Innlent

Tveir í framboði til formanns BSRB

Atli Ísleifsson skrifar
Vésteinn Valgarðsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir.
Vésteinn Valgarðsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir. Mynd/BSRB
Tveir hafa lýst yfir framboði til embættis formanns BSRB. Kosið verður til embættisins á þingi bandalagsins morgun, en hægt er að gefa kost á sér fram að kosningu.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, og Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi á Kleppi, hafa bæði lýst því yfir að þau gefi kost á sér til að gegna embættinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá BSRB.

Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður BSRB, tilkynnti í byrjun sumars að hún muni ekki gefa kost á sér áfram.

45. þing BSRB fer fram á Hilton hótel Nordica á morgun og hefst klukkan 14.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×