Gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði Ásmundur Einar Daðason skrifar 8. október 2018 07:00 Fréttaskýringaþátturinn Kveikur síðastliðið þriðjudagskvöld sýndi slæman aðbúnað erlends verkafólks hér á landi og margvísleg brot gegn því og lét örugglega engan ósnortinn. Hver sem stundar atvinnurekstur á þeim forsendum að brjóta á vinnandi fólki, búa því slæmar aðstæður og svíkja það um kaup og kjör kemur óorði á heilar atvinnugreinar og skaðar orðspor Íslands sem þjóðar meðal þjóða. Slík háttsemi er vandamál allra, grefur undan heiðarlegri atvinnustarfsemi og ýtir undir tortryggni á vinnumarkaði. Það þarf að efla eftirlit, auka samvinnu til að taka heildstætt á þessum málum og herða viðurlög gagnvart þeim sem ábyrgir eru. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi lög sem varða erlendar starfsmannaleigur og fela í sér auknar heimildir Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar til eftirlits, auk víðtækari heimilda til upplýsingamiðlunar til ríkisskattstjóra og lögreglu. Lögin eru afrakstur samstarfs stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Markmiðið er að tryggja að l starfskjör starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands séu í samræmi við íslensk lög og kjarasamninga og að bæta yfirsýn stjórnvalda yfir eðli og umfang þessara mála. Skammt er liðið frá gildistöku laganna en þeim er ætlað að torvelda brotastarfsemi á vinnumarkaði. Meðal þess sem mér fannst sláandi í þættinum var hvað þeir aðilar sem hafa skýran ásetning um að brjóta á vinnandi fólki virðast beita til þess margvíslegum aðferðum. Til að upplýsa og fyrirbyggja brot þarf virkt samstarf margra aðila. Fulltrúar atvinnurekenda og launafólks eru á einu máli um að brot eins og hér um ræðir verða ekki liðin og ég veit að vilji allra aðila sem þurfa að vinna saman til að uppræta þennan vanda er fyrir hendi. Nýlega kynnti ég fyrir ríkisstjórn ákvörðun mína um aukna samvinnu til að sporna gegn félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði. Í framhaldinu kallaði ég til samstarfs fulltrúa verkalýðsfélaga, atvinnurekenda, skattayfirvalda, lögreglu og fleiri stofnana sem og fleiri ráðuneyta til að efla samstarf um aukið eftirlit og meta þörf á lagabreytingum. Háttsemi af þeim toga sem þarna kom fram á ekki að líðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttaskýringaþátturinn Kveikur síðastliðið þriðjudagskvöld sýndi slæman aðbúnað erlends verkafólks hér á landi og margvísleg brot gegn því og lét örugglega engan ósnortinn. Hver sem stundar atvinnurekstur á þeim forsendum að brjóta á vinnandi fólki, búa því slæmar aðstæður og svíkja það um kaup og kjör kemur óorði á heilar atvinnugreinar og skaðar orðspor Íslands sem þjóðar meðal þjóða. Slík háttsemi er vandamál allra, grefur undan heiðarlegri atvinnustarfsemi og ýtir undir tortryggni á vinnumarkaði. Það þarf að efla eftirlit, auka samvinnu til að taka heildstætt á þessum málum og herða viðurlög gagnvart þeim sem ábyrgir eru. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi lög sem varða erlendar starfsmannaleigur og fela í sér auknar heimildir Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar til eftirlits, auk víðtækari heimilda til upplýsingamiðlunar til ríkisskattstjóra og lögreglu. Lögin eru afrakstur samstarfs stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Markmiðið er að tryggja að l starfskjör starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands séu í samræmi við íslensk lög og kjarasamninga og að bæta yfirsýn stjórnvalda yfir eðli og umfang þessara mála. Skammt er liðið frá gildistöku laganna en þeim er ætlað að torvelda brotastarfsemi á vinnumarkaði. Meðal þess sem mér fannst sláandi í þættinum var hvað þeir aðilar sem hafa skýran ásetning um að brjóta á vinnandi fólki virðast beita til þess margvíslegum aðferðum. Til að upplýsa og fyrirbyggja brot þarf virkt samstarf margra aðila. Fulltrúar atvinnurekenda og launafólks eru á einu máli um að brot eins og hér um ræðir verða ekki liðin og ég veit að vilji allra aðila sem þurfa að vinna saman til að uppræta þennan vanda er fyrir hendi. Nýlega kynnti ég fyrir ríkisstjórn ákvörðun mína um aukna samvinnu til að sporna gegn félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði. Í framhaldinu kallaði ég til samstarfs fulltrúa verkalýðsfélaga, atvinnurekenda, skattayfirvalda, lögreglu og fleiri stofnana sem og fleiri ráðuneyta til að efla samstarf um aukið eftirlit og meta þörf á lagabreytingum. Háttsemi af þeim toga sem þarna kom fram á ekki að líðast.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun