Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2018 23:32 Teikning listamanns af Kepler 1625b með tungli. NASA, ESA, and L. Hustak (STScI) Tveir stjörnufræðingar telja sig hafa fundið sterkar vísbendingar um risavaxið tungl á braut um reikistjörnu í öðru sólkerfi. Verði uppgötvunin staðfest er þetta fyrsta tunglið sem menn hafa komið auga á utan sólkerfisins okkar. Tunglið er engin smásmíði en stærð þess er fordæmalaus í sólkerfinu okkar. Það er sagt sambærilegt að þvermáli og ísrisinn Neptúnus. Það er að finna í sólkerfi sem er í um átta þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Móðurreikistjarnan er einnig tröllvaxin. Hún er gasrisi sem er nokkrum sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Saman ganga hnettirnir á braut um móðurstjörnu sína sem er talin rétt innan svonefnds lífbeltis hennar. Vísindamenn komust fyrst á spor tunglsins þegar Kepler-geimsjónaukinn beindi linsu sinni í átt að fjarreikistjörnunni Kepler-1625b í fyrra. Það voru svo tveir stjörnufræðingar við Kólumbíuháskóla í New York sem notuðu Hubble-geimsjónaukann til þess að litast frekar um eftir mögulegu tungli, að því er segir í frétt á vef Hubble-sjónaukans. Enginn hægðarleikur er að finna fjarreikistjörnur, hvað þá fjartungl eins og þetta. Reikistjörnurnar eru dimmar og litlar og hverfa í geislandi bjarma móðurstjarna sinna. Stjörnufræðingar koma yfirleitt auga á fjarreikistjörnur með því að skima svæði á himninum og leita að örlitlum breytingum á birtu stjarnanna sem geta verið vísbendingar um reikistjörnur sem ganga fyrir þær frá jörðinni séð. Til þess leggjast vísindamenn yfir gröf sem sýna birtustig stjarnanna. Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna með þessum hætti. Enn erfiðara er hins vegar að finna fjartungl sem eru enn smærri og skilja enn veikari ummerki eftir sig.Tveir skuggar á skömmum tíma Í leit sinni að tungli á braut um Kepler 1625b fylgdust stjörnufræðingarnir með því þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna með Hubble. Þá tóku þeir eftir örlitlum frávikum í ljósinu sem barst frá henni til jarðar. Í ljós kom að þremur og hálfri klukkustund eftir að reikistjarnan hafði gengið fyrir stjörnuna skyggði eitthvað mun minna á stjörnuna. Það gat passað við tungl sem fylgdi í humátt á eftir reikistjörnunni. „Það var sannarlega sláandi augnablik að sjá þetta ljósgraf, hjartað mitt byrjaði að slá örlítið hraðar og ég hélt bara áfram að stara á þetta merki,“ segir David Kipping, annar stjörnufræðinganna. Reikistjarnan byrjaði einnig að ganga fyrir stjörnuna meira en klukkustund fyrr en vísindamennirnir höfðu gert ráð fyrir. Það telja vísindamennirnir geta skýrst af þyngdaráhrifum tungls á braut um hana. Það frávik gæti einnig skýrst af annarri reikistjörnu í sólkerfinu. Hubble fann hins vegar engar vísbendingar um fleiri reikistjörnur. Stærð tunglsins er óvenjuleg og gæti hún leitt til þess að stjörnufræðingar þurfi að endurskoða kenningar sínar um hvernig sólkerfi þróast og hvernig tungl myndast í þeim. Vísindi Tengdar fréttir Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Tveir stjörnufræðingar telja sig hafa fundið sterkar vísbendingar um risavaxið tungl á braut um reikistjörnu í öðru sólkerfi. Verði uppgötvunin staðfest er þetta fyrsta tunglið sem menn hafa komið auga á utan sólkerfisins okkar. Tunglið er engin smásmíði en stærð þess er fordæmalaus í sólkerfinu okkar. Það er sagt sambærilegt að þvermáli og ísrisinn Neptúnus. Það er að finna í sólkerfi sem er í um átta þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Móðurreikistjarnan er einnig tröllvaxin. Hún er gasrisi sem er nokkrum sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Saman ganga hnettirnir á braut um móðurstjörnu sína sem er talin rétt innan svonefnds lífbeltis hennar. Vísindamenn komust fyrst á spor tunglsins þegar Kepler-geimsjónaukinn beindi linsu sinni í átt að fjarreikistjörnunni Kepler-1625b í fyrra. Það voru svo tveir stjörnufræðingar við Kólumbíuháskóla í New York sem notuðu Hubble-geimsjónaukann til þess að litast frekar um eftir mögulegu tungli, að því er segir í frétt á vef Hubble-sjónaukans. Enginn hægðarleikur er að finna fjarreikistjörnur, hvað þá fjartungl eins og þetta. Reikistjörnurnar eru dimmar og litlar og hverfa í geislandi bjarma móðurstjarna sinna. Stjörnufræðingar koma yfirleitt auga á fjarreikistjörnur með því að skima svæði á himninum og leita að örlitlum breytingum á birtu stjarnanna sem geta verið vísbendingar um reikistjörnur sem ganga fyrir þær frá jörðinni séð. Til þess leggjast vísindamenn yfir gröf sem sýna birtustig stjarnanna. Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna með þessum hætti. Enn erfiðara er hins vegar að finna fjartungl sem eru enn smærri og skilja enn veikari ummerki eftir sig.Tveir skuggar á skömmum tíma Í leit sinni að tungli á braut um Kepler 1625b fylgdust stjörnufræðingarnir með því þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna með Hubble. Þá tóku þeir eftir örlitlum frávikum í ljósinu sem barst frá henni til jarðar. Í ljós kom að þremur og hálfri klukkustund eftir að reikistjarnan hafði gengið fyrir stjörnuna skyggði eitthvað mun minna á stjörnuna. Það gat passað við tungl sem fylgdi í humátt á eftir reikistjörnunni. „Það var sannarlega sláandi augnablik að sjá þetta ljósgraf, hjartað mitt byrjaði að slá örlítið hraðar og ég hélt bara áfram að stara á þetta merki,“ segir David Kipping, annar stjörnufræðinganna. Reikistjarnan byrjaði einnig að ganga fyrir stjörnuna meira en klukkustund fyrr en vísindamennirnir höfðu gert ráð fyrir. Það telja vísindamennirnir geta skýrst af þyngdaráhrifum tungls á braut um hana. Það frávik gæti einnig skýrst af annarri reikistjörnu í sólkerfinu. Hubble fann hins vegar engar vísbendingar um fleiri reikistjörnur. Stærð tunglsins er óvenjuleg og gæti hún leitt til þess að stjörnufræðingar þurfi að endurskoða kenningar sínar um hvernig sólkerfi þróast og hvernig tungl myndast í þeim.
Vísindi Tengdar fréttir Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15
Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05