Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2018 08:00 Ekkert hefur enn fengist staðfest um afdrif Khashoggi en talið er að hann hafi verið myrtur Vísir/Getty Sádi-Arabía Æ skýrari mynd er nú að komast á það hvað varð um sádiarabíska blaðamanninn Jamal Khashoggi, sem síðast sást til er hann gekk inn á ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 2. október síðastliðinn. Málið er eitt það umtalaðasta á alþjóðavettvangi þessa dagana. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur til að mynda fundað með konungi og krónprins Sádi-Araba og nú síðast í gær með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta vegna málsins.Tyrkneskir lögreglu- og áhrifamenn hafa undanfarnar vikur lekið upplýsingum í þarlenda fjölmiðla. Meðal annars hefur komið fram að Khashoggi hafi verið myrtur í sendiráðinu, það sýni hljóð- og myndupptökur og önnur sönnunargögn sem fundust í sameiginlegri rassíu Tyrkja og Sádi-Araba er gerð var í vikunni. Allt þykir benda til þess að sveit sádiarabískra leigumorðingja hafi komið til Tyrklands til þess að ráða Khashoggi af dögum. Í gær greindi tyrkneska dagblaðið Yeni Safak frá því að blaðamenn hefðu fengið að heyra hljóðupptöku þar sem ræðismaðurinn Mohammed al-Otaibi, sem nú hefur flúið land, heyrist segja við meinta banamenn Khashoggi: „Gerið þetta úti, þið eigið eftir að koma mér í vandræði.“ Á þá að hafa heyrst í einum banamannanna: „Ef þú vilt halda lífi við heimkomuna til Arabíu er þér hollast að halda kjafti.“ Yeni Safak greindi aukinheldur frá því, líkt og aðrir miðlar hafa gert, að Khashoggi hafi verið pyntaður og aflimaður áður en hann var loks myrtur. Sádi-Aröbunum er söguðu hann í sundur hafi verið ráðlagt að setja á sig heyrnartól og hlusta á tónlist til þess að þurfa ekki að hlýða á ópin. Enn á eftir að gera rassíu á heimili ræðismannsins í Istanbúl. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrkja, sagði við tyrkneska ríkismiðilinn Anadolu í gær að Sádi-Arabar hefðu tekið vel í beiðnina en að endanlegt samþykki hefði ekki enn fengist. Háttsettur embættismaður innan sádiarabísku leyniþjónustunnar GIP hafði umsjón með aftökunni. Frá þessu greindi CNN, sem hefur rekið fréttastöð í Tyrklandi í tæpa tvo áratugi, í gær og hafði eftir þremur heimildarmönnum er eiga að þekkja til málsins. Einn heimildarmannanna hélt því fram að þótt óljóst væri hvort Mohammed bin Salman krónprins, og í raun þjóðarleiðtogi, hefði fyrirskipað morðið væri deginum ljósara að krónprinsinn hljóti að hafa vitað af því að það stæði til að myrða Khashoggi. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Sádi-Arabía Æ skýrari mynd er nú að komast á það hvað varð um sádiarabíska blaðamanninn Jamal Khashoggi, sem síðast sást til er hann gekk inn á ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 2. október síðastliðinn. Málið er eitt það umtalaðasta á alþjóðavettvangi þessa dagana. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur til að mynda fundað með konungi og krónprins Sádi-Araba og nú síðast í gær með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta vegna málsins.Tyrkneskir lögreglu- og áhrifamenn hafa undanfarnar vikur lekið upplýsingum í þarlenda fjölmiðla. Meðal annars hefur komið fram að Khashoggi hafi verið myrtur í sendiráðinu, það sýni hljóð- og myndupptökur og önnur sönnunargögn sem fundust í sameiginlegri rassíu Tyrkja og Sádi-Araba er gerð var í vikunni. Allt þykir benda til þess að sveit sádiarabískra leigumorðingja hafi komið til Tyrklands til þess að ráða Khashoggi af dögum. Í gær greindi tyrkneska dagblaðið Yeni Safak frá því að blaðamenn hefðu fengið að heyra hljóðupptöku þar sem ræðismaðurinn Mohammed al-Otaibi, sem nú hefur flúið land, heyrist segja við meinta banamenn Khashoggi: „Gerið þetta úti, þið eigið eftir að koma mér í vandræði.“ Á þá að hafa heyrst í einum banamannanna: „Ef þú vilt halda lífi við heimkomuna til Arabíu er þér hollast að halda kjafti.“ Yeni Safak greindi aukinheldur frá því, líkt og aðrir miðlar hafa gert, að Khashoggi hafi verið pyntaður og aflimaður áður en hann var loks myrtur. Sádi-Aröbunum er söguðu hann í sundur hafi verið ráðlagt að setja á sig heyrnartól og hlusta á tónlist til þess að þurfa ekki að hlýða á ópin. Enn á eftir að gera rassíu á heimili ræðismannsins í Istanbúl. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrkja, sagði við tyrkneska ríkismiðilinn Anadolu í gær að Sádi-Arabar hefðu tekið vel í beiðnina en að endanlegt samþykki hefði ekki enn fengist. Háttsettur embættismaður innan sádiarabísku leyniþjónustunnar GIP hafði umsjón með aftökunni. Frá þessu greindi CNN, sem hefur rekið fréttastöð í Tyrklandi í tæpa tvo áratugi, í gær og hafði eftir þremur heimildarmönnum er eiga að þekkja til málsins. Einn heimildarmannanna hélt því fram að þótt óljóst væri hvort Mohammed bin Salman krónprins, og í raun þjóðarleiðtogi, hefði fyrirskipað morðið væri deginum ljósara að krónprinsinn hljóti að hafa vitað af því að það stæði til að myrða Khashoggi.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49
Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47