Hongwei, sem gegnir einnig aðstoðarráðherrastöðu í kínversku ríkisstjórninni, hefur hvergi sést síðan hann hélt til Kína þann 25. september síðastliðinn en hann býr í Lyon í Frakklandi. Áður höfðu fjölmiðlar greint frá því að Hongwei hefði horfið 29. september en það hefur nú verið áréttað.
Samkvæmt heimild sem stendur nálægt rannsókn frönsku lögreglunnar á hvarfi Hongwei eru ekki taldar nokkrar líkur á því að Hongwei hafi horfið áður en hann kom til Kína. Því er talið að þar sé hann niður kominn, en engar mögulegar ástæður fyrir því að kínversk yfirvöld myndu vilja yfirheyra Hongwei liggi þó fyrir að svo stöddu.
Í tísti frá Interpol segist stofnunin vita af frásögnum fjölmiðla af meintu hvarfi Hongwei og sagði það vera mál fyrir viðeigiandi yfirvöld bæði í Frakklandi og Kína. Þá sagði einnig að Jürgen Stock, aðalritari Interpol, sæi um daglegan rekstur stofnunarinnar. Interpol myndi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.
#NEWS - Media statement concerning INTERPOL President Meng Hongwei. pic.twitter.com/P46AeXsGiS
— INTERPOL (@INTERPOL_HQ) October 5, 2018