstu hjálparsamtaka í heimi, en þeirra hlutverk er að tryggja fjarskiptasamband á milli björgunaraðila svo hægt að sé skipuleggja björgunarstarf. Þeir eru hins vega ekki komnir inn á eyjuna þar sem erlendum hjálparstarfsmönnum hefur ekki enn verið hleypt inn á hamfarasvæðið. Dagbjartur Brynjarsson er samhæfingarstjóri NetHope hér á landi.Dagbjartur Brynjarsson, samhæfingarstjóri Nethope á Íslandi.Nethope„Það er engum erlendum ríkisborgurum hleypt inn á hamfarasvæðið. Ríkisstjórn Indónesíu er í raun og vera að beina mönnum í gegnum hjálparstofnanir sem starfa á svæðinu og við fylgjum því og höfum verið að þjálfa upp fólk á þann búnað sem við komum með,“ segir Dagbjartur. Því hafa samtökin verið að þjálfa upp innfædda til þess að sinna því hjálparstarfi sem þeir hefur annars verið að gera á hamfara svæðinu. Er einhver ástæða fyrir því að erlendum hjálparstarfsmönnum hefur ekki verið hleypt inn á hamfarasvæðið? „Það eru eflaust margar ástæður fyrir því og ég ætla ekki að fara geta í neina eyður varðandi það. það sem skiptir mestu máli er bara það að fylgja því skipulagi sem sett er upp og það leggjum við gríðarlega mikið upp úr, að tengja okkur við þá samhæfingu sem á sér stað á hverju stað fyrir sig og fylgjum því uppleggi sem þar er lagt upp,“ segir Dagbjartur. Dagbjartur segir hjálparstarf á svæðinu vera komið í gang og að árangur sé farinn að sjást. „Það er alveg ljóst að er mikið uppbyggingarstarf fyrir höndum og það er líka alveg ljóst að hluti björgunarstarfs er að skríða í rétta átt. Fjarskipti eru að einhverju leiti komin upp aftur, þó þau séu kannski ekki alveg 100%. Rafmagn gengur pínu hægt en í Palu, sem dæmi, eru tvær af fimm aðal spennustöðvum komnar upp fyrir svæðið, þannig að þetta er allt að skríða í rétta átt,“ segir Dagbjartur.
Asía Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Heilu hverfin sukku í for Talið er að um 5.000 manns hafi farist þegar tvö hverfi í borginni Palu í Indónesíu sukku í forarsvað þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í síðasta mánuði. 8. október 2018 07:00 Rauði krossinn í viðbragðsstöðu vegna hamfaranna í Indónesíu Að minnsta kosti 1200 eru látnir í Indónesíu eftir jarðskjálfta og tsunami flóðbylgju í kjölfarið, a.m.k. 800 eru slasaðir og meira en 160.000 hafa misst heimili sín. Rauði krossinn á svæðinu er í kapphlaupi við tímann. 5. október 2018 16:00 Eldgos á hælunum á jarðskjálftum og flóðbylgju Gosið hefur í eldfjallinu Soputan í Indónesíu á eyjunni Norður-Sulawesi sem varð einnig fyrir barðinu á öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í síðustu viku. 3. október 2018 09:27 Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Ástandið á eyjunni Sulawesi versnar dag frá degi eftir náttúruhamfarirnar á föstudag 2. október 2018 19:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Heilu hverfin sukku í for Talið er að um 5.000 manns hafi farist þegar tvö hverfi í borginni Palu í Indónesíu sukku í forarsvað þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í síðasta mánuði. 8. október 2018 07:00
Rauði krossinn í viðbragðsstöðu vegna hamfaranna í Indónesíu Að minnsta kosti 1200 eru látnir í Indónesíu eftir jarðskjálfta og tsunami flóðbylgju í kjölfarið, a.m.k. 800 eru slasaðir og meira en 160.000 hafa misst heimili sín. Rauði krossinn á svæðinu er í kapphlaupi við tímann. 5. október 2018 16:00
Eldgos á hælunum á jarðskjálftum og flóðbylgju Gosið hefur í eldfjallinu Soputan í Indónesíu á eyjunni Norður-Sulawesi sem varð einnig fyrir barðinu á öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í síðustu viku. 3. október 2018 09:27
Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Ástandið á eyjunni Sulawesi versnar dag frá degi eftir náttúruhamfarirnar á föstudag 2. október 2018 19:00