Fótbolti

Fjölgun á áhorfendum í Pepsideild karla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stúkan á Hlíðarenda var þétt setin á laugardaginn þegar Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum
Stúkan á Hlíðarenda var þétt setin á laugardaginn þegar Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum vísir/bára
Þrátt fyrir mikla umræðu um dræma mætingu á Pepsideild karla í sumar var fjölgun í áhorfendatölum ársins frá því síðasta sumar.

KSÍ greinir frá því á heimasíðu sinni að alls hafi 113.761 mætt á leiki í Pepsideild karla á nýliðnu tímabili. Það er að meðaltali 862 manns á hvern leik.

Þetta er aukning á áhorfendatölum síðasta árs, 838 manns mætti að meðaltali á leik sumarið 2017. Það var lakasta aðsóknin í tæpa tvo áratugi.

„Aukningin í ár er auðvitað sérstaklega ánægjuleg í ljósi þess að um HM-ár var að ræða, og viðbúið að áhorfendum á leikjum innanlands myndi fækka, og ekki síður í ljósi þess að sumarveðrið hafi líklega verið það versta í 100 ár,“ segir á heimasíðu KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×