Löglegt en yfirmáta lélegt Halldóra Þorsteinsdóttir skrifar 19. október 2018 14:29 Tjáningarfrelsi hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarin misseri. Það er vel skiljanlegt, enda flestir orðnir sammála um að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélags og grundvallarforsenda þess að lýðræðisleg umræða fái þrifist. Það er einnig ljóst að tjáningarfrelsinu hefur vaxið fiskur um hrygg í löggjöf flestra þjóða og regluverkið færst nær því að vernda umrætt frelsi á kostnað heimilla takmarkana á því. Ein afleiðing þessarar þróunar er sú að í dag komast einstaklingar að jafnaði upp með hvassari og jafnvel meira meiðandi ummæli en áður. Þannig er t.d. ljóst að ummæli í athugasemdakerfi á borð við það að einhver sé asni, ljótur eða yfirmáta heimskur teldust líklega ummæli sem nytu verndar stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis samkvæmt viðurkenndum viðmiðum lögfræðinnar í dag. Við megum nefnilega hafa okkar skoðanir á mönnum og málefnum og okkur er að jafnaði heimilt að láta þær í ljós okkur að vítalausu. Með öðrum orðum er það ekki nema í undantekningartilvikum, þegar ummæli brjóta mjög alvarlega gegn friðhelgi einkalífs annarra eða fela í sér svokallaðan hatursáróður, að heimilt er að draga einstaklinga til ábyrgðar vegna tjáningar. Í umræðunni um tjáningarfrelsi gleymist hins vegar að halda því til haga að þó svo að við verðum ekki „dregin til ábyrgðar“ fyrir orð okkar í þeim skilningi að við sætum ábyrgð fyrir dómi erum við engu að síður ábyrg orða okkar í þeim skilningi að við stöndum og föllum með því sem við segjum. Þó svo að tjáningarfrelsið verndi mig fyrir því að verða dregin til ábyrgðar fyrir dómi vegna ummæla þess efnis að tiltekinn einstaklingur sé ,,ljótur og heimskur“, eða að hann hafi aldrei verið neitt annað en „einskis nýt byrði á þjóðfélaginu“, verndar það mig hins vegar ekki fyrir afleiðingum þess að vera dæmd í þjóðfélaginu fyrir slík ómálefnaleg og aumkunarverð barnalegheit. Tjáningarfrelsið verndar mig ekki heldur frá því að sitja uppi með það að vinnuveitandi sem ég sæki um vinnu hjá eftir tíu ár getur valið að velja mig ekki úr hópi umsækjanda þegar hann sér slóð rætinna athugasemda minna á vefnum í gegnum tíðina þar sem ég hef stundað það að níða skóinn af öðrum á ómálefnalegan hátt. Ég get jú minnt hann góðfúslega á að hér ríki tjáningarfrelsi, en það breytir því ekki að ég get með engu móti dregið úr þeim áhrifum sem skítkast mitt kann að hafa á huglægt mat hans þegar hann þarf að taka ákvörðun um hvernig manneskju hann vill hafa í vinnu. Í þessu sambandi blasir við að líta til annars málefnis sem hefur borið hátt í umræðunni, en það er netníð meðal barna og unglinga og einelti sem virðist þrífast eins og mygla í raka í þeirri nýju umgjörð sem internetið og samfélagsmiðlar hafa skapað. Hvernig getum við – fullorðna fólkið og fyrirmyndirnar sjálfar – gert athugasemdir við það hvernig börnin okkar tala hvert við annað á samfélagsmiðlum þegar við gerumst sjálf ber að samskiptamáta sem vart getur kallast annað en einelti eða skítkast. Við getum ekki vænst þess að börnin sýni háttvísi í samskiptum sín á milli ef við erum sjálf alls ófær um að eiga eðlileg tjáskipti á internetinu. Það er enginn að tala um að allir eigi að vera sammála eða það megi ekki skiptast á skoðunum með gagnrýnum hætti. Þetta er bara spurning um lágmarksvirðingu fyrir ólíku fólki og ólíkum skoðunum – líka þeirra sem teljast ekki til mestu mannvitsbrekkanna að okkar mati – og hoppa upp úr sandkassanum þegar við tölum við náungann á netinu. Annað er kannski löglegt, en alveg yfirmáta lélegt.Höfundur er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Þorsteinsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsi hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarin misseri. Það er vel skiljanlegt, enda flestir orðnir sammála um að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélags og grundvallarforsenda þess að lýðræðisleg umræða fái þrifist. Það er einnig ljóst að tjáningarfrelsinu hefur vaxið fiskur um hrygg í löggjöf flestra þjóða og regluverkið færst nær því að vernda umrætt frelsi á kostnað heimilla takmarkana á því. Ein afleiðing þessarar þróunar er sú að í dag komast einstaklingar að jafnaði upp með hvassari og jafnvel meira meiðandi ummæli en áður. Þannig er t.d. ljóst að ummæli í athugasemdakerfi á borð við það að einhver sé asni, ljótur eða yfirmáta heimskur teldust líklega ummæli sem nytu verndar stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis samkvæmt viðurkenndum viðmiðum lögfræðinnar í dag. Við megum nefnilega hafa okkar skoðanir á mönnum og málefnum og okkur er að jafnaði heimilt að láta þær í ljós okkur að vítalausu. Með öðrum orðum er það ekki nema í undantekningartilvikum, þegar ummæli brjóta mjög alvarlega gegn friðhelgi einkalífs annarra eða fela í sér svokallaðan hatursáróður, að heimilt er að draga einstaklinga til ábyrgðar vegna tjáningar. Í umræðunni um tjáningarfrelsi gleymist hins vegar að halda því til haga að þó svo að við verðum ekki „dregin til ábyrgðar“ fyrir orð okkar í þeim skilningi að við sætum ábyrgð fyrir dómi erum við engu að síður ábyrg orða okkar í þeim skilningi að við stöndum og föllum með því sem við segjum. Þó svo að tjáningarfrelsið verndi mig fyrir því að verða dregin til ábyrgðar fyrir dómi vegna ummæla þess efnis að tiltekinn einstaklingur sé ,,ljótur og heimskur“, eða að hann hafi aldrei verið neitt annað en „einskis nýt byrði á þjóðfélaginu“, verndar það mig hins vegar ekki fyrir afleiðingum þess að vera dæmd í þjóðfélaginu fyrir slík ómálefnaleg og aumkunarverð barnalegheit. Tjáningarfrelsið verndar mig ekki heldur frá því að sitja uppi með það að vinnuveitandi sem ég sæki um vinnu hjá eftir tíu ár getur valið að velja mig ekki úr hópi umsækjanda þegar hann sér slóð rætinna athugasemda minna á vefnum í gegnum tíðina þar sem ég hef stundað það að níða skóinn af öðrum á ómálefnalegan hátt. Ég get jú minnt hann góðfúslega á að hér ríki tjáningarfrelsi, en það breytir því ekki að ég get með engu móti dregið úr þeim áhrifum sem skítkast mitt kann að hafa á huglægt mat hans þegar hann þarf að taka ákvörðun um hvernig manneskju hann vill hafa í vinnu. Í þessu sambandi blasir við að líta til annars málefnis sem hefur borið hátt í umræðunni, en það er netníð meðal barna og unglinga og einelti sem virðist þrífast eins og mygla í raka í þeirri nýju umgjörð sem internetið og samfélagsmiðlar hafa skapað. Hvernig getum við – fullorðna fólkið og fyrirmyndirnar sjálfar – gert athugasemdir við það hvernig börnin okkar tala hvert við annað á samfélagsmiðlum þegar við gerumst sjálf ber að samskiptamáta sem vart getur kallast annað en einelti eða skítkast. Við getum ekki vænst þess að börnin sýni háttvísi í samskiptum sín á milli ef við erum sjálf alls ófær um að eiga eðlileg tjáskipti á internetinu. Það er enginn að tala um að allir eigi að vera sammála eða það megi ekki skiptast á skoðunum með gagnrýnum hætti. Þetta er bara spurning um lágmarksvirðingu fyrir ólíku fólki og ólíkum skoðunum – líka þeirra sem teljast ekki til mestu mannvitsbrekkanna að okkar mati – og hoppa upp úr sandkassanum þegar við tölum við náungann á netinu. Annað er kannski löglegt, en alveg yfirmáta lélegt.Höfundur er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun